Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 17
>>0g vertu nú, þrátt fyrir allt, dálítið ^litssamur...“ »Tillitssamur!“ sagði Baric ólundarlega sjálfum sér, er vinur hans var horfinn ^rir horn. „Flónið atarna! Ef ég ætti að syna tillitssemi, gæti ég alveg eins hætt Vlð allt saman strax á stundinni. Það sem ^era þarf, er að semja ýtarlega skoplýs- lngu, miskunnarlausa háðsmynd, — og ég er einmitt maðurinn til þess.“ Fimm mánuðir liðu, og í allan þann tíma Var ógjörningur fyrir Galibot að komast í ®amband við Baric, hvað sem hann reyndi. kyldi hann hafa hætt við allt saman? En einn góðan veðurdag fékk hann að Sahnfærast um það, á heldur miskunnarlít- lllri hátt, að Baric hafði ekki legið í leti. »Vinur þinn, hann Baric, hefur sent ?akur nýjustu bókina sína,“ mælti kona ahs skjálfrödduð, „og þótt maður sé all- ar af vilja gerður, kemst maður ekki hjá 1Vl að sjá, hverjum hann er að gera grín n.,1 sögunni... Það ert nefnilega þú! JaÓu bara ... Lestu!“ f þess að gefa sér tóm til að fara úr , akkanum, las Galibot bókarsíðuna, sem °na hans hafði bent honum á. •’Einhver óhrjálegasta mannveran í bæn- m yar án efa skattheimtumaðurinn, Zep- ^in Botigal,“ stóð þar. — Botigal í stað- v^1 fyrir Galibot; já, það gat hvert barn Dóninn sá arna! j ”Lestu áfram!“ hrópaði kona hans, „fyr- k aha muni lestu áfram! Ekki versnar Pað!« pe”^, hverjum degi mátti sjá þessa mann- rsónu, með pírð og lymskuleg rottuaug- ^ °p rauðþrútið, bólugrafið andlitið und- ^ ^klcu hárstrýinu, ganga til starfa síns ^yúkvæmlega sama klukkuslagi. Hann var JhfcZíír loðnum flókahatti, ífærður illa evnUm lafafrakka, sem fór honum með t eyrium afkáralega. Þarna mjakaðist sf,fn n^ur aðalgötuna með sitt gríðar- a °g þrútna bjúgnef, heilsaði samborg- þe ':nurn með samskonar fasi og hann ætti í ltt} hvert bein, já, jafnvel sálina líka...“ »Jaeja, hvað finnst þér?“ spurði konan ^fýsin. Hann ætti að skammast sín, svo sann- ega.“ Rödd Galibots skalf af gremju. Hann þurfti ekki að gera sér upp hneyksl- unina í þetta sinn. „Hann lýsir þér eins og hreinræktuðum grautarhaus og skrímsli í þokkabót. Ef þú vilt heyra mitt ráð, þá ferðu í mál við hann, og hananú!“ „Það er nú einmitt það, sem hann vill. Og nú skaltu hlusta á mig, kona.“ Á meðan Galibot lýsti fyrir konu sinni samningi sínum og Barics, virti hún hann gaumgæfilega fyrir sér; og því betur sem hún virti hann fyrir sér, þeim mun fleiri atriði fann hún lík með honum og sögu- persónu Barics. Er hann þagnaði að lok- um, sagði hún: „Ég ætla mér líka að aug- lýsa bókina — á minn hátt. Veiztu hvern- ig? Ég ætla mér að skilja við þig!“ „Hvað ertu að slúðra, kona?“ „Þetta er mér fyllsta alvara. Heldurðu að ég vilji vera gift öðru eins almennings- fífli? Slíkum sérvitring, sem allir hafa leyfi til að hafa að skotspæni? Með bjúg- nefið út í loftið... Hahaha! Nei, takk!“ „Já, en ég lít bara alls ekki þannig út,“ stundi Galibot. „Ekki það? Ojújú, hvert einstakt smá- atriði!“ „Það er óneitanlega skrýtið, að í þau fimm ár, sem við höfum verið gift, skul- irðu ekki hafa tekið eftir því fyrr en núna, hvernig ég lít út!“ „Já, þarna hittirðu naglann á höfuðið: ég hef ekki tekið eftir því, fyrr en ég sá það á prenti.“ Frú Galibot meinti þetta, sem hún sagði, og sagði óðara skilið við mann sinn. Gali- bot fór í mál við Baric og vonaðist til að græða of fjár, sem gæti orðið honum ein- hver sárabót eftir missi eiginkonunnar, ærunnar og sjálfsblekkingarinnar. Fyrir rétti viðurkenndi Baric, að Galibot hefði verið fyrirmynd sín að aðalsögu- hetjunni, en allt og sumt sem hann græddi á hinni miklu auglýsingu var það — að þurfa að borga smávegis sárabætur fyrir „nærgöngula mannlýsingu." — Því að þrátt fyrir allt, hlaut skáldsagan Smásálir ekki þær viðtökur, sem hann hafði vænzt. Bæjarbúar virtust hafa komizt að þegjandi samkomulagi — að kaupa alls ekki bókina. ^ilisblaðið 61

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.