Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 32
taka þátt í veizlunni, varð þögul að hlusta á háðsyrði manns síns. Gleðikonur barónsins stríddu henni all- hressilega með honum, sem sagður var vera elskhugi hennar, og baróninn hrópaði hátt: „Bara ég hefði ekki sleppt þessum náunga!“ „Hann er hér,“ sagði Rinaldo og gekk inn í salinn. Á meðan þessu fór fram, höfðu menn Altaverdes tekið við gæzlu við hallardyrn- ar, og Sebastiano færði sig enn nær. — Þrír af mönnum Rinaldos komu nú til liðs við hina þrjá, sem stóðu fyrir utan salar- dyrnar, og sex menn úr liði Altaverdes fylgdu á eftir þeim. Þessir tólf biðu nú eftir merki. Enjí var Rinaldo einn í salnum. Þessi óvænta koma hans hafði gert veizlugestina forviða. Hann mælti á þessa leið: „Ég er kominn hingað til að efna það, sem ég hef lofað. Ég stend hér og krefst reikningsskapar af yðar hendi.“ Baróninn skellihló. Hann kallaði til eins af þjónunum, sem þjónuðu til borðs: „Segið mínum mönnum að koma hingað.“ Þjónninn var varla kominn af stað, er Rinaldo þreif til hans og fleygði honum í gólfið. Því næst dró hann upp skammbyssu, teygði sig í átt til veizluborðsins og sagði: „Hver sem hreyfir sig úr stað, er dauð- ans matur. Ætlið þið vesælu landeyður að ógna mér? Fallið niður flatir og skjálfandi fyrir mér. Vitið þið, hver ég er? Fallið á kné! Á kné! Ég er Rinaldini." Aurelia æpti hátt upp yfir sig og féll í öngvit. Rinaldo neyddi stúlkurnar til að standa hjá henni. Því næst gaf hann merki og tólf af mönnum hans gengu inn í salinn. „Lemjið þennan þrjót, eiginmann þess- arar óhamingjusömu konu, með hinum hörðustu hnútasvipum, þangað til undan blæðir. Veitið þessum Frakka og Sikil- eyjabúa nokkur vel úti látin svipuhögg. Vændiskonurnar læt ég líka á ykkar vald. En hinn Frakkinn hlýtur grimmilega hegningu.“ Frakkinn, sem skyldi gerður að gelding, barmaði sér sáran, en skipuninni var hlýtt, 76 og ræningjarnir drógu fórnardýr sín út u salnum. Rinaldo gekk nú til Aureliu og sag henni að taka með sér skartgripi sína o aðra dýrgripi. Síðan lét hann spenna fy111 vagn handa Aureliu og herbergisþelllU hennar. Því næst fór hann á bak reiðskjo sínum og hrópaði til félaga sinna: „Ræl1 ið höllina, en brennið hana ekki.“ Hann reið á eftir vagninum. — Nokkiu áður en komið var að klaustrinu kJa Montamara, lét hann stöðva vagn11111- Hann reið að vagndyrunum, krafðist þosS’ að Aurelia rétti fram hönd sína, dró hrinfe á fingur hennar, kyssti á hönd hennar fc sagði ástúðlega:c„Aurelia! Ég vona, að Pu verðir hamingjusamari en ég.“ Því næst knúði hann hest sinn spoi1111^ og reið til bækistöðva sinna. Þangað kon1 hann um dagmál, einmitt um sama leyti og félagar hans komu .frá höllinni klyfJa ir miklu herfangi. . ., Um hádegisbil sat hann fyrir utan tja sitt og hugsaði um, hvaða afleiðingar þesS ir atburðir gætu haft í för með sér. kom Rósa til hans, settist hjá honum, gítarinn sinn ótilkvödd og fór að syngJ með undirleik hans. „Ó, Alexander, heyr þú hér, hvað Salóme vill segja þér. Hvort áfram dvelja á þér hjá, eða aftur snúa burt þér frá. Hvort mundu henni heitar unna, ef hennar barn þig föður kallar? Eða viltu hún við þig skilji, vonalaus og gráti stundir allar?" „Hæ, Rósa,“ tók Rinaldo fram í henni. „Ég get upp á, já, ég veit, hver hu er, þessi Salóme, og Alexander mun ald1 láta hana frá sér fara.“ Rósa faðmaði hann að sér og kyssti han með áfergju. Hann hélt áfram að tala- „Það sem skapar gleði móðurinnar, a, fá að halda á lifandi eftirmynd sinni^ skauti sér, mun valda okkur niiklU^. áhyggjum, ef við getum ekki snúið af Þ®1^, braut, sem við erum á. Guð minn g°°n ^ Það skal nú samt verða. Ég vil ekkb^a sonur minn alist upp sem stigamaður. Sebastiano kom og truflaði samris 1 heimilisblað1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.