Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 8
Heimahöfn þess hafði þá verið Rönne á Borgundarhólmi. Það var 35,1 smál. að stærð og smíðað í Svaneke á Borgundar- hólmi 1848 (smb. nr. 510,1863 í skjölum frá sýslumannsemb. N.-Múlas. í Þjóð- skjalasafninu). Seyðfirðingar tóku við skipinu þetta vor eða sumar (1862) og hófu útgerðina. I ágúst var sagt, að það væri búið að fá 70 tunnur lifrar, sem svarar á að gizka til einnar veiðiferðar, og auk þess hefði það flutt í land nokkuð af hákarli (smb. Norð- anfara fyrra sumarið (1863), að það hefði fengið „yfrið góðan afla“. En í aprílmán- uði 1865 fórst það með allri áhöfn, í fyrstu veiðiferðinni það ár, eins og segir í sög- unni1) En þrátt fyrir það, þó að útgerð þessi yrði svona skammvinn, voru samt kaupin á skipinu og útgerð þess meðal merkis- atburða í sambandi við upphaf þilskipaút- gerðar á Austurlandi og meiri háttar sjó- mennsku meðal Austfirðinga. Þetta var að vísu ekki fyrsta þilskipið, sem Austfirðing- ar eignuðust að einhverjum hluta, en oft- ast í félagi við hinar útlendu verzlanir þar og kaupmenn, en Karen & Line var að öllu leyti í eigu innlendra manna. Þar að auki stórt og mikið skip miðað við þessa tíma. Og verði saga sjávarútvegsins á Austur- landi einhvern tíma tekin til fræðilegrar rannsóknar með fyllstu samvizkusemi og síðan skráð, þá verður þátturinn, sem Seyð- firðingarnir eiga í henni með þessu skipi og útgerð þess, betur og nákvæmar sagð- ur en hér hefur verið hægt að gera. í sögunni er aðeins getið um einn mann af skipshöfninni, sem var á Karen & Line, þegar hún fórst, skipstjórann, Jón Jóns- son, eins og áður er sagt. En auk hans eru öruggar heimildir í kirkjubókum og víðar um fjóra menn aðra, sem fórust með skip- inu. Áttu þrír þeirra heima í Hálskirkju- sókn og er því getið í prestsþjónustubók þaðan meðal dáinna þetta ár (1865). 1) Sbr. þilskipaskýrslu N.-Múlas. 1865 „... for- gaaet med Mand og Mus paa sin förste Rejse i Foraaret." Skipstjórinn er fyrst nefndur frá Sjo- lyst (Djúpavogi), 36 ára (réttara 34); Annar: Sigurður Jónasson, bóndi ±r Hálsi, 30 ára. Þriðji: Steindór Erlends- son, vinnum. frá Hlíðarhúsi (Djúpavogi)> 19 ára. Um dánarorsökina segir, að a - mennt væri álitið, að þessir menn heí drukknað af „þiljubátnum Karentlnnj snemma í apríl þessa árs.“ Þar að au hefur presturinn (séra Þórarinn Erlend son) skrifað utan máls aðra nákvæmari a hugasemd um fráfall mannanna svola andi: _ , „Þiljubátur þessi hefur ekki uppspuiz og er því álitið, að hann hafi eyðilagzt a sjóróti með mönnum, sem á honum voru. Menn eru nú í desembermánuði (18° ' úrskulavonar um, að bátur þessi mulU uppspyrjast, halda, að hann hafi eyðilag2 með mönnum snemma í aprílmánuði. bát þennan áttu menn á Seyðisfirði- ^11 eða fjórir menn aðrir voru ogso á þessu hákarlabát frá öðrum sveitum." , Réttar upplýsingar, varla þarf að eía um það, en óneitanlega fremur undarles‘ að orði komizt. Þá er og meðal dáinna í prestþjónus u^ bók Berufjarðarsóknar þetta sama ái þessa leið: „Einhvern tima í maímánuði drukkua af hákarlaskipinu Karolínu Bjarni Jolia,_ son, 27 ára, giftur maður frá KrossahJ leigu.“ Og í kirkjubók frá Skorrastað Norðfirði: „Apr. Stefán Eyjólfsson, 21 a1^ vinnum., Parti í Sandvík. Drukknaði á karlajagt, hefur ei fundizt, legkaup fe burt.“ gg, Þrátt fyrir ónákvæmnina í báðum Pe um síðarnefndu kirkjubókum, þá eru v að hér er átt við sama skipsskaðann. Fra- falls þeirra allra fimm er líka getið 1 s um sýslumannsembættis S.-Múlas., sV° . ekki er um að villast, og auk þess er sý legt af sömu heimild, að fleiri menn^e^ta ekki verið á skipinu úr þeirri sýslu. P ^ er hins vegar ótrúlega fámenn skipsh° ^ skipi af þessari stærð við hákarlaveiðar^ samkv. umsögn séra Þórarins E1 e! -x\ sonar voru þeir alls sex eða sjö, en . menn en þessa er mér ekki kunnug .j í sömu skjölum í skýrslu sýslumanns - aP1® 96 HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.