Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 15
N/S SAVANNAh-skip framtlðarinnar ^ftir Ira Wolfert. Senn kemur fyrsta kjarnorkuknúna vöru- flutninga- og farþegaskip veraldarinnar til s^gunnar — N/S Savannah (N/S táknar ^ttclear Ship — kjarnorkuskip). Það verð- Ul' 181,5 metra langt, og særými þess (de- Placement) verður 22.000 tonn; það ferm- u' 10.000 tonn, tekur 60 farþega og kemst uhP í ca 21 ,,hnút“ á klukkustund. Að vísu er bað ekkert sérlega glæsilegur hraði á ^kkar tímum, en engu að síður verður ^vannah hið mesta furðu-fyrirbæri í sigl- lugasögunni, frá því að skip Roberts Fult- Ulls, Clermont hljóp af stokkunum árið 1807. N/s Savannah getur siglt í hálft ,Jófða ár með 57 kíló af brennsluefninu upan 235, en olíukynt gufuskip með sömu vclaorku eyðir 125 tonnum af olíu á dag! ,. Petta nýja skip er skjannahvítt á lit og Jómar í sólskininu svo það beinlínis sting- J1 1 augun. Ég fékk nýlega leyfi til að ,ara um borð og virða hlutina fyrir mér, Þar sem skipið lá í kví í New Jersey. Savcmnali hefur mjög langt og mjótt stefni og minnir því á sverð, þar sem það liggur. Stefnið er svona langt sökum þess, að yfirbyggingin, með sínum fimm þilför- um, er mjög aftarlega, þannig að tveir þriðjuhlutar aðalþilfarsins eru framan við hana. Skipið gefur ekki frá sér neinn reyk, og á því er ekki einu sinni skorsteinn til málamynda eða prýðis. Þau 20.000 hestöfl, sem brjótast um hverfihjólin (túrbínurn- ar), koma frá þögulli og óhagganlegri glóð — hinu nýja og „lotningarverða báli“, sem gjörbylta skal allri tilveru mannanna. Ég hef augum litið þennan nýja bjarma, sem er á litinn öðru vísi en nokkurt annað fyr- irbæri: djúp-fjólublár, blandinn grænu og auk þess ýmsum öðrum litbrigðum, sem koma manni svo óraunverulega fyrir sjón- ir, að manni finnst þau varla vera jarð- nesk. Svo heillaður og hrifinn varð ég, að ég stóð mig að því að ákalla æðri máttar- völd hvað eftir annað. Ég fylgdist með því, þegar brennslu- efnið í Savannah var sett saman í Bab- cock & Wilcox-efnafræðistofnuninni í Lynchburg. Notaðar voru hálf milljón smárra úran-klumpa, sem blandaðir voru ilisblaðið 147

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.