Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 17
Kjarnorkuútbúnaður Savannah er þann- *£ úr garði gerður, að sérhver galli — hvort heldur stafar af útbúnaði véla eða *nistökum mannshanda — veldur því, að vélarnar stöðvast af sjálfu sér. Jafnvel ^ótt allir öryggisventlar skipsins biluðu í einu, væri loku fyrir það skotið, að reakt- orinn gæti sprungið í loft upp. í versta til- felli myndi hann bráðna, og geymirinn er Sluiðaður með hliðsjón af þessu sem mögu- ieika, þannig að hann getur rúmað ná- kvæmlega það magn af bráðnu úrani. David Gorman, sem gert hefur hinar sér- træðilegu teikningar af skrokk Savannah, fylgdi mér á ferð minni um skipið og sýndi ^ér, hvað gert hafði verið til að gera það eins rambyggilegt og unnt var. Savannah er ekki svo vel útbúið, að ekkert fái á það 0‘tið; þannig er ekkert skip. En hvorki °rUni né klettasker, ellegar þrýstingur sJavarins á dýpsta botni úthafsins, eiga að 8’eta opnað þennan nornaketil kjarnork- Unnar, sem býr í iðrum Savannah. , Aðeins stærstu risaskip gætu komizt inn Ur skrokki Savannah, fimm metra þykkum geyminum, þar sem reaktorinn er. En jafn- ^ei þótt slíkt óhapp henti, myndi norna- keti]iinn sjálfur alls ekki undir neinum aringumstæðum skaddast. >.Þróun og tilraunir gufuaflsins kostaði ^örg mannslíf," sagði David Gormann við „Við æltum að gera það, sem í okkar Vaidi stendur, til þess að kjarnorkan þurfi eiíki að leiða til slíks.“ Prófun Savannah verður lokið næstu ^ánuðina. Sérhver hluti skipsins er próf- aður undir sem flestum hugsanlegum ringumstæðum, hvert mælitæki, hver Saumur og nagli, hver þétting og leiðslu- nti. Savannah er meira en skip — það er sköpunarverk, framtíðardraumur, sem er látinn rætast, og enginn ágalli eða j’öyrnska má valda því, að fyrirtækið endi skelfingu. Savannah endurgeldur höfundum sín- meisturum líka ríkulega, ef það heiminn til að endur-sviðsetja þann 'Jonleik, sem átti sér stað árið 1807, þegar ^snastrik Fultons“ sigldi segllaust og ára- ni og hafnaryfirvöldunum á viðkomadi stöðum, etn mála koma. heim og nvetur laust upp Hudsons-fljótið á móti vindum og straumi. Sérhver sæfarandi með heil- brigðri skynsemi hlaut þá að sjá, að þarna var á ferðinni fyrirbæri, sem gerbreyta hlaut öllu lífi hans. En þá, eins og nú, færði nýr orkugjafi með sér möguleika á nýjum hættum og tæknilegum vandamál- um — m. a., hvernig flytja skyldi nægi- lega mikið af kolum og fersku vatni yfir hafið, leiðina á enda. Þess vegna voru þeir margir, sem héldu áfram að treysta á hin blaktandi segl; þeir skelltu skolleyrum við gufuaflinu og lærðu þar af leiðandi ekkert af hinni nýju reynslu í tækniframförum þeirra tíma. Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, að af stokkunum hljóp hafskipið S/S Sa- vannah, sem óðara fékk auknefnið „Eim- líkkista Ficketts“ (eftir yfirsmiðnum Fic- kett í New York). Geysierfitt reyndist að fá mannskap á þetta skip, og enginn far- þegi fékkst til að stíga um borð, ekki einu sinni eiginkona eigandans. Skipið gat ekki flutt með sér kol nema til 100 klukku- stunda siglingar, og þegar brennsluforðinn var upp urinn, varð að grípa til segla. í katlana var notaður sjór, og stöðva varð vélarnar með vissu millibili, á meðan salt- storkan var slegin burt úr skipskötlunum. Það tók 29 daga að fara yfir Atlantshafið, frá Savannah í Georgíu til Liverpool á Eng- landi, — og enginn varð hrifinn af þeirri för. í sjálfu sér leysti gufuskipið Savannah engin vandamál — fremur en kjarnorku- skipið með sama nafni gerir — en það sýndi þó fram á, að eimskip gat skilað fólki örugglega yfir hafið. Og með því að sigla ofan úr fljótunum og út á opið hafið, opnaði það augu umheimsins fyrir nýjum vandamálum og möguleikum í senn. Getur N/S Savannah komið jafn miklu til leiðar — og auk þess á skemmri tíma? Það er von þeirra, sem að smíði skipsins standa. Savannah er ekki byggt til að sýna fram á getu Bandaríkjanna eða til að græða á því fé. Það á að vera brautryðj- andi, sem táknar þróun kjarnorkualdar og er um leið áþreifanlegt dæmi um fyrirheit hennar... ilisblaðið 149

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.