Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 27
lr tóku eftir honum, en hann virtist ekki taka eftir neinum, og enginn vissi nein deiH á honum. Rinaldo reyndi að ásettu ráði að komast 1 kynni við hann, en það virtist ekki ætla að keppnast. Dag einn gerðist Rinaldo nærgöngulli en Veajulega. »Kæri herra,“ mælti Rinaldo, „leyfist mer að koma með eina athugasemd?“ »Varðar hún mig?“ jjhér hljótið að vera mikill heimspeking- Ur.“ »Hver maður getur verið heimspeking- l,r> ef hann vill það, og það er gott, ef hann er það.“ _ »Ég samsinni hinu fyrra, en ekki hinu síðara.“ »Hverjum manni er í sjálfsvald sett, hvort hann er hamingjusamur eða óham- lngjusamur. Hver maður er hamingjusam- Ur undireins og hann vill það í raun og veru.“ »Þar sem hver og einn hefur sínar eigin kugmyndir um hamingjuna," sagði Rin- akto, „þá ...“ »Þá langar yður til að vita um mínar ku&myndir. Þær eru allmikið utan við svið Pessarar mannlegu tilveru.“ »Ég skil yður ekki, höfuðsmaður." »Því trúi ég. I þessum heimi skilja menn fkki auðveldlega hverjir aðra. Sá misskiln- !utrur, sem upp kemur, skapar skemmtun 1 samfélagi manna, sem að öðrum kosti jTjundi vera svo fábreytt og þreytandi og ^kjast klaustri þagnarmunka. Hinni einu e& sönnu samstillingu er aðeins hægt að °nia á milli sálna og andavera." »Þekkið þér andaheiminn ?“ spurði Rin- aldo. »Ég þekki hann jafnvel og yður.“ , hef þó aldrei séð yður, áður en ég 0lri til Neapel." »Það veit ég. Þetta er 1 fyrsta skipti, em ég hitti yður hér, en ég þekki yður að síður.“ >>Þá eruð þér galdramaður. Hver hefur a&t yður, hver ég er?“ »Innri þekking mín.“ »Þér sjáið þá líka í hinu dulda og um- ^ang-ist anda?“ ^ElMl ,,Nú tala ég við mann ,sem hefur bætt ráð sitt, að ég vona,“ sagði höfuðsmaður- inn, reis upp, greiddi veitingar, sem hann hafði fengið, og hélt leiðar sinnar. Rinaldo áræddi ekki að fara á eftir honum. Auðvelt var að geta sér til um, að Rin- aldo var mikill vandi á höndum. Hann hafði lengi óskað sér að komast í náin kynni við þennan kynlega mann, en nú óskaði hann þess, að hann hefði aldrei tal- að við hann. Þannig sækist maðurinn eft- ir uppfyllingu þeirra óska, sem valda hon- um miklu meiri áhyggna en hann gat gert sér í hugarlund. „Þessi maður veit, hver ég er,“ sagði Rinaldo við sjálfan sig. „Uppljóstrun míns rétta nafns er á valdi þessa sérvitrings. Hver er þessi undarlegi náungi, sem telur sig ekki eiga heima í mannlegu samfélagi?“ Rinaldo reikaði enn í nokkra daga um stræti borgarinnar, heimsótti krárnar og veitingastaðina í skrúðgörðunum, en sá hvergi þennan óttalega mann, sem vissi svona mikið. Það gerði hann enn órólegri. Hann var um það bil að fara frá Neapel, þegar hann rakst á Korsíkumanninn morg- un einn á strandgötunni. Hann sat þar á bekk undir myndastyttu einni og hallaði sér upp að fótstalli hennar. Hann ein- blíndi til himins og var með spenntar greipar. Menn hefðu getað haldið, að þetta væri maður, sem niðursokkinn væri í bæn til Guðs. Rinaldo tók sér stöðu gegnt honum, en áræddi ekki að trufla hugleiðingar hans. Hann ræskti sig endrum og eins, hóstaði og raulaði að lokum eftirlætislag fyrir munni sér, en höfuðsmaðurinn hreyfði sig ekki hið minnsta. Hann hallaði sér upp að steininum og virtist sjálfur vera orðinn eins konar steingervingur í þessu stein- gervingarástandi, sem hann var í. Þegar Rinaldo var orðinn leiður á þess- ari bið, gekk hann til hans, tók sér stöðu við hlið hans, lagði hönd sína á herðar hans og sagði: „Mér þykir mjög vænt um að sjá yður aftur.“ Höfuðsmaðurinn renndi augum til hlið- ar, sneri sér við og sagði: „Hvað sjáið þér uppi yfir yður?“ „Himininn, heiðskíran og bláan.“ lisblaðið 115

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.