Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 8
hann gat jafnvel ráðstafað því sem hann vildi með aðstoð þeirra, þótt hann væri í fjarlægð. Þannig glataði hann ekki sam- bandi sínu við þjóðlífið, þótt hann væri útlagi á fjöllum. Eftir því sem leit þjóðvarðarliðsins varð árangursminni, gat hann farið sínu fram hindrunarlaust. Hann gat reist sér kofa á einhverjum afviknum stað í kjarrlendinu, svo hann gæti sofið undir þaki að vetri til. Og smám saman fór almenningur að álíta hann einn af „aðalsmönnum skógarauðn- anna.“ Verst er þó af öllu, að unnið ódæði og sjálft ófrelsið leiðir til nýrra afbrota. Ef stigamaðurinn er ekki auðugur af veraldar- fé, neyðist hann til að berja á bændum og ferðamönnum til að útvega sér peninga, og undir öllum kringumstæðum verður hann að vekja ótta geitahirðanna og smá- bændanna, svo þeir fari ekki að koma upp um hann þegar hann notar vatnsból þeirra, — og streitist ekki í gegn honum þegar hann krefst af þeim mjólkur eða eggja. Þess vegna vill oft fara svo, að fyrr eða síðar á sér stað annað morð, yfirleitt sprottið af hræðslunni við að verða svikinn. Þegar ég dvaldist í Corte, kynntist ég ungum þjóðvarðarforingja, sem sagði mér ýmislegt um líf stigamannanna, og hef ég eftirfarandi upplýsingar að mestu eftir honum. Það átti sér stað morð, sem var dæmi- gert morð óttaslegins stigamanns, Bart- holi að nafni, sem heima átti í Palneca. Þjóðvarðarforinginn var þá nýlega kom- inn til eyjarinnar og hafði til fylgdar með sér um skóglendið gamlan og reyndan þjóð- varðarliðsmann. Dag nokkurn bar svo við í skóginum, að þeir rákust á hirði, klædd- an venjulegri síðkápu, og annan mann, sem óðara tók til fótanna og flýði inn í kjarrið, en þar var kjarrskógurinn það þéttur, að ekki sást til manns í þriggja metra fjarlægð. „Þetta var Bartholi,“ sagði gamli þjóð- liðsmaðurinn og hleypti af tveim skotum á eftir flóttamanninum. Þeir leituðu sam- eiginlega að honum klukkutímum saman, án þess að finna spor hans, og geitasmal- inn hvarf þeim einnig sjónum á meðan. En daginn eftir fannst smalinn dauðui', skotinn í höfuðið. Bartoli hafði haft hann grunaðan um samsæri við leitarmennina og ekki látið bíða boðanna að hefna sín. Ef stigamaður hafði eitt eða fleiri morð á samvizkunni, var eitt mannslíf honurn sama og einskis virði. Hann kaus þá held- ur að skjóta einu sinni of oft en of sjaldan. Samt sem áður reyndist þjóðvarðarlið- inu mjög erfitt að gera stigamennina o- skaðlega. Öldum saman hafði alþjóð manna vanizt þeim og stóð nánast með þeim 1 andstöðu við yfirvöldin. Stigamennirnh' voru nefnilega Korsíkubúar, en langflestir lögreglumennirnir voru franskir. Jafnvel þeir bændur, sem urðu fyrir barðinu a stigamennskunni, þorðu ekki að aðstoða lögregluna. Þegar þjóðvarðarliðsmenn komu á morðvettvang, hélt almenningu’ sér saman. Og liðsafli lögreglunnar var ekki nægur til að leita í skóginum. Fyn eða síðar hlaut því að draga að því, yfirvöldin gæfust upp á eftirförinni. í sérhverju héraði fyrirfannst stigamað- ur, sem gerzt hafði einskonar höfðingn Hann réði yfir sínu landssvæði sem ókrýnd- ur konungur skógarins með hjálp stiga- mannahóps síns, sem var samsafn annarra útlaga eða ungra manna, er af ævintýra- löngun höfðu slegizt í hópinn og áttu ekki afturkvæmt út í þjóðlífið. Allt getur þetta minnt á stigamennskupláguna í BandaríkJ' unum, sem upphaflega var líka skipulögo af Korsíkumönnum og öferum Suður-Ev- rópubúum, er flutt höfðu fyrirbærið nieð sér yfir til Nýja heimsins. Innan hópsm8 réði óskorað einveldi leiðtogans og órjúfan- leg hlýðni og samheldni, — en út á við byssan og hin harða samkeppni við aðra bófaflokka. Gagnvart friðsömum borgurum voru stigamennirnir ekki eins hættulegir og ætla mætti, og alls ekki gagnvart ferða- mönnum. Þeir vissu vel, að ekki var t. d. skynsamlegt að ráðast á enska ferðamenn og vekja þannig ónauðsynlega athygh a bæði Frakklandi og Korsíku, auk sjálfra þeirra, af hálfu erlends stórveldis. Þvert a móti eru mörg dæmi þess, að stigamenn- irnir hafi beinlínis komið riddaralega fram við útlendinga, sem voru þarna á ferð. 140 heimilisblað10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.