Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 16
úr úran 235 og úran 238. (Hin hættulega gagnverkan fæst fyrst, þegar úranmagnið nær ákveðinni stærð — „hinum hættulega fjölda“, eins og það er kallað). Úran 238 er tiltölulega algengt og kostar hreinunnið ekki nema ca 400 krónur kílóið. Úran 235 finnst aðeins í örsmáum kornum í úran 238, ósýnilegum nema í smásjá, og kílóið af því myndi kosta á að gizka 150.000 krónur. Níutíu og fimm hundraðshlutar af brennsluefni Savannah er ódýrara úranið, því að í ljós hefur komið, að undir neutron- árásinni frá úran 235 breytist úran 238 í efni það sem kallast plútóníum, sem er jafn notagilt og úran 235. Þetta þýðir, að vélar Savannah framleiða brennsluefnið handa sjálfum sér um leið og þær knýja skipið áfram. í grundvallaratriðum er vél Savannah ekki ýkjafrábrugðin vélunum, sem notaðar eru í kjarnorkuknúna kafbáta og rússneska ísbrjótinn Lenín. Gerhreinsuðu vatni er dælt gegnum reaktor-kjarnann (óhreint vatn verður geislavirkt) með 30 km hraða á klukkustund og undir 125 kílóa þrýstingi á hvern fersentimetra. Hinn annarlegi ljómi blaktir ekki þótt vatnið fari sína leið, því að eldur þessi nærist ekki af súrefni; hann þarf aðeins að vera sjálfum sér næg- ur. í reaktornum er vatnið hitað, til þess síðan að hita upp leiðslur þar sem um annan vatnsstraum er að ræða. Eimur sá, sem þannig myndast, knýr síðan hverfi- hjólin, en frá þeim kemur aflið, sem veld- ur skipsskrúfunum. Reaktorvatnið er síð- an leitt áfram í geymi, þar sem geislavirk- um óhreinindum er skolað burt, en síðan hverfur það aftur í reaktorinn, til að hefja hringrásina að nýju. Vélasamstæðu þess- ari er fyrir komið í geysistórum geymi, sem vegur 45 tonn. Geymir þessi er úr blýi og gerviefni því, sem nefnist polyæ- tylen, og veitir algjöra vörn gegn geisla- virkun frá reaktorkjarnanum. Þetta er allnákvæm aðferð til að koma í veg fyrir, að aðrar vélar skipsins verði geislavirkar, en ekki er hægt að segja, að hún sé áhrifamikil afspurnar, og þó er hún sú eina, sem enn hefur verið fundin upp. Á þennan hátt á kjarnorkan að geta verið jafn hættulaus og hvert annað afl, sem tækni og vísindi hafa lagt okkur upp 1 hendurnar. Mælingar hafa leitt í ljós, að farþegi, sem situr í sólbaði uppi á aðal- þilfarinu, fær alveg jafnmikið geislavirkt magn úr sólargeislunum sem úr kjarnorku- bálinu í iðrum skipsskrokksins. Þrátt fyrir allt hið lága magn ai brennsluefni, getur þó kjarnorkuknúið skip enn ekki staðizt samkeppnina við gufu- olíuskip, hvað kostnaðinn snertir. Það hef- ur kostað 32 milljónir að smíða Savannah’ og fyrir þessa fjárupphæð hefði verið hsegt að smíða tvö eimskip af sömu stserð- Reynslan sýnir þó, að með tímanum hljóta tæknifræðingar að komast niður á betri og ódýrari framleiðsluaðferðir, og Savanna'1 er smíðað fyrst og fremst til að sýna þelIT1 hæfileika mannsandans traust. Fyrst um sinn hefur Savannah tvenns konar hlutverki að gegna. Skipið á flytja varning og farþega og á þann hat sýna, að kjarnorkan er áreiðanleg og hsettu- laus. Sömuleiðis á það að opna augu verz" unar — og siglingamanna fyrir því, a þróunin er hraðstíg, og að tími er til kom- inn að semja grundvallarlög um allt sem viðkemur siglingum kjarnorkuknúinna skipa. Ekki er lengra síðan en í ágúst 1958, a danska ríkisstjórnin bannaði kjarnorku- kafbátnum Skate að sigla inn til KaUP' mannahafnar, af ótta við hættulegar a ' leiðingar geislavirkunar, ef eitthvert slys kynni að henda skipið í höfninni. Dönsku stjórnarvöldin höfðu ekki aðstöðu til a athuga öryggisútbúnað skipsins — af helll aðarlegum ástæðum máttu erlendir tsekm menntaðir menn ekki koma um borð í ka bátinn. Öðru máli gegnir með Savanna ■ Það er smíðað svo að segja fyrir opnum tjöldum. Níu þjóðir — Bretar, Frakkar> Belgar, Hollendingar, Þjóðverjar, lta’ir’ Japanir, Svíar og Danir — hafa haft ver fræðilega fulltrúa í skipasmíðastöðinni, ýmsar fleiri þjóðir, t. d. Sovétþjóðirrial’ hafa sent fulltrúa sína þangað í heimsó m Engin leynd hefur átt sér stað; allt hexu verið sýnt og öllum spurningum svarað. 1) Ekki er enn ákveðið, hvert skipið fer í jówf ^ ferðma; hvort það kemur t. d. við á Norðurlön ^ Ákvörðunin verður tekin af Kjarnorkumálane 148 H EI M ILIS B L A P1 ®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.