Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 20
frá sér. Hann er að eðlisfari skapstilltur maður, svo hann yppti bara öxlum og hugs- að með sér, að stelpan myndi þiggja koss- inn seinna. — Hann trúði henni fyrir því, að hann væri að sálast úr hungri og þorsta. f eldhúsinu var sterkur steikarilmur, sem að sjálfsögðu jók sáran á sult mannsins. En Rosalie svaraði því einu til, að nóg væri af vatni í krananum og svo stæði brauð á borðinu . . . Venjulega lagði hún sig alla fram um að gæða unnusta sínum á ljúffengum mat. Hún var vön að stinga góðgæti undan handa honum, og henni fannst aldrei neitt ofgott, sem fara átti ofan í hann. Þér getið því skilið, að hann varð meira en lítið hissa við þetta tilsvar Rosalie. En reiður varð hann þó ekki, því hann hélt ennþá, að hún væri bara- að stríða sér. „Þú getur þó að minnsta kosti séð af einum ostbita ofan í mig, ha?“ sagði hann og brosti. „Nei, áreiðanlega ekki, óuppdregni búr- snatinn þinn. Ég skal kenna þér að sýna tillitssemi. . . þótt þú komir fram við mig eins og ég sé ekki til... og nennir ekki einu sinni að senda mér kort á afmælis- daginn minn.“ Hann afsakar sig eins inni- lega og hann getur, en hún heldur áfram að vera köld sem ís. Hún grípur innkaupa- netið sitt og tekur af sér svuntuna; geng- ur síðan til dyra. „Hvert ertu að fara?“ „Út í búð eftir kexi og salti.“ „Ég kem með þér!“ „Nei takk, ég kýs að fara ein míns liðs. Einn af afgreiðslumönnunum . . . verulega kurteis og eftirtektarsamur maður... gengur á eftir mér, og ég get svo vel fellt mig við hann, skal ég segja þér. Þess vegna vil ég helzt, að þú sért hér kyrr!“ Eftir að hún er farin, situr Batistin í þungum þönkum og hugleiðir þetta allt. Því meira sem hann hugsar, þeim mun gramari verður hann. Eða hvað var Rosa- lie eiginlega að ímynda sér? Heldur hún, að hann, sem getur fengið tíu stúlkur í hennar stað, láti fara með sig eins og þræl, bara vegna þess að hún er í vondu skapi? Það hlýtur þó að vera afsakanlegt að gleyma einum ómerkilegum afmælisdegi! 108 Bíði hún bara við! Æ ... hvað maður ge^~ ur verið svangur, og hvað steikin sú arna angar dásamlega! Hvað skyldi hún vera að brasa? — Batistin opnaði ofninn og gægðist inn. Uhmm! — Akurhæna . • • snarkandi, gullin og freistandi. Eftirlsetis- matur Batistins. Án þess að hika andartak, grípur Batist- in hænuna út úr ofninum, leggur hana milli tveggja vænnt brauðsneiða, gríPu* svo húfuna sína og laumast síðan á brot eins og hver annar þjófur með feng sinn- Hann kaupir sér lítra af rauðvíni í leiðinni. sezt svo makindalega upp í vagn sinn og gæðir sér á ljúfmetinu af beztu lyst. Þegar Rosalie kemur aftur og sér, a Batistin er farinn, verður hún æfareio- Þetta hafði hún þó ekki ætlað sér. En ekk1 varð gremjan minni þegar hún sá, að akur- hænan hafði einnig lagt land undir fó ■ Það var alvarlegt — þetta með akurhsen- una— því að dr. Orgon hafði sjálfur sko - ið hana daginn áður, og velalin fugl, ný' skotinn, er að sjálfsögðu miklu gómsæta11 en þeir fuglar sem hangið hafa lengi upP1; Enda gat frúin á þessu heimili alls ek 1 lagt sér slíkan mat til munns. Rosalie er að gráti komin, en hún hetu engan tíma til að fara að skæla, heldu1 stekkur aftur út í bæ og kaupir aðra aku1 . hænu. En alls staðar eru akurhænurna1 minni en sú horfna, og auk þess búnar a hanga uppi skemmri eða lengri tíma. L° . velur hún þó eina, sem líkist helzt þei111’ sem stolið var, og flýtir sér með hana heim í þeirri von, að enginn taki eftir um skiptunum. Hún flýtir sér að koma henni í og henni tekst að koma matnum á bfll nokkurn veginn í tæka tíð. Ilmurinn af kastaníunum og sala 11 hefði ef til vill blekkt ónæmari nef he Ug en nef frúarinnar. En nú brá svo við,. a^ hún fann óðara, að um gamla hænu vai ræða, og nasavængir hennar byrjuðu^ titra. Doktorinn, maður hennar, sker su ur fuglinn, öruggur í hreyfingum, og 1 ir fatið að konu sinni. (< -r „Það er rammur þefur af henni, ®e . frúin. „Það var þó í gær, sem þú s*a hana; er það ekki, góði?“ heimilisblA010

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.