Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 28
múldýr hlaðið byrgðum, tveir hundar og nokkur múrmeldýr. Fólkið virtist vera kunnugt hér, því að það beygði inn í skóginn og hélt til lindar- innar, sem Rinaldo hafði fyrir stuttu yfir- gefið. Hundarnir höfðu ekki fyrr fundið þefinn af honum en þeir ráku upp þetta skaðræðis væl og réðust að honum. Einn mannanna greip til byssu sinnar og hinir báðir drógu fram hnífa sína. Rinaldo barði hundana og gekk fram úr runnanum, er þeir hrökkluðust til baka. „Hæ‘ Hver ert þú?“ hrópaði einn tatar- anna til hans. „Kallið á hunda ykkar,“ hrópaði Rinaldo til hans. „Annars skýt ég þá.“ Þeir ginntu hundana til sín, og konurn- ar héldu þeim föstum. Rinaldo gekk nær og sagði með einbeitni: „Við þurfum varla nokkuð að óttast hvor annan ?“ „Hver ert þú?“ spurði tatarinn. „Maður, sem þekkir ekki ótta,“ svaraði Rinaldo. „Þið megið halda um mig, það sem ykkur sýnizt. Gefið mér brennivíns- sopa.“ Tatarinn brosti. „Þú getur fengið hann, ef þú vilt borga hann. Svei þér, strákur. Mér finnst þú vera eins og einn úr flokki Rinaldinis.“ „Hvaða máli skiptir Rinaldini okkur?“ „Víst skiptir það mig miklu, að minnsta kosti tvö þúsund sekínum,“ þrumaði einn tatarinn. „En þú kemur of seint.“ „Of seint? Ég held það sé enn nógur tími til að koma honum í gálgann." „Hann varð fyrir skoti í síðasta bardag- anum við hermennina frá Toskana.“ „Hver fjandinn! Þú ert einn úr flokki hans.“ „Svei þér,“ hrópaði Rinaldo. „Ef þú seg- ir þetta einu sinni enn, þá ber ég þig í hausinn. Hvað hugsar þú eiginlega um mig? Ég er skógarvörður næsta héraðs við landamærin og var stefnt gegn Rinaldini ásamt mínu liði. Við höfum staðið í stríðu í dag, og svo ætlar þú, þorparinn þinn ...“ „Jæja, jæja, ég biðst afsökunar, mönn- um getur alltaf...“ „Hættu þessu þvaðri og helltu í. Það er aðalatriðið. Hið annað er þetta: Sýw vegabréfin. Það hefur verið hert á fyrl1' mælunum. Þið eruð umrenningar.“ Ein tatarakvennanna gekk fram: ^ „Hér er ljúffengt kryddvín alveg ókeyP is handa skógarverðinum." „Ég tek ekki við neinum gjöfum,“ sa®, Rinaldo. „Ég þekki skyldu mína. Helltu P gamla völva.“ . „ „Með ánægju, kæri herra skógarvö1 ur!“ „Eru þetta dætur þínar, gamla ugla?“ spurði Rinaldo konuna og bent1 a stúlkurnar. „Sú minni er dóttir mín. Hin stærri e1 ættingi minn. Hún er munaðarleysi11^1' Hún heitir Rósa, er góð, kristin stúlka, ára gömul, og hefur hjartað á réttum sta Á ég aftur að hella í ?“ . ,. „Sama er mér,“ sagði Rinaldo og vir stúlkuna fyrir sér. „Náðu í nokkrar hrísgrjónakökur han herra skógarverðinum,“ sagði gamla k°n an skipandiröddu. „Gerið svo vel, herra skógarvöi'óa1- Verði yður að góðu.“ Rósa hneigði sig- „Heyrðu mig, stúlka. Ertu áreiðanleg skírð ?“ . „ „Guð fyrirgefi yður að spyrja þanm£> tók tatarakonan fram í. „Að sjálfsögðu e hún skírð. Hún er skírð í Macerata að v1 teknum hætti kristinnar kirkju, eins skírnarvottorð hennar ber með sér.“ _ ?(( „Það er ágætt. Jæja, hvað skulda eg- „Ekkert. Við förum ekki að taka penms af skógarverðinum.“ „ „Ég þigg ekkert að gjöf hjá_ yk^’ð sagði Rinaldo. „Náið í vegabréfin. H ? er þetta allt, sem þið hafið í körfun01^ Fjandinn sjálfur. Hvernig hafið þið að komast yfir þessi stóru vaxkerti? P hafið þið stolið . . .“ „Hamingjan hjálpi okkur. Hvað ha þið eiginlega um okkur? Við höfum þau. Við þörfnumst þeirra. Á nóttunu j þegar stormurinn næðir í skóginum og • • * „Ég ætla að kaupa tvö kerti af y^ 11« Brauðið kaupi ég líka. Komið fljótt B1 reikninginn og sýnið vegabréfin. — vl1,9« þið láta mig fá alla brennivínsflöskuna • „Hví ekki það? Skógarvörðurinn ge LAÐ10 28 HEIMILISB

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.