Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 14
hvalina fyrirleit hann. Sterklegur og snögg- ur í hreyfingum sem hann var, hafði hann aldrei fyrr þurft að óttast neinn. Hann hafði nú kafað dýpra og synti rólega aftur og fram, á meðan hann safn- aði kröftum og reyndi að finna bjarndýrið aftur með þessu eina auga, sem eftir var. Og allt í einu sá hann þennan stóra, hvíta skrokk synda örskammt frá, þaðan sem hann var. I því sem björninn ætlaði að fara að stinga sér, fann hann sáran sting nísta sig í vinstri síðu, og svo var líkt og bjarg risi úr djúpinu og lyfti honum upp. En náhvelinu hafði mistekizt öðru sinni. Högg- ið hafði aðeins lent á vinstri öxl bjarnarins, án þess að særa hann verulega. Engu að síður hafði spjótið rekizt í gegnum öxlina í allri sinni lengd. Og í þeirri trú, að óvin- urinn hefði fengið banahöggið, tók hvalur- inn kipp aftur á bak, til að losa trjónuna. En það reyndist ekki auðvelt. Björninn, sem var trylltur af sársauka, klemmdi haus náhvelisins milli hrammanna. Hann klór- aði, reif og sleit með ákafa, svo að haus hvalsisn varð lítið annað en ólögulegur óskapnaður. Hvalurinn brauzt um af öllum mætti, til að losna, — en árangurslaust. Hann sökk, dýpra og dýpra, unz hann vai kominn á botn. Er hann fann fyrir botn- inum undir sér, sveigði hann skrokkinn ákaft og snöggt, og tókst þannig með afls- mun að losa spjótið. Blóðið vall í stríðuni straumum úr sárum hans. Hann sökk aí - ur til botns, veltist til um stund, en lá sio- an hreyfingarlaus. Óðara er björninn komst aftur upp a yfirborðið, tók hann að fnæsa og mása kröftuglega. Auðsjáanlega vildi hann vera undir það búinn að berjast áfram, ef me þyrfti. Hann var á valdi baráttulöngunai> en hafði þó ekki jafnað sig fyllilega- A lokum fann hann þó, að hann hafði hvi z_ nægilega. Hann kafaði á ný. En hann sa óvininn hvergi. Hann þurfti ekkert að o ' ast lengur. Og hann skauzt aftur upp yfirborðið. _ Hann reisti höfuðið hátt og skima vandlega í kringum sig. Enginn óvinu^ sjáanlegur; enginn, sem þurfti að berja við. Hann drap þrjá laxa, sem syntu fraIT1 hjá; svamlaði síðan í átt til eyjarina^ með einn þeirra í kjaftinum. Þar skye hann á land og lagðist fyrir, til að slei J sár sín. < Enska prinsessan Alex- andra var nýlega á ferð i Ástraliu og kom ])á i þjálf- unarstöð ástralskra sund- manna. Myndin er tekin þeg- ar hún var að tala við hin frægu systkini Ilsa og Jon Konrads. «t> Þetta er stærsta hantaska, sem gerð hefur verið, og er úr gerfileðri. Hún var á sýn- ingu. sem brezkir leðurvoru- framleiðendur héldu nýlega í Lundúnum. > 146 HEIMILisbLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.