Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 36
ára gamall maðurinn. Á meðan eggin voru að stikna, settist hann niður og opnaði sendibréf, sem honum hafði verið að ber- ast. Hann vissi fyrirfram, hvað stóð í þessu bréfi. Það var frá Kiki nokkurri, sem hann hafði kynnzt fyrir um það bil aldarfjórð- ungi og hafði dyggilega gert allt sem hún gat til að hafa út úr honum eins mikla peninga og hægt var — árum saman —, endaþótt hún sviki hann í tryggðum fyrir tuttugu og þrem árum og hlypi á brott með flautuleikaranum á veitingahúsinu þar sem þau höfðu iðulega verið gestir. Flautu- leikarinn hafði reyndar stokkið frá Kiki einn góðan veðurdag, og einhvern veginn hafði Auguste vanizt því að senda henni peninga. Bréfið hljóðað þannig: „Elsku Auguste! Það er ógjörningur fyr- ir mig að komast af þennan mánuðinn, og ég hef ekkert gert undanfarna daga annað en gráta. Ég veit vel, að það eru ekki nema þrjár vikur síðan þú sendir mér peninga, en gætirðu nú ekki verið svo elskulegur að senda mér hundrað franka eins og skot? Eða öllu heldur: tvö hundruð ... Mér liggur fjarskalega á þessu, því ég fékk kjól út í reikning hjá svívirðilegu fyrirtæki, sem hótar mér lögfræðingi, ef ég greiði ekki afborgunina strax. Það er nauðsynlegt sem fyrst. Ástarkveðja. Kiki.“ Árum saman hafði Bourouche tekið á móti svipuðum bréfum og þessu. Én í þetta skipti ákvað hann að segja nei. Á meðan hann át steiktu eggin, íhugaði hann, hvernig hann skyldi orða svarið. ,,Þú veizt, hvað tekjum mínum líður, og að þetta er mér ógjörningur . ..“ En svo sá hann fyrir hugskotssjónum sínum mynd hennar eins og hún var nú orðin. Það var Kiki hálfrar aldar gömul, gigtveik, feitlagin og hrukkótt, hlægileg beinlínis, — skopmynd af þeirri Kiki, sem hann hafði eitt sinn þekkt. Og hann ákvað að senda henni hundrað franka ... Hann lauk við eggin og bjó sig undir að skreppa út á Café Ganlois á horninu, þang- að sem hann leitaði oft, þegar hann fann 80 qér til einmanaleika. Þar hugsaði hann að fá sér eitthvað að drekka og s^rl bréfið til Kiki. Fátt fólk var í veitingahúsinu. Tvæ rosknar konur, sem líktust sölukonunn röbbuðu um verzlunarmál úti í horni, y rauðvínsflösku, og stór og gildvaxinn ma ur með gleraugu og í fornlegum halts um frakka, hallaði sér makindalega aftut öðru hornsæti. „Penna, blek, bréfsefni, kaffibolla 0 romm,“ sagði Bourouche við þjóninn. Hann opnaði skrifblokkina og sá P® sér til stórrar undrunar hálfskrifað bre > rithöndin bar vott um hugaæsmgu> yfistrikanir og leiðréttingar voru her hvar. Auðsjáanlega uppkast, sem ei11*1 hafði gleymt. Viss heiðarleiki og kurteisi fékk hann að láta blokkina aftur, en forvitnin var P yfirsterkari, og með hálfgerðri skömrnus tók hann að stafa sig fram úr ógreinile#1 skriftinni. „Michel. Láttu ógert að vera að br0®‘ til mín. Kaldhæðnin í þér er búin að s® mig nóg. Þar sem þetta eru kveðjuorð m til þín, þá taktu að minnsta kosti á 1»°^ þeim án allrar kaldhæðni, og reyndu. a^ taka mig alvarlega í eitt skipti —■ í ft11 og síðasta sinn. * Svo mikið hef ég þjáðzt þín vegna, ást mín hefur gert mig gamla fyrir al fram. Ég er orðin þreytt. Þú hefur safv að þau skipti sem við höfum verið uPP1, kanti, bætum við upp þegar við sættum En innst inni óttast ég — og hef slsem grun um — að sá dagur muni renna UP ^ að við hötum hvort annað mikið fyrir að hafa elskazt örlítið. Það var þó ekki þetta, sem mig - ^ dreymt um. Ég þráði frið, gagnkvæ traust og tillitssemi, samlíf þar sem v^ værum ein út af fyrir okkur, — Þal ® ^ við hjálpuðum hvort öðru, verndu hvort annað og útilokuðum umheim1 Þetta var það eina, sem ég þráði og Þal aðist. — En allt hið ytra heillar Þig °£ nn Þú elskar og þráir birtuna, mannfjöida og allt það. Við tvö munum aldrei S ,, hafð1 skilið hvort annað. Sá maður, sem eg gteti HEIMIL ISBLAPíP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.