Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 34
mér samt fyrst eitthvað að drekka. Ég er að örmagnast af þorsta.“ Rinaldo tók fram vínflösku, og Lodo- vico höf frásögn sína: „Ég hef aldrei lent í jafnharðri rimmu og í síðasta skiptið, sem á okkur var ráð- izt, þegar þú varst hvergi nærri. Bardag- inn var því líkastur sem við værum brytj- aðir niður í sláturhúsi. Ég hlaut nokkur sár, en komst á burt og síðan frá einum stað til annars, unz ég komst hingað til Neapel. Hérna rakst ég á frænda minn. Hann kom mér í kynni við menn, sem höfðu misjafnt orð á sér. Ég gekk í félags- skap þeirra og vann fyrir daglegu brauði með ýmsu móti. — Ég trúði ekki mínum eigin augum, þegar ég rakst á þig, fyrir nokkrum vikum. Hver fjandinn! hugsaði ég. Hvernig stendur á því, að foringinn er hérna? Ég hefði líka feginn viljað spyrja yður um það. En þá var bjartur dagur. Við störfuðum einna helzt að næturlagi, því að þessir andstyggilegu lögregluþjón- ar hafa arnaraugu. — Meðan ég var að hugsa um þetta, fóruð þér burt, og ég hefði gjarnan viljað vita, hvar þér áttuð heima. — Eftir þetta gat ég ekki komizt á fótspor yðar, þótt ég hlypi um allt eins og vitlaus maður. Ég bjóst við, að þér væruð horfinn til fjalla að nýju, og gramdist það, að ég skyldi ekki hafa notað tækifærið. En þá sá ég yður í gærkvöldi alveg á óvænt í fylgd með stúlku, sem ég þekki vel.“ „Hver var það, Lodovico?“ „Nú, þér hljótið þó að þekkja hana, þar sem hún var í fylgd með yður? Hún er núna þjónustustúlka hjá konunni, sem þér voruð að koma frá.“ „Þeitta veit ég líka. Ef þú veizt ekki meira um hana ...“ „Ég veit, að hún er hin elskulegasta og veitir örlátlega af blíðu sinni. Hún líkist að öllu leyti „signoru“ þinni.“ „Hvað ertu að segja? Er Olimpia ...“ „Guð minn góður,“ sagði Lodovico og stundi. „Þér eruð sannarlega hvorki sá fyrsti né síðasti, sem hefur gengið inn til hennar né mun þar inn ganga. En nú er hætta á ferðum. Því hugsaði ég með sjálf- um mér: Stanzaðu, Lodovico. Þú verður að hjálpa þessum hrausta húsbónda þínuW- Þess vegna skrifaði ég bréfkornið og fékK þér það sjálfur. Ég fagna því, að þér haf- ið gefið viðvörun minni gaum, því að þa® get ég svarið, að það er ekkert gaman að fást við della Torre, prins.“ „Hvernig stendur á því, að prinsinn kemur með í spilið ?“ „Það er mjög eðlilegt. Hann á konuna og er fjarska afbrýðisamur.“ „Get ég treyst þér, Lodovico?" „Kallaðu mig ekki framar félaga, ef e^ hef logið að þér. Þetta veit ég fullvel. Eí fæ svolitla mánaðarpeninga hjá prinsin- um, og hefði ef til vill getað fengið ÞaU fyrirmæli frá honum að láta yður gleyPa nokkrar pillur.“ „Olimpia hefur ekki þekkt prinsinn lengi!“ sagði Rinaldo. „í fjóra daga. Þetta er ekki hinn venju- legi aðsetusstaður hennar, þar sem Þer voruð í dag. — Segið mér! Hafið Þel kynnzt henni eitthvað?“ „Satt bezt að segja þá kynntist ég henm fyrst fyrir fimm dögum.“ „Þá þekkið þér hana alls ekki. Ég hel > að menn kynnist henni ekki á fimm árum- Hún er hið mesta flagð. Höfuðsmaðn1 einn frá Korsiku hefur samt náð þokkalegu tangarhaldi á henni.“ „Þekkir þú þennan höfuðsmann, LodO' vico?“ „Hann er í kyrrþey hinn góði vinur alÞa náunga af mínu tagi í allri Neapel. Þe11 fylgja honum eins og tryggir rakkar. Nú er hann kominn í klaustur og bý1' 1 einhvers konar tæki, sem hann notar til a ná sambandi við anda.“ „Raunverulega anda?“ _ • „Það veit fjandinn en ekki ég. Hef aldie verið viðstaddur slíkt.“ „Við verðum þó ávallt góðir vinir, Lo 0 vico?“ „Svei, ég gruna ekki sjálfan mig 11111 græsku.“ „Ég segi þér í trúnaði, að mínir nie111 eru í Kalabríu. Það er gott land fyrir 0 _ ur. Eintio hefur forystu á hendi í fjarvei1 minni.“ , ,« „Þangað verð ég að fara, svei mér Þa • „Þú færð peninga hjá mér.“ 122 HEIMILISBLA0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.