Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 11
ísland í Danm. eftir Jón biskup Helgason). Einnig var hann höfuðsmaður í liðssveit borgara í Kaupmannahöfn. Kona hans hét ^arie. dóttir Lauritz kaupm. Ottesen, sem áður en nefndur. Börn þeirra (5) ílengd- ust öll ytra (sbr. ísl. æviskr. og áðurnefnt Jóns biskups Helgasonar). 10) 9. október. Egill sonur Marteins bartskera og bónda á Burstarfelli, Björns- s°nar, hins kunna sýslumanns sama stað- ar ■— Péturssonar. Hann lærði einnig gull- smíði í Kaupmannahöfn og ílengdist þar, ems og Sigurður var þar samtíðarmaður ^ans, átti danska konu og afkomendur beirra komu ekki heldur til íslands. Upp- vsingar um fæðingar- og dánarár Egils ^lnrteinssonar hef ég ekki getað fundið. H) 9. október. Msj. B.P.S. hefur auð- sJaanlega verið einhver kunnugur höf., en a$ öðru leyti er mér ókunnugt um, hver Petta hefur verið. . 12) 9. október. 12 fiskar voru að pen- ^ngagildi á þessum tíma því sem næst 19,2 skildingar. Ef gert er ráð fyrir, að meðal ^ýfverð nú á tímum sé 6000 kr. og viku- a°stnaður höfundar umreiknaður sam- av®mt því til nútíma verðlags, verða það ^OO krónur. ^ 13) 23. október. Hér mun átt við elds- v°ðann mikla í Kaupmannahöfn 1728, þeg- ar mikil hluti af handrita- og skjalasafni ■^rna Magnússonar glataðist. , 1-í) 29. október. Kancellirád var upp- aflega titill þeirra, sem áttu sæti í svo ^fndu kansellíi, stjórnardeild, hliðstæðri s °fnun við ráðuneyti nú á tímum. En þeg- ar betta gerðist, var titill þessi orðinn nafn- of. sem menn gátu öðlast án þess að vera íðnij. á nokkurn hátt við kansellíið. í dag- °kinni kemur þetta orð oft fyrir hér á eftir ymslega ritað, en þó alltaf með ís- 1 ’ * nzku endingunni -ráð, og alltaf nema einu nni í þessu sama sambandi. Er auðsjáan- sJa ntt við það, að höf. hafi farið í heim- an til einhvers sérstaks manns með þessu Pi hefðartitli, samanber: „ ... gekk ég til að ?Sen,<< Þar sem greinilega er átt við það, ». nann hafi farið að heimsækja Vopna- arðarkaupmanninn með þessu nafni. . > 10. nóv. Vaisenhus: munaðarleys- ^Jahæli. — Snemma á 17. öld var þess Hgj konar hæli — eða öllu heldur uppeldis- heimili fyrir vandræðabörn — sett á stofn í Kaupmannahöfn, og var það starfrækt þar enn um miðja 18. öld, þegar höf. dvaldist þar, en var þó þá að öðrum þræði orðið að fangelsi. Um það bil 40 árum síð- ar var uppeldisheimilið úr sögunni, en hegningarhús komið í staðinn. 1) 10. nóvember. Mortensdag, sem kall- aður er á íslenzku Marteinsmessa, er 11. nóvember, en ekki 10. En þar sem 10. nóvember bar upp á sunnudag þetta ár, sem dagbókin á við, má vel vera, að helgi- haldið hafi verið fært yfir á þann dag það árið, en dagurinn er haldinn um píslar- vættisdauða Marteins helga, sem var biskup í Tours og líflátinn þennan dag árið 400. Um kvöldið var almenn átveizla, segir í dagbókinni, og fram á þennan dag mun sá siður haldast sums staðar, en það hátíðar- hald kvað vera Marteini helga píslarvotti óviðkomandi með öllu, meira að segja leif- ar af heiðinni siðvenju. Með öðrum orðum haust- og vetrarblót ásatrúarmanna í nú- tíðarbúningi. 17) 23. nóvember. Fridn er að líkind- um skammstöfun á mannsnafni, en ekki verður sagt með vissu, hvaða nafn það á að vera. Sennilega á það samt annað hvort við nafn heldra mannsins, sem höf. var öðru hverju að heimsækja, eða öllu held- ur eitthvert annað kancellirad og á þá þessi nafnshluti að aðgreina það frá hinum hefðarmanninum. — Danskur kaupmaður mun hafa verið hér á landi um þessar mundir, sem hafði þessa nafnbót, og lík- lega fleiri síðar. 18) 7. desember. Fyrst þýðir hér senni- lega í fyrsta sinn. Klaustur var kallaður á þessum tíma, og allt fram á 19. öld, stúd- entabústaður sá í Kaupmannahöfn, sem íslendingar kannast við undir nafninu „Garður“, en hið opinbera nafn stofnunar- innar var Collegium regium. Þar fóru fram um þessar mundir rökræður þær á vegum háskólans, sem hér ræðir um. Frá því um 1700 höfðu íslenzkir, fær- eyskir og grænlenzkir stúdentar forgangs- rétt að vist á Garði, og auk þess 10 stúd- entar frá Friðriksborg. 1918 féll sá séttur ^ILISBLAÐIÐ 55

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.