Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 35
>»Gott! — Ég tek hálfa tylft af körlum ^eð mér, sem gefa engum okkar neitt eft- Py, Auk þess er mér lífið hér hvimleitt. jy0r er enga peninga að fá og enga lag- æringu á ástandinu. Hér er heilmikið um- stang vegna smámuna. Lögregluþjónarnir stöðugt á hælum okkar, og gálginn sífellt yrir augum. Slíkt útlit gerir lífið ömur- e&t. Ég fer ekki til Kalabríu.“ , >.Taktu menn með þér, því að Eintio þarf a iiðsauka að halda.“ ^ieðan á þessu stóð, hafði Rósa vaknað, Rinaldo heyrði, að hún var kát og eress. Hann lauk upp dyrum herbergis eennar og kallaði á hana. Lodovico rak upp stór augu, er hann sá hana. Hann gladd- lst yfir því að sjá hana aftur heila á húfi °S hvíslaði að Rinaldo: »Olimpia er samt fallegri.“ Rinaldo brosti, fékk honum fé og gaf 0rium fararelyfi. Lodovico spurði Rósu °°kkurra spurninga viðvíkjandi björgun ennar, tæmdi síðasta vinglasið og lofaði a° koma brátt aftur. Hann var nokkuð l,ndir áhrifum víns, er hann hélt á burt. ^aginn eftir sagði Rósa við Rinaldo, um 6l^ og hún fékk honum föt hans: ^■WA..v.W.V,W.WW,V^WVW „Kæri Rinaldo! Ef þú elskar mig í raun og veru að nokkru á við það, sem ég elska þig, þá bið ég þig að hlusta á bænir mínar og uppfylla óskir mínar. Fylltu ekki fram- ar flokk þeirra manna, sem líkjast Lodo- vico. Við skulum yfirgefa Neapel. Við skul- um fara í annað land.“ Tárin runnu niður kinnar hennar og Rinaldo var mjög hrærður. Hann faðmaði hana að sér, kyssti hana og sagði: „Ég kann að meta þitt göfuga hjarta- lag. Ég veit, hvað ást þín verðskuldar. Ég hef ákveðið að uppfylla brátt óskir þínar. Við förum til Spánar eftir þrjá daga. Skyldi eitthvað verða til að tefja brottför okkar, þá förum við á meðan til Sikileyjar, en við förum frá Neapel eins fljótt og hægt er. Það er miklu nauðsynlegra fyrir mig en þú getur gert þér í hugarlund að komast héðan. Ég er ekki lengur í félagi með Lodovico og þeim kumpánum. En ég er á hans valdi, á meðan við dveljumst á sama stað, og ég verð að taka meira tillit til hans en mér gott þykir. — Vertu nú ró- leg og auðsýndu mér ást þína og tryggð!“ Að svo mæltu tók hann sverð sitt og fór út. — Leið hans lá beint til íbúðar Olim- pÍU. Framhald. < Nálæægt Limoges i Frakklandi fann veiðimaður þennan héraunga, sem móð- irin hafði yfirgefið. Þegar hann kom með ungann Iieim tók dóttir hans að sér fóstru- starfið. ★ Myndin er tekin á senu óperuhallarinnar í Paris, af lögregluþjóni og götuflæk- ing. Svona tötralega klæddur maður sést sjaldan á götum Parisarborgar. í gerfi götu- flækingsins er hinn frægi leikari Zavatta. ilisblaðið 123

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.