Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 14
er aðeins ca. 5 fercentimetra stór, er sam- svarandi flötur hundsins að meðaltali 70 fercentimetrar, og þefstöðvarnar í heilan- um sömuleiðis miklu þroskaðri. í moldvörpunni, sem er næstum alveg blind og áttar sig mest á umhverfinu með lyktarskyninu, er þessi stöð heilans allt að þriðjungur hans. Greifingjahundur er gæddur 125 millj- ónum þef-fruma — maðurinn „aðeins“ 20 milljónum. Fox-terrier hefur rúmlega 145 milljónir, en schefer-hundurinn slær þó öll met, því að hann hefur hvorki meira né minna en 224,800,000 þef-frumur. Til- raunir hafa sýnt, að schefer-hundur finnur þef af smjörsýru, þótt aðeins ein einasta lyktarsameind nái einni einstakri þef- frumu hans. Hundar eru líka oft notaðir við tollrannsókn, þar sem þeir eru e. t. v. sérstaklega þjálfaðir til að finna lyktina af kaffi eða smjöri. Og gagnvart slíkum tollvörðum hlýtur jafnvel hinn snjallasti smyglari að gefast upp ... Laxar, álar, hákarlar og ýmsir aðrir fiskar eru gæddir óvenju skörpum lyktar- eða kannski öllu heldur bragð-hæfileika, og hjálpar þetta þeim mjög til að finna hrygningarstaðina. Sérhvert svæði hafs- ins og sérhvert fljót hefur sína eigin, sér- stæðu efnafræðilegu samsetningu. Með þvl móti að skilgreina ósjálfrátt og öllurn stundum sjóinn í umhverfi sínu, getui t. d. laxinn ratað utan úr víðáttum Atlants- hafsins nákvæmlega upp í það fljót þar seni hann „fæddist", enda þótt liðin séu kannski tvö eða þrjú ár. Bandarískir vísindainenn merktu 469, 326 laxa af sérstakri tegund. 11,000 þeirra sneru aftur á réttan stað, en við nálægustu árósa fundust aðeins sex laxar! Tilraun hefur leitt í ljós, að állinn finl3' ur rósviðarþef, þótt rósviðurinn hafi ver' þynntur út í hlutfallið 1:2,9 trilljónir. samsvarar því, að hellt væri einum einasta dropa af rósviðarolíu í allan Faxaflóa. Ef þér hafið hugsað yður að gefa hin111 heittelskuðu glas af eftirlætisilmvatninu hennar, en hafið til allrar ólukku gley1^ nafninu á tegundinni — þá skuluð þér baia fara með hundinn yðar í verlzunina. M vera, að ekkert gerist við fyrstu átta ti raunirnar. En þegar afgreiðslustúlka11 tekur fram níunda glasið og ber það a hundstrýninu, tekur hann að líkindum a^ dingla rófunni — og hleypur svo vinales upp í fangið á henni. Og það glas er yður óhætt að kaupa! Þessi enska stúlka, Diana Capel, býr í Lundúnum og er þekkt fyrir hundarœkt. Á myndinni er hún með þrjá Fox-Ferrier livolpa. ★ Kvöld eitt er ensk lijón sem eiga þennan Scheferhund, voru á göngu með hann, fann hundur- imi þennan svartþrastarunga, er hafði fallið úr hreiðri sínu og var ósjáifbjarga. Þau tóku fugl- inn með sér heim, og samkomu- lagið milli fuglsins og hundsins varð svo gott, að bæði gátu not- að sömu vatnsskálina. 102 heimilisblA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.