Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 18
„<^et écj ]encfi& ]áeinci óykurmola ci& lánil" Eftir Hubert Kelley. Þegar ég var barn, flutti fjölskylda mín iðulega búferlum, því að faðir minn var sífellt í leit að betra starfi eða viðunan- legra húsnæði. Afleiðingin varð sú, að áð- ur en ég var fyllilega vaxinn úr grasi, höfðum við átt heima í eitthvað tíu stærri og smærri bæjum og fengið reynslu af hverskyns nágrannafólki. Hirðingjalíf þetta kom harðast niður á móður minni, því að henni þótti gaman að skiptast á orðum við nágrannana endrum og eins, en í hvert sinn sem við fluttumst í nýjan stað, fann hún til mikils einmanaleika. Hún saknaði fyrri nágrannanna og átti bágt með að komast í samband við hina nýju. Eitt sinn, er við vorum flutt í nýtt bæj- arfélag, fann mamma óvenju sárt til ein- manaleikans. Henni fannst nánast kulda- leg og allt að því fjandsamleg afstaða meðal fólksins innbyrðis; og enda þótt litla húsið, sem faðir minn hafði keypt, stæði í miðju þéttbýlu hverfi, fannst bæði foreldrum mínum og okkur börnunum við vera einangruð sem á afskekktri eyju. En svo var það kvöld eitt, að barið var hæversklega á bakdyrnar, og mamma fór til dyra. Fyrir utan stóð kona ein úr ná- grannahúsi. „Afsakið, að ég ónáða,“ sagði hún og þerraði hendurnar á svuntunni sinni, „en þannig er mál með vexti, að ég ætlaði að fara að baka köku, og... Ég gæti víst ekki fengið fáeina sykurmola að láni?“ Mamma ljómaði eins og sól á vordegi og gaf henni sykurstaukinn eins og hann lagði sig. „Þér skuluð áreiðanlega fá þetta borgað í fyrramálið, strax og ég hef skroppið í búðina,“ flýtti nágrannakonan sér að segja. „0, það liggur ekkert á því!“ hrópaði mamma á eftir konunni, sem hraðaði sei heim til sín. „Hún var beinlínis viðkunnanleg, e^a fannst ykkur það ekki?“ sagði mamma og lét fallast á eldhússtólinn, öldungis hissa eftir þessi stuttu og óvæntu kynni, sem voru þó svo geysi-mikilvæg í hennar aug' um. Og þau voru það líka í rauninni. Mamma og nágrannakona þessi urðu vinkonur se^1' langt — og þetta varð einnig til miki s láns fyrir okkur börnin. Það kom nefnilega brátt í Ijós, að maður konunnar hafoi þann starfa að aka slökkviliðsvagni me þrem hestum fyrir — og leikfélagar okk' ar urðu auðvitað grænir af öfund yfb’ Þvl’ að við skyldum þekkja slíkan mann ••• Það var ekki fyrr en mörgum árum si ' ar, að nágrannakonan trúði mömmu fy111 því, að hún hefði alls ekki haft neina Þel1 fyrir sykurinn, sem hún bað um — Þet , hafði aðeins verið aðferð til að kynnaS okkur. Enda eru þær konur sennilega fáaf’ sem ekki opna búrdyrnar upp á gátt Vf* þeim kynsystrum sínum, sem vantar „t eina sykurmola að láni“. , Eftir styrjöldina hafa risið af grum1 fjölmörg íbúðarhverfi. En hefur afleiðhm in af t. d. stórum fjölbýlishúsum ot 1 betri kunningsskapur nágrannanna e samheldni þeirra ? Félagsmálafræðinga ^ prestar og lögregla geta borið vitni um, ^ það er alls ekki tilfellið. Þvert á móti Þ1^ ast einatt óþægileg andleg spenna í sliku f jölbýlishúsum; spenna, sem ýmist slakn eða spennist meira frá einum degi til an , ars. Þegar þúsundir manns fara að bua næsta nágrenni, án þess að eiga n°k annað sameiginlegt en nágrennið sJa ’ eitra einstaklingarnir alltaf tilveruna nv fyrir öðrum með ýmiskonar misskilning1 yfirmáta hlédrægni. Flestir, sem draga í hlé, eru fjarri því að vera óvinsaml®#1 Þeir eru bara hræddir við að draga sl^ úr skel sinni. . Gleðin yfir nýju húsi eða íbúð er e g fullkomin fyrr en maður er orðinn P fullviss, að nágrannarnir séu æskileg11 • ^ góðir nágrannar eru þó ekki neitt, maður fær. Maður verður sjálfur að lel heimilisbEAÐ111 150

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.