Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 24
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI Framhaldssaéa Nú hélt Rinaldo, enn í pílagrímsklæð- um, til Montamara-klaustursins, þar sem Aaurelia dvaldist, og krafðist þess að fá að tala við abbadísina. „Hún hefur einmitt verið yfirheyrð af embættismanni frá Urbino,“ sagði sú, sem gætti dyra klaustursins. „Hvað hefur þessi guðhrædda kona gert af sér?“ spurði Rinaldo fjálglega. „Henni hefur að ósekju verið blandað í verknað, sem hinn illræmdi Rinaldini hef- ur unnið. — Annars er öllum ókunnugum bannaður aðgangur að klaustri okkar,“ svaraði gæzlukonan og skellti aftur hurð- inni, um leið og hún hneigði sig fallega. Rinaldo gekk umhverfis klausturmúr- ana og sá, að þeir voru of háir og traust- byggðir, svo að hann gæti látið sér til hugar koma að reyna að fara þá leiðina inn í klaustið. Hann hélt því ferðinni áfram. Hann fleygði sér niður og hugleiddi að- stæður sínar hjá kapellu einni, sem vígð var heilagri Klöru og stóð í skjóli þriggja hárra aspa. Hvert átti hann nú að halda? Brátt féll hann í svefn. Þegar hann lauk upp augunum, sá hann annan pílagrím, sem sat beint á móti hon- um og virtist niðursokkinn í hugsanir sínar. Rinaldo lét á sér heyra, að hann væri vaknaður. Hinn sneri sér þá að hon- um og sagði: „Getur þú sofið hérna svona rólega?“ „Hvað ætti fátækur pílagrímur að hafa að óttast?“ „Fátækur pílagrímur hefur ekkert að óttast, heldur sá, sem bregður kufli fátæks pílagríms yfir sín miklu óhæfuverk." Rinaldo stökk á fætur, leit fast í augu pílagrímsins og hrópaði: „Er þetta þú, Eintio?“ „Þekkirðu mig þá loksins?“ „Hvernig komst þú hingað? Hvað er a frétta?“ „Það er algerlega búið að tvístra okkuÞ Rinaldo. Ráðizt var á okkur úr þrem át - um, og við háðum örvæntingarfulla bai- áttu, réðum niðurlögum margra hraustra manna, en vorum að lokum alveg ofurh bornir. Það voru varla fleiri en sex sem sluppu.“ , ? „Guð sé oss næstur! Hvað varð af Rósu • Er búið að bjarga Altaverde? Fékkstu ekk1 bréfið, sem ég sendi þér með Alfonso ? „Nei. Ég veit heldur ekki, hvar Rósa Altaverde eru ...“ „Ég sendi Alfonso með bréf til þíu þrem dögum.“ „Þá var þegar búið að tvístra okkur- „Altaverde situr í dýflissu í S. Leo ásam allmörgum félögum okkar.“ „Þá verður hann að búa sig undir sa u hjálplegan dauðdaga. Við getum ekki hja P að honum.“ „Það er slæmt. — Hvað er hægt að geia’ Eintio?“ sagði Rinaldo og andvarpaði. „Flýja eins langt burt og hægt er. Eru engir af okkar mönnum hér í uana -(( „Nero og Nikolo eru farnir til RómaL( „Ert þú sjálfur á leið þangað, Rinalde- „Ef til vill.“ t „Gefðu mér upp stað, þar sem ég Se hitt þig þar. Við ætlum að fara til Ka bríu. Þar erum við öruggari um okkur- ^ „Og ef þið verðið einnig reknir „Þá munum við reyna að komast til b>i ileyjar." , ,,Ó, Eintio, er ekki bezt, að við slaun botninn í starf okkar?“ ; „Ekki fyrr en örlögin taka í tauniun Öll djörfung er frá þér vikin! Þú re1 hérna um, þangað til þjónar réttvísinn^ ná tökum á þér og þá----------— ^al r höfuð Rinaldinis! Og í þinn stað kem^ 10 112 HEIMILISBLA®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.