Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 34
aldo kastaði silfurpeningi í húfuna, er hann tók við henni af manninum við hliðina og hrópaði: „ágætt, Christiano!“ Þegar húfan kom aftur til eigandans, safnaði hann peningunum saman, stakk þeim á sig, setti húfuna upp og hóf að syngja á nýjan leik: Svo Rinaldini ræddi af raunasárum móð. „Ég bið mitt bresti hjarta því braut þess var ei góð. Ó, móðir Guðs hin góða, þú geislabjarta mær. Þér fel ég þjáning mína, ó, þú ert veikum kær. Ég miskunn þína þrái, til þín ég komast vil.“ Svo eyðilögðu lífi þar lauk í syndahyl. Ó, Guð oss geym frá illu og gleddu hverja sál, frá lastabraut oss bægðu, sú braut er dimm og hál. Áheyrendum fannst mikið til um þetta og voru hrærðir, er þeir héldu hver sína leið. Götusöngvarinn tók saman pjönkur sínar og hélt á annan stað til þess að end- urtaka þar kvæði sitt. Margir fylgdu hon- um eftir til þess að hlusta enn einu sinni á sögu hans. En Rinaldo sneri sér að manninum við hlið sína og spurði: „Er bófinn Rinaldini í raun og veru dauður?" „Já, svaraði hann. „Guð sé aumri sál hans náðugur." „Hvar dó hann?“ „Hann féll uppi í fjöllum í bardaga við herlið frá Toskana. Höfuð hans hefur ver- ið sett á stöng, sem stendur fyrir framan ráðhúsið í Pienza. Þar geta allir séð það.“ „Það er ágætt.“ „Ó, já! Hann var ógnvaldur alls Tosk- ana-héraðs og Langbarðalands. Það var óbætanlegt tjón, að hann skyldi ekki nota skynsemi sína og hreysti á annan og betri hátt.“ Fransiskusmunkur bauðst til að syngJ sálumessu fyrir Rinaldini og fékk PenU,, til þeirra hluta. Rinaldo lagði líka sjál u eitthvað af mörkum og styrkti þannig s111 eigin sálumessu í lifanda lífi. . Þegar hann ætlaði að halda af stað r, Gesena daginn eftir, sá hann Mölturidda1^ ann koma á móti sér á götunni. Hann S ekki komizt hjá að mæta honum. Rllia,, var fljótur að taka ákvörðun. Hann Se til hans, tók í hönd hans og sagði: „Herra prins. Ég er á yðar valdi.‘ „Hamingjan góða,“ hrópaði hann „E11^ þetta þér í raun og veru? Eruð þér risnn upp frá dauðum?“ „Þér sjáið mig hér ljóslifandi." „Verið óhræddur við mig. Ég er engllU lögregluþjónn, Rinaldo.“ „Ef ég get einhvern tíma á einhvern ha^ gert yður greiða ... Menn halda að eS_ dauður og syngja hér á strætunum um 11 ógæfusamlegu endalok mín.“ , * „Það er gott fyrir yður. En að þér seu hér svona á ferðinni. ..“ „Þér megið ekki halda, að ég sé hér e11111- Menn mínir eru hér umhverfis mig 1 f”1 konar gervum, og það mundi kosta nuk blóðsúthellingar að taka mig fastan.“ „Hvað þá? Hafið þér .'..“ spurði prinS' inn- eð „Ég hef sextíu snarráða ofurhuga ni mér í þessari borg.“ „Ég dáist að yður, Rinaldini." „Aumkið mig miklu fremur. Nú held e^ í átt til Feneyja, til þess að ég geti konVZ enn þá lengra til fjalla. Hver veit, hvo1 það heppnast. .. Hvert farið þér?“ „Ég er á leið til Urbino, Rinaldini." „Við hittumst þar aftur, herra Prl11. Leyfist mér að spyrja yður: Er dóttir y a hamingjusöm?“ „Hvað þá? Vitið þér .. .“ „Donato hefur sagt mér allt af létta. „Já, Rinaldini. Hún er vel gift.“ . „Guð blessi hana! Herra prins. NlU menn drápu múlasna yðar ... Ég bið y að taka við þessum hring og gefið Au1 hann, ef þér viljið ekki bera hann.“ „Ég tek við þessum hring til minning um jafn merkilegan mann og yður. Frh- 34 HEIMILISBLA®10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.