Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 5
FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: ^llncjlincfciliölcl Unglingafjöld! í fylking Guðs þú stendur, fullhugasveit með ceskukraft í sál; kjörin þú ert að kristna víðar lendur, kærleikans túlka heilagt sigurmál. Kór: Vaknaðu’ og klæð þig krafti með dáð: kunngjörðu lýðnum þíns Drottins miklu náð, Sjáðu Guðs teikn. í sigurljóma gnæfir sigrandi kross, vor einkavon og traust; beygðu þig djúpt! Því dýrðarmerki hæfir sú dýrkun hjartans nú og endalaust. Sérhver það ber á brjósti sér og enni blessunar mark í sliírn er gefið er; það vigslutákn í vitund inn sig brenni og viljann stæli, fram er brunum vér. Krossleið er þröng, en kraftar allir stælast, karlmennskan vex á brattri hættuför, og hindurvitna andar allir fælast þá æsku’, er brunar fram með drottins hjör. Æskunnar menn að velli hraustir hníga, ef Herrann Jesús er ei með á ferð, og ótrú gauðin undan láta síga, sem óttast heimskra spott og fjenda mergð. Krossmerkta sveit, í fylking fram þú bruna, frelsarinn Jesús kveður þig með sér. Yfir þér háar himinklukkur duna, hermerki lífsins sveiflast undan þér. ^lisblaðið 49

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.