Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 29
íst fyrir um höfuðsmanninn, en öll sú fyr- lrhöfn varð árangurslaus. Nú voru allir sannfærðir um, að þessi óþekkti, kynlegi náungi væri Rinaldini. Menn sögðu sögur honum og glöddust yfir því að hafa séð hann. En smám saman hljóðnaði þetta umtal. Aðrar nýjungar boluðu burt Rinaldini-sög- Unum, og loks hættu menn alveg við þær. Kvöld eitt um það bil fjórum vikum eft- lr þessa viðburði sat Rinaldo á herbergi sínu og spilaði á gítar. Hann var að semja |jóð við nýtt lag. Þá opnuðust dyr herberg- lsins og ung stúlka gekk inn. »Á Mandochini greifi hér heima?“ spurði hún. ,,Ég átti að afhenda þennan f)réfmiða, sem er frá fallegri mannveru." Hún fékk honum bréfið og settist ótil- *vödd. Rinaldo las það: »Því minni eftirtekt sem þér hafið veitt akveðinni persónu, sem hefur áhuga fyrir ^ur, þeim mun meiri athygli hefur hún veitt yður. Ef yður stendur ekki á sama, nvort þér kynnizt henni, þá mun sá, sem afhendir yður þessar línur, segja yður, hvar hennar er að leita.“ »Þekkið þér stúlkuna, sem hefur skrifað Pessar línur?“ spurði Rinaldo. »Ég er í þjónustu hennar.“ »Hvað heitir hún?“ »Þér getið ekkert frekar haft áhuga á nafni hennar, fyrr en þér hafið áhuga á enni sjálfri. Þá er líka nægur tími til að Segja yður það. Það mun hún gera sjálf, há mun nafn hennar hljóma miklu þægi- e&ar í eyrun yðar en ef ég færi að nefna Pað.“ >>Er hún falleg?“ »Það er undir yður komið, hvort yði lnnst hún vera falleg.“ »Hvar get ég séð hana?“ »1 morgunmessunni í S. Sorenzo í fyrr al>ð. Hún verður í grænum kjól m SVarta slæðu og gullna hálsfesti og m ■5^hsulan blómvönd í barminum. Þér æ Pá að koma ?“ j>Ég kem mjög fúslega." ag^túlkan fór, en Rinaldo fékk ekki len u Vera einn með hugsanir sínar. Dyru var lokið upp og maður í rauðri yfi nofn gekk inn. „Rinaldo! Þú ferð ekki til S. Lorenzo á morgun!“ ,,Hver ert þú?“ spurði Rinaldo. Maðurinn tók grímuna frá andlitinu og svipti af sér yfirhöfninni. Frammi fyrir honum stóð höfuðsmaðurinn. Rinaldo hrökk við og ætlaði að segja eitt- hvað, en höfuðsmaðurinn tók til máls og sagði: „Þú getur víst farið að orðum þess manns, sem hefur fórnað sér fyrir þig og gert þér kleift að njóta þess næðis, sem þú hefur notið í Neapel.“ Svo fór hann í skyndi út úr herberginu. Rinaldo lá vakandi hálfa nóttina, reis fyrr úr rekku en venjulega og fór ekki til S. Lorenzo. Stúlkan kom aftur um kvöldið. „Jæja þá,“ sagði hún. „Þér hafið ekki staðið við orð yðar. Hvers vegna komuð þér ekki?“ „Ég mun ekki koma, fyrr en ég veit nafn konunnar, sem ég á að sjá.“ „Verið ekki að búa til átyllu gegn því, sem aðrir þrá svo ákaflega að fá fram- gengt. Yður mun iðra þess. Ef yður fellur hún í geð, þá mun hún sjálf segja yður, hvað hún heitir. Hún kemur aftur til messu í fyrramálið. Góða nótt!“ Stúlkan fór en rétt á eftir kom höfuðs- maðurinn aftur inn í herbergið og sagði: „Þú ferð ekki til S. Lorenzo." Rinaldo stökk á fætur. „Kæri vinur. Leyfðu mér að tala við þig í fullri einlægni. Hið ástæðulausa bann þitt er auðmýkjandi fyrir mig.“ „Þú ættir að trúa orðum mínum.“ „Ég þekki þig svo sem ekki neitt.“ „Þú ættir að kynnast mér.“ „Hvar þá?“ spurði Rinaldo ákafur. „1 Porticirústunum.“ „Höfuðsmaðurinn fór burt og Rinaldo varð einn eftir hugsi. — Þegar dagur rann, var Rinaldo enn óákveðinn. Hann vildi fara, en fór þó ekki til S. Lorenzo. Um kvöldið kom ungi sendiboðinn aftur. Hún hneigði sig steinþegjandi og rétti hon- um bréfmiða. Hann braut hann sundur og las: „Ég bið yður í síðasta sinn að sýna mér þá vinsemd, sem þér getið alls ekki neitað mér um, ef þér eruð góður drengur og viljið halda kurteisi í heiðri. Aurelia.“ ilisblaðið 117

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.