Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 4
við lögin, sem hann orti þá undir. Má þar nefna „Ættarland þig elskum vér“, „Lýs þú fáni á friðar vegi“, „Kristnir drengir, áfram allir“ og „Drottinn, lít þinn drengjaskara“. Séra Friðrik hafði mætur á þróttmiklum drengjasöng. Valdi hann jafnan lög við hæfi drengja og stýrði söng með miklu fjöri og áhuga. Hann hafði um tíma drengjasöng- sveit og kenndi henni mörg falleg lög, lét þá meðal annars syngja á latínu. Hann samdi mikinn fjölda af sögum, löngum og stuttum, en þýddi sumar úr öðrum mál- um. Hann elskaði málefni Jesú Krists og varði viti og kröftum í þjónustu þess. Hann boðaði Krist. Hann var fastheldinn við Biblíuna sem orð Guðs og snerist andvíg- ur gegn hvers konar afneitun á kenningum kirkju vorrar. Hann trúði því, að Jesús Kristur sé Sonur Guðs, sannur Guð af sönnum Guði, hafi tekið holdgan af Maríu mey, liðið og dáið fyrir synduga menn, svo að vér fengjum fyrirgefningu og eilíft líf, risið upp frá dauðum á 3. degi, stigið upp til himna, sitji við hægri hönd Föðurins og komi þaðan aftur að dæma lifendur og dauða. Hann trúði á þríeinan Guð: Föður, Son og Heilagan anda. Þess vegna gat hann ort: „Vor GuS, sem þrennur ert og einn, þú aljíjör dýrðar Ijómi hreinn, er ljósið daga dregst oss frá, lát dýrðarljós þitt hjörtun sjá.“ Hann prédikaði iðrun og trú og átti sjálfur hvort tveggja. Kemur iðrun hans t. d. fram í sálmi, sem hann orti ungur stúdent, þar segir meðal annars: Dimmt er í heimi, eydd er æskan friða, ávaxtalaus, ég má það hryggur játa, synd er hún ötuð, má ei bót þess bíða, brot þín ég aðcins megna sárt að gráta. Heyr mig, ó, Guð, er hrelldur krýp ég niður, heyrðu þá stun, er þig um miskunn biður. Hið sama kom síðar fram, t. d. í því að honum var einkar kær sálmurinn ,>En» 1 trausti elsku þinnar“ eftir Pál Jónsson. Var sá sálmur sunginn við útför séra Friðriks. Trú hans á náð Guðs kemur t. d. vel fraIíl í sálmi, er hann þýddi úr ensku: „Ó, kom ei samt með alvalds ofurvald, í ást og náð mér fær þitt lausnargjald- Þú tára stillir, hjartans heita þrá, sem hæli sekra, þannig vert mér hjá. Sá sálmur var einnig sunginn við útföi hans. Prédikun hans var vekjandi. Hann vissn að dauð trú frelsar engan. Hann ýtti V1 samvizkunni. En hann þekkti einnig þaU smyrsl, sem græða sárin. Hann notaði oft orð Páls postula í Rómverjabréfinu: lættir af trú höfum vér því frið við U° fyrir Drottinn vom Jesúm Krist, sem vér höfum aðgang fyrir með trúnni til þessar ar náðar, sem vér stöndum í, og vér hr°s um oss af von um dýrð Guðs“. Hann k'lS venjulega öll versin fimm (Rómv. 5, Annar texti, sem honum var einkar k#1"’ var Rómv. 12, 1—2: „Svo áminni ég yðlU’ bræður, að þér vegna miskunnar G bjóðið fram líkami yðar að lifandi, agri, Guði þóknanlegri fóm, og er skynsamleg guðsdýrkun af yðar hendi- segja. Versið „Son Guðs ertu með sanni Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldu takið háttaskipti með endumýjungu llU^ arfarsins, svo að þér fáið að reyna hvei s vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna Þegar hann prédikaði fyrir æskumönn°lU út af þessum texta, hafði hann mikið a ^arð eins konar trúarjátning K.F.U.M* K.F.U.K., enda full nauðsyn að játa S11 dóm Jesú fyrir þessari vantrúuðu Öld* Þessi orð séu því eins og kveðja s _ Friðriks til yðar, sem lesið þau, og tnin yður á hjartansmál hans. Magnús RunólfsS° - • £) IP 48 HEIMILIsbLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.