Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 6
Raphaélis,, þar sem bændur koma dag- lega með varning sinn og kaupa nauð- þurftir og áhöld. Verzlunin er dimm, því að birtan kemur mestmegnis inn um dyrnar, sem stöðugt standa opnar. Maður er nokkra stund að venjast rökkrinu fyrir innan, eftir að maður kemur utan úr steikjandi sólskininu, en loks fær maður augum litið allt það heimsins ágæti, sem gömlu verzlanirnar höfðu upp á að bjóða: þvottabala, vettlinga, kjóla, kornvörur, hjólbörur, garðyrkjuáhöld, Ijósakrónur og prjónagarn. Úti fyrir standa múldýrin og bíða á meðan eigendur þeirra eru fyrir innan að verzla. Þarna er mikið um að vera; fréttirnar ganga frá manni til manns; sorg og gleði ber á góma meðal ættingja og vina, sem aðeins sjást í kaupstaðarferðum. Allar eru konurnar eins klæddar; svartklæddar og með stóra og flata stráhatta yfir höf- uðklútnum. Frú Raphaéli gamla stendur sjálf í búðinni: stórvaxin, roskin kona með toginleitt og svipmikið andlit, til fara eins og aðrar konur, hefur allan hugann við afgreiðsluna frá morgni til kvölds, enda þótt hún — sem elzti fjölskyldumeð- limur — hafi umráð yfir milljónum franka í eignum og reiðufé. Þótt Raphaéli-fjölskyldan hafi lagt fyr- ir sig verzlun, hefur hún ekki sleppt hend- inni af landareigninni, sem er uppruna- legur höfuðstóll hennar frá þeim tíma, er Raphaélarnir voru bændur. Enginn sann- ur Korsíkubúi lætur landareign sér úr greipum ganga. Þess vegna eru næstum engir útlendir jarðeigendur á eynni, ekki einusinni Frakkar. í hæsta lagi er hægt að fá lóðarholu undir einka-íbúðarhús með litlum garði; en jarðir eru áfram í fjöl- skyldueigu, svo lengi sem ættin deyr ekki út (og slíkt er mjög sjaldgæft). Ef svo illa fer, stafar það oftast nær af blóð- hefnd, því að á Korsíku er ekki um að ræða þá fækkun barnsfæðinga, sem svo mjög hefur orðið vart í öðrum hlutum hins franska ríkis. Það er í samræmi við þessa afstöðu til jarðarinnar, að á Korsíku fyrirfinnast svotil engir kirkjugarðar, og þeir fáu kirkjugarðar sem þar eru, eru yfirleitt mjög litlir, ætlaðir aumustu fátæklinguni eða landlausum íbúum bæjanna. Hinn i’iki Korsíkubóndi vill láta grafa sig 1 sinlU eigin eignarjörð. Þegar maður gengur eftir þjóðveginum útúr Corte og leggur leið sína inn á hhö- arstígana, yfir hveitiekrur og víngarða, rekst maður víða á kýprusviðarlundi og fururjóður þar sem reistar hafa verið sma- byggingar í grískum hofastíl, þannig a minnt getur á hið fræga málverk BÖckhns „Eyju hinna dauðu“. Þá er um að rseoa gröf einhvers stórbóndans. Haldi maður göngunni áfram, kems maður ekki hjá því að lenda í kjarrskóg- inum, sem víða nær ekki nema í brjósth® * þannig að vel sést yfir breiður eikikjarrs og runna, en oftast er gróðurinn samt Þ hár, að maður hverfur í allri grænkunm- Hérar rjúka upp og þjóta leiðar sinnar V1 annað hvert fótmál. ., Hópar fugla fljúga frá einum runna 1 annars — þarna er geysif jölskrúðugt fug líf. Einmitt þetta óræktaða, ósnortna nm hverfi, makían, er orsök og undirsta þess, sem er einna heimsfrægast af ÞJ° . lísfháttum Korsíkubúa: stigamennskunnn Stigamennska og blóðhefnd — la vende — eru óefað þau korsísk hugtök, sem msS. eru þekkt um heim allan, ásamt^ na Napóleons, og allt fram á síðustu ár n ur stigamennskan vakið óhugnanlega a hygli á þessari Miðjarðarhafsey. Auk Þ® er almennt vitað, að Korsíkubúar eru ® ert lamb að leika sér við, þegar afbrý 1 semi þeirra hefur verið vakin. í gamla daga var það venjan, að m svikni eiginmaður svipti bæði hina o ^ eiginkonu sína og eljarann lífinu, °£effa þann dag í dag má augum líta hrylh ® ^ afskræmd andlit kvenna á Korsíku. eru afleiðing þess, að afbrýðissamh. ^ hlunnfærðir eiginmenn hafa hefnzt a um sínum með því móti að skera u ^ munnvikum þeirra beggja megin aftm eyrum. . & Stigamenn hafa alla tíð fyrirfundiz^ Korsíku, og ég er þeirrar skoðunai, þeir muni einnig fyrirfinnast þar um ^ komna framtíð. Eins og sakir standa, ^ talið, að þeim hafi verið útrýmt. En Þ -■APlP 138 HEIMILIsbL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.