Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 25
frúr, en ekki borið neinn árangur. Bragða- refurinn á marga felustaði og svo verst uunn líka með vopnum. Herinn í Lukka hefur sína sögu af því að segja. Áttatíu manna lið undir stjórn Rinaldinis rak her j*rJ’ú hundruð manna á flótta yfir holt og u^ðir. Sjötíu voru skildir eftir rauðir á rigvellinum, og úr þeirri átt hefur aldrei síðan verið reynt að ráðast gegn ræningj- ^Uum.“ Rinaldo gat með naumindum kom- lzt hjá að láta bera á stærilæti sínu, með- an á þessari frásögn stóð. »Það er hræðilegt, hvað slíkur flækingur ®etur komizt langt,“ sögðu greifafrúrnar. »Ó, já,“ sagði Rinaldo, „hann er sagð- r mjög fífldjarfur, og stundum fremur úann sprenghlægileg brögð aleinn.“ »Mig mundi langa til að sjá eitthvert slíkt,“ sögðu frúrnar. „Það gæti honum areiðanlega ekki tekizt hjá okkur ...“ »Gætið ykkur! Þið standið hér alveg uSglausar, við hlið ykkar stendur stall- vörðurinn, og allt ykkar lið hefur safnazt saman umhverfis tjaldið. Með vinstri úendi miðar Rinaldo skammbyssu á ykkur, ^116^ þeirri hægri miðar hann annarri á stallvörðinn, á meðan fylgdarmaður hans miðar á þá, sem standa umhverfis. Svo seg- lr hann: Ég bið ykkur að láta af hendi hringa ykkar, úr og eitt hundrað sekínur. er Rinaldini...“ Líkinguna, sem hánn sagði, framkvæmdi ann fyrir augum þeirra. Markgreifa- rúrnar æptu upp yfir sig. Stallvörðurinn shjögraði aftur á bak. ,Herra fursti! Sleppum þessu spaugi.“ . „Þetta er ekkert spaug, heldur fullkom- 111 alvara, herra stallvörður.“ »Hvað þá?“ spurði stallvörðurinn. »Verði Guðs vilji,“ sögðu konurnar snöktandi. , Hinaldo sagði: „Ykkur langaði til að sjá ptt af hinum sprenghlægilegu brögðum lnaldinis. Nú sjáið þið hann.“ »Eruð þér í raun og veru ... ?“ »Ég er Rinaldini. Ég hef uppfyllt ósk hka,r, og nú uppfyllið þið mína ósk. 1 aðinn fáið þið þessi vegabréf. Ef þið sýn- þau, þá munu menn mínir ekki skerða 6ltt hár á höfði ykkar alla leið til Flórens." Hötrandi af hræðslu drógu markgreifa- frúrnar baugana af fingrum sér og fengu honum auk þess úr sín og pyngjur. Um leið og hann hélt burt kallaði hann til þeirra: „Hafið þið nú lært að þekkja Rinaldini?“ Enginn dirfðist að veita hon- um eftirför. Nú féll nóttin á, og félagar Rinaldos söfnuðust saman á hinum ákveðna stað. Þeir höfðu ekki orðið varir við nokkurn vagn. Rinaldo varð stúrinn yfir því og lagðist fyrir undir ösp einni að loknum fátækleg- um kvöldverði. Hann vafði um sig yfir- höfninni og sofnaði brátt. Félagar hans kveiktu eld, sendu út varð- menn og lögðust einnig til hvíldar, eftir að Severo hafði sagt þeim frá grikknum við greifafrúrnar. Undir morgun voru þeir vaktir af nokkr- um skothvellum og þutu upp til handa og fóta. Þeir gripu til vopna og heyrðu um leið hróp varðmannanna: „Við erum um- kringdir.“ „Umkringdir?" hrópaði Rinaldo. Varðmennirnir bentu á nálæga fjalla- tinda og í dalnum og alls staðar glampaði á vopnin. „Foringi," sagði Severo. „Hvað getum við nú gert?“ „Barizt.“ „Það getur hver sagt sér sjálfur. En við, lítill flokkur manna, og...“ „Nú verðum við að draga saman eins mikið af okkar mönnum og við getum. Alsetto hefur búizt um ásamt þrjátíu mönnum á fyrra aðsetursstað okkar, og hér er tólf manna sveit. Blásið í herlúður- inn og tvíhlaðið byssur ykkar.“ Dalirnir endurómuðu af lúðurhljómi, og bergmálið skilaði kallinu aftur. Skyndi- lega hljómaði lúðurhljómur rétt hjá, og brátt sáu þeir Altaverde nálgast ásamt fimm félögum. „Félagar,“ hrópuðu þeir. „Við erum um- kringdir. Herflokkar sækja að okkur. Tor- etto og Rispero hafa þegar fallið þeim í hendur.“ Nokkru síðar heyrðu þeir fjarlægan herblástur, sem óðum nálgaðist, og loks sáu þeir Alsetto með herflokk sinn. Nú var liðsveitin orðin 49 menn samtals. Allir ILISBLAÐIÐ 25

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.