Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 26
hrópuðu eins og einum munni: „Foringi, við skulum gera áhlaup.“ „Svo skal verða,“ sagði Rinaldo. „Nú langar mig fyrst til að vita, hvar hermenn úr landhernum sækja fram. Þar verður auðveldast fyrir okkur að brjótast í gegn.“ Eftir fáein andartök kallaði hann til þeirra að halda til vinstri handar og fór með þá upp eftir dalnum. Þeir höfðu gengið nokkur hundruð skref, þegar þeir sáu pappírsmiða liggja á jörðinni. Alta- verde tók hann upp og fékk Rinaldo. Hann vafði sundur miðanum og las: „Hér með er í nafni stjórnarinnar heitið frelsi og sakaruppgjöf hverjum þeim meðlimi í flokk Rinaldinis, sem af frjálsum vilja gefst upp fyrir herflokkunum og yfirgef- ur foringja sinn. Sá, sem kemur með höf- uð Rinaldinis, hlýtur auk uppgjafar saka 500 sekínur í verðlaun.“ Rinaldo stakk miðanum í vasann og sagði: „Félagar! Það er ætlun mín, að við höldum í átt til landamæra kirkjuríkisins í Marleisuskógunum.“ „Áfram! Gerum árás!“ hrópuðu allir. Þeir fóru þvert yfir dalinn og laumuð- ust til f jallsins andspænis. Þeir höfðu nærri því komizt fyrir það, þegar þeir rákust á herflokk rétt við landamærin. Þeir réð- ust á hann óvænt og skyndilega og neyddu hann til undanhands. En nú komu þeir í flasið á herdeild hundrað og fimmtíu manna, sem lagði skjótt til atlögu gegn þeim. „Félagar,“ öskraði Rinaldini, „berjizt nú sem hraustir menn. í þrem skrefum komumst við yfir landamærin, og skóg- arnir eru varla hundrað skrefum fjær. Ef þeir ná okkur lifandi, þá týnum við lífinu annað hvort á píslarbekknum eða í böðuls- höndum. Við skulum heldur deyja með sverð í hendi. En verið hugrakkir. Við get- um áreiðanlega brotizt í gegn. Fram nú og hefjumst handa.“ Um leið og hann sagði síðustu orðin, gaf hann merki með skammbyssuskoti, lagði til atlögu við hermennina, og félagar hans komu á eftir honum. í fyrstunni voru her- mennirnir skelfingu lostnir vegna þessar- ar æðisgengnu árásar, og þeir fóru að láta undan síga, þar til er einn liðsforingja þeirra tók forystuna gegn hinum ofsa- fengnu árásarmönnum, um leið og hano álasaði mönnum sínum fyrir ragmennsku- Nú hófst hinn mannskæðasti bardagi- A - setto féll til jarðar við hlið Rinaldos og einnig þrír af félögum hans. Altaverde, Eintio, Severo og Rinaldo börðust eins og Ijón. Kúlnahríðin var ógur' leg og höggvopnum mikið beitt. Severo fe með brotna höfuðkúpu og við hlið hans féllu tólf aðrir ræningjar, sem orðið höfou fyrir kúlum eða höggvopnum. Rinaldo sót i nú fram með flokk sinn, sem orðinn vai fáliðaður, á hliðararm hermannanna °S komst heill á húfi til landamæranna, en hafði orðið viðskila við félaga sína. Þan réðust tveir riddarar á hann. Annan skau hann, svo að hann féll af hestinum, en hinn flýði. , Rinaldo var alveg lémagna, þegar han komst til skógarins, skreið inn í þéttan runna og féll lafmóður til jarðar. Svo hvai honum veröldin. Þegar hann komst aftur til meðvitund- ar, var kominn hádagur. Hann kvaldis af sárum þorsta. Hann reis upp og reikaöi lengra inn í skóginn, þangað til hann kom að lind, þar sem hann kastaði sér niðm- Hann endurnærðist af vatninu. Hann lel ' aði í vösum sínum og fann tvær tvíbökuÞ sem hann neytti til að seðja sárasta hungr' ið. Svo skreið hann inn í runna og fór a hugleiða ástand sitt. , Hungrið rak hann samt brátt aftur a stað. Hann athugaði byssuna sína, fyutl vatnsflöskuna og laumaðist áfram. HanU hafði ekki gengið langt, er hann varð var við þrusk. Hann lagðist í leyni og sá brá bónda koma berandi körfu. Hann gekk ti móts við hann, ávarpaði hann og spurði, hvort hann hefði eitthvað matarkyns meo- ferðis. Bóndinn leit á hann undrunaraugum sagðist vera á leið til nágrannabæjar me ost og bjúgu. Rinaldo bauðst þegar í sta til að verzla við hann og keypti eins mar£a osthleifa og bjúgu og hægt var að koma 1 veiðitösku hans. Hann greiddi þetta a* án þess að þjarka um verðið. Bóndinn le hann einnig fá brauð. „Hvað er að frétta?“ spurði Rinaldo. HEIMILISBLAÐI® 26

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.