Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 10
eina atvinnuveg þjóðarinnar. Þessa þróun í atvinnulífi þjóðarinnar kannast allir við. Um þessar mundir var hún á frumstigi. Eins og gefur að skilja hafa þeir Jón og Erlendur verið til sjós áður en hér var komið. Enginn verður skipsstjóri í fyrsta sinn, sem hann stígur á skipsfjöl. En nú lítur út fyrir, að þeir líti svo á, að þetta muni verða þeirra aðalatvinna framvegis, þess vegna flytjist þeir á sjálfan útgerðar- staðinn. Sjálfsagt hafa líka sumir hinna haft áþekkar fyrirætlanir í huga. Þess er til dæmis sérstaklega getið um Höskuld stýrimann, tveimur árum áður en Karen & Líne kom til sögunnar, að aðalatvinna hans væri sjómennska (smb. aðalmt. 1860). Erlendi Erlendssyni vegnaði vel á lífs- leiðinni við þennan nýja atvinnuveg, eins og fjöldamörgum öðrum, sem fóru sömu leið, bæði samtímis honum og síðar. Eins og allir vita, hafa lífskjör vinnandi manna við fiskiveiðar hér á landi sízt verið lakari yfirleitt fram að þessu en hinna, sem land- búnað hafa stundað. Hlutskipti Jóns Jóns- sonar og þeirra, sem með honum voru, hef- ur líka, því miður, átt sér hryggilega marg- ar hliðstæður meðal íslenzkra sjómanna þau ár, sem liðin eru, síðan þetta gerðist, og enn fremur eru þess einnig ótal dæmi, að menn hafi byrjað sjómennsku og hætt síðan við hana aftur, eins og Höskuldur stýrimaður, og ekkert er eðlilegra en það. Hitt mun næsta fátítt, að menn hafi farið þannig að vegna draugagangs. Steindór Erlendsson, pilturinn frá Hlíð- arhúsi á Djúpavogi, var hálfbróðir Erlends skipstjóra. Hann var fæddur á Ósi í Breið- dal (30. maí 1845) og var yngstur skip- verja. Föður hans er áður getið. Kona hans og móðir Steindórs var Helga (f. 1811) Halldórsdóttir Gíslasonar og f. k. hans, Sigríðar Gísladóttur. Halldór var frá Njarðvík og þar ólst Helga upp, en hann bjó lengst af í Krossgerði á Berufjarðar- strönd, þar sem afkomendur hans búa enn í dag að sögn. Þegar Erlendur skipstjóri settist að í Hlíðarhúsi, fór Steindór þangað til hans, ef til vill í þeim vændum að komast 1 sjós, ef til vill hefur það orðið til ÞeSS: að hann fór til sjós. En raunar eru Þa ágizkanir einar. Þá er næst Bjarni Jónsson frá KroSS hjáleigu á Berufjarðarströnd. Hann val fæddur á Þverhamri í Breiðdal (8. fe0^' 1839). Foreldrar: Jón Bjarnason, Brel dælingur að ætt og uppruna, og kona hans Vilborg Björnsdóttir, ættuð úr Vopnafh 1 og af Jökuldal og lengra aftur úr Þis 1 firði, sonardóttir kraftaskáldsins Jóns „a ' máttuga". — Bjarni var vinnumaðui 1 Krosshjáleigu nokkur undanfarin ár, aou en hann fórst. Þar var samtíða hon11111 vinnukona, sem Margrét hét, systir Hös uldar stýrimanns og þremenningur v Jón Jónsson skipstjóra. Haustið áðui’ skipið fórst áttu þau barn saman og giftuS skömmu síðar. Fjórði var Stefán Eyjólfsson vinnuma ur frá Parti í Sandvík. Hann var 0. og uppalinn í Brimnesgerði á Fáskrúðsí1 (18. október 1842), þar sem foreldrar ha11^ bjuggu yfir 20 ár, tvöfalt lengur en ^ Þernunesi s. sv., sem þau eru sums sta í ritum kennd við. Faðir Stefáns, Eyj°i ^ Þorsteinsson, var norðan úr Fnjóskadab móðir hans, Sigríður Erlendsdóttir> Breiðdal og náskyld ýmsum, sem hér e ur verið minnst á áður (Ásunnarstaðaa3 ’ s. s. bræðrunum Steindóri og Erlendi s 1 stjóra og konu Jóns skipstjóra. * Stefán fluttist frá foreldrum sínuni ‘ Parti í Sandvík og var þar til heimili^ ^ mági sínum og systur, þegar hann f° „ Mágur hans var Jón Þorvaldsson „el (nefndur svo til aðgreiningar frá s nefndum bróður), ættaður úr Horn3 11 (Hróðný, móðir Erlends skipstjóra, °£ voru systkinabörn). Kona hans var . Eyjólfsdóttir frá Brimnesgerði. •' ^ þeirra Stefán Th. Jónsson kaupm^11” .g Seyðisfirði, seni fæddist sama og Stefán, móðurbróðir hans, druk 11 og hefur eflaust verið skírður eftir ho11 ISBLAPl® 98 heimil

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.