Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 4
en sögur hófust og varla hefur séð fyrir endann á enn þann dag í dag. En allt frá árunum kringum 1000 og til loka 18. aldar var höfuðóvinurinn Genúa. Paoli eldri, sem að fornafni hét Giaccinti, var læknir. Hann tók þátt í að hefja fána uppreisnarinnar mót Genúa árið 1736, og lánið var með honum allt þar til Frakkar brutust til eyjarinnar árið 1739; en eftir að þeir komu Genúumönnum til hjálpar, neyddist Giaccinti Paoli til að flýja land. Hann hélt til Napólí ásamt Pasquale syni sínum, sem þá var fjórtán ára gamall. Pasquale Paoli átti viðburðaríka ævi. Ár- ið 1755 sneri hann til Korsíku að nýju og varð yfirhershöfðingi Korsíkubúa í nýjum áfanga frelsisstríðsins gegn Genúubúum. Hann leysti hlutverk sitt dyggilega af hendi og hélt í horfinu til ársins 1769, er Genúa seldi Lúðvík XV. rétt sinn yfir eynni. Gegn ofurefli Frakklands gat Paoli ekki staðið, og aftur varð hann að yfir- gefa föðurlandið. Það gerðist einmitt sama ár og „litli Korsíkumaðurinn" Napó- leon fæddist, og þess vegna var hinn vænt- anlegi keisari Frakka franskfæddur að forminu til, enda þótt hann í eðli sinu væri aldrei annað en Korsíkumaður, óstýn- látur og fyrirferðarmikill rétt eins og Paoli. En Pasquale Paoli var ekki af baki dott- inn á þessu fæðingarári Napóleons. Ai'10 1790, í byltingunni frönsku, kom hann aft- ur til Korsíku, og þar eð hann var hægfara lýðveldissinni var hann kjörinn foring1 þjóðvarnarliðsins. En hæglyndi hans í lý®" veldisstefnunni olli því, að hann komst 1 andstöðu við róttækari arm hreyfingal' innar, og árið 1793 varð sá afstöðumunu1 áþreifanlegur gegn fransksinnuðum Bonæ partistum. Þá gerði Paoli tilraun til að fa vilja sínum framgengt með enskri aðstoð- Afleiðingin varð stuttur en átakamikd upplausnartími, þar sem Korsíka viðu1' kenndi Bretakóng sem veraldlegan drottm sinn og gerði Englendinginn Eliot að vara' konungi. En þetta tímabil varaði stutt- Korsíka komst aftur undir yfirráð Frakka> en Paoli hélt til Englands, þar sem ha1111 andaðist 82 ára gamall árið 1807. ■ 136 Bærinn Corte, þar sem frelsishetjan Paoli hafði bækistöðvar sínar. HEIMILISBLA®:[I)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.