Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 26
ingjatignar sinnar. Þeir slógu þögulir hring umhverfis hann, hölluðu sér fram á byssurnar og hlustuðu eftirvæntingarfull- ir á orð foringjans. Félagar! Matarbirgðir okkar eru á þrot- um. Það er -kominn tími til, að við gerum ráðstafanir til að útvega nýjar birgðir. úr því getum við bætt innan tíðar með slótt- ugheitum, en á meðan við bíðum tækifæris, skipti ég 200 sekínum á milli ykkar.“ „Heill sé foringja okkar,“ hrópuðu allir, svo að gleðiópin bergmáluðu í fjöllunum. Þegar hann hafði sett upp höfuðfatið, sem hann hafði tekið ofan í þakklætisskyni, hélt hann máli sínu áfram. „Fyrst í stað reynum við að útvega okk- ur matvæli fyrir þessa peninga hér í ná- grenninu. Þeir, sem eru hér kunnugir, geta tekið að sér þessi innkaup, klæddir skikkj- um einsetumunkanna. Um þetta skulu þeir ræða við Altaverde, sem sjá mun um fram- kvæmdir. Ég mun ræða við ykkur eftir fimm eða sex daga, og þá vona ég að við getum lagt út í stórt fyrirtæki. — Á með- an gæti Eintio haldið inn í skóglendið á landamærunum ásamt tólf manna sveit og farið í átt til þjóðvegarins. Ef farið er þar um með farm af víni, ávöxtum eða öli, þá veit hann, hvað hann á að gera. Ég fæ honum hér með peninga til að greiða hin- um fátæku ökumönnum fyrir það, sem hann tekur af þeim. Vagnar og múldýr séu látin ökumönnunum eftir. Ef ríkur slæpingi, háklerkur eða einhver þeirrar tegundar verður á ferðinni. þá takið þið af þeim peninga og annað verðmæti, sem þeir kunna að hafa. Sýnið vægð fátækum förumönnum og einsetumönnum. Hvert rán þeirrar tegundar varðar lífláti, eins og þið vitið. Farið nú, hver á sinn stað og sofið vel.“ Hann fór burt, og hávær gleðióp fylgdu honum eftir. Þegar hann kom aftur, fann hann Rósu óttaslegna í hnipri úti í horni. „Hvað er að þér?“ „Æ, ég skelf öll og nötra. Hvít vera hefur tvisvar laumazt hérna framhjá. í annað skiptið leit hún inn í tjaldið og lyfti höndunum ógnandi. Guði sé lof, að þú ert kominn aftur.“ Rinaldo gaf merki án þess að segja el einasta orð og brátt komu nokkrir af mönn um hans þangað, þar á meðal Eintio. Rinaldo sagði þeim, hvað Rósa hefði se > og skipaði að setja varðmenn umhveríis fjallið þegar í stað. Hann sendi líka Se- bastiano til Altaverde til að tilkynna hon- um, hvað fyrir hefði komið, og biðja hann að sýna fyllstu varúð. . Menn héldu til varðstöðu. Rinaldo teyg 1 úr sér á beddanum sínum, en áður hat $ hann kveikt á lampa til viðbótar. Rósa sat hjá honum og glamraði á gítai' inn. Hún raulaði mansöng og lék undir. Þegar hún hafði sungið um hríð og Rinaldo ætlaði einmitt að fara að ta a fram í fyrir henni, gekk þessi hvíta veru inn í tjaldið. Rósa æpti upp yfir sig: mC'11 minn góður! Þarna er hún.“ Rinaldo reis upp og spurði: „Hver ert þú?“ Hann endurtók spurn- inguna, þreif til skammbyssunnar þegal hann fékk ekkert svar, miðaði henni og sagði: . „ „Bíddu eftir þessu skoti, ef þú ert andn Veran lyfti hendinni ógnandi. Rinm 0 þrýsti á gikkinn, en skotið hljóp ekki a • Um leið og hann dró upp bóg byssunnaL hvarf veran út um tjalddyrnar. Hann ÞaU út. Hann sá hvorki né heyrði neitt óvenJu legt. Einmitt í þessu heyrðist skot neðan úr dalnum, síðan annað skot og það þrið.la’ Rinaldo skundaði niður fjallið til var^ mannanna. Þrír þeirra höfðu séð hvl klædda veru og skotið á hana. Þessi ÞU skot komu öllu í uppnám. Lúðrar v0lU þeyttir, blásið í hljóðpípur, og brátt val allt liðið saman komið. ._ Greint var frá því, sem við hafði boH ^ en síðan skildu menn, úr því að ekke frekar gerðist. Hver og einn hafði no um að hugsa. Rinaldo drakk glas af víni, þegar hal11 kom aftur til tjaldsins. og Rósa varið a gera slíkt hið sama. Svo lögðust þau b® fyrir. Rósa sofnaði þegar í stað, en Rina sagði við sjálfan sig: • dse1111 idal°k „Þessi atburður minnir okkur a um það, að slíkar sýnir boðuðu enaa ^ frægra manna. Afturganga Brútusar a aði, en þessi vofa sagði ekki neitt. H laði® 70 HEIMILISB

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.