Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 33
„Það er mér mikill heiður.“ „Þér getið víst gert þá kröfu, svo hæfur ttiaður og menntaður, sem þér eruð, að fá að kynnast þeim manni nánar, sem telur sér sóma og heiður að því að standa í sambandi við yður. Allir gestir mínir, sem rætt hafa við yður — og þeir eru skyn- samir og hjartagóðir menn — munu áreið- anlega, alveg eins og ég, gera sér miklar vonir um, að þér verðið af lífi og sál með- limur í félagsskap þeirra.“ „Ég bið yður að útskýra þetta nánar fyrir mér,“ sagði Rinaldo. „Sameiginlegum þörfum fylgir gagn- kvæm hjálp. Það nægir nú þegar að vita, að menn þekkja yður, þá geta menn alls staðar reiknað með að eiga vini. „Það er fallega hugsað.“ „Sýnist yður svo?“ „Ó, já, það verð ég að segja,“ sagði Éinaldo. „Þá eruð þér með okkur.“ „En mér virðist það aðeins vera ávinn- Jagur fyrir mig einan.“ „Það er ávinningur fyrir yður og okk- ur.“ „Þér vitið ekki...“ „Ég veit það, sem ég þarf að vita. í t>essum félagsskap eruð þér, nú sem stend- Ur, aðeins de la Cintra riddari, unz menn ^á meira að vita.“ „Herra markgreifi! Þér vitið þá ...“ „Ég fagna yður sem hinum óttalega for- ingja.“ „Olimpia hefur þá ...“ „Lyndarmál hins rétta nafns yðar er Jafnvel geymt hjá mér og yður.“ „En hvað getur komið yður til að leiða mig inn í félagsskap þeirra manna, sem eru bæði óaðfinnanlegir og hátt settir í mannf élaginu ?“ „Hvað mælir gegn því að kalla yður vin °kkar? Og þegar vér nú fáum yður nýtt starfssvið, þar sem ætlazt er til að ná góðum árangri eftir fyrirfram gerðum út- reikningum? Þetta kemur allt í ljós með i-iínanum." »Ég er áreiðanlega hamingjusamari i þessu hlutverki en þér í yðar. Ég hef allt að vinna.“ „Við munum sigra saman. Sigur og sæmd er samtvinnað. Þú skalt engar á- hyggjur hafa af því.“ Þannig lauk samræðum þeirra. Fjöl- skylda markgreifans var nú komin til þeirra. Rinaldo fór þessa daga í margar heim- sóknir, kynntist mörgum og tók þátt í glæsilegum samkvæmum og dansleikjum. Vegna þessara skemmtanna gleymdi hann alveg að íhuga ástand og horfur. Meðal þeirra kvenna, sem hann kynntist, voru tvær, sem hann veitti sérstaka at- hygli. Önnur var hrífandi fögur, ung stúlka, einkadóttir Denongo baróns, Lára að nafni. Fjölskylda hennar var einhver sú ríkasta á eyjunni. Hin var Martagno greifafrú, aðlaðandi og mikilhæf kona, ekki eins falleg og Lára, en sérstaklega skemmti- leg. Hún var 22 ára gömul ekkja og eigandi erfðagóss, sem gaf mikinn arð. Riddarinn sýndi konum þessum hið mesta dálæti, og þeim stóð hreint ekki á sama um hann. Það kom miklu meira fram hjá greifafrúnni en Láru. I veizlu einni, sem greifafrúin efndi til, höfðu þessar tvær konur orðið ásáttar um að skemmta gestum sínum með söng. Lára söng mansöngva með gítarundirleik. Hún hlaut hið mesta lof fyrir söng sinn og leik, en greifafrúin tók við og söng annað ástar- ljóð. Henni var klappað lof í lófa. Lára var sú eina, sem tók ekki þátt í því, en Rin- aldo var sá eini, sem veitti því athygli. Greifafrúin vonaðist til að sjá aðdáun Rinaldos í augum hans, en hún sá hann einblína á Láru. Hún horfði aftur á móti niður fyrir sig. Þetta kom flatt upp á greifafrúna. Hún stökk á fætur og gaf merki um að hefja dansinn. Rinaldo bauð Láru fyrst upp í dans. Hún sveif með honum um gólfið, og þau horfð- ust oft í augu. Greifafrúin horfði aðgerð- arlaus á. Hún sá það, sem hún sízt vildi sjá. Framhald. ^Eimilisblaðið 165

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.