Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 6
og smala fénu — og það með slíkum glæsi- brag, að hann hlaut fyrstu verðlaun á mótinu. Meðal hárra og brattra fjalla Norður- Englands átti heima bóndi að nafni George Relph. Sauðkindin getur fótað sig hvar sem er, og kindur Relphs voru engir eftir- bátar í því að klöngrast hvert á land sem var, ef þær sáu grasstrá. Dag nokkurn, þegar bóndinn og hundurinn hans, Bright, voru að telja féð, komust þeir að raun um, að u. þ. b. fimmtíu kindur höfðu villzt út á mjóa og veika klettasnös, sem gnæfði yfir djúpu gljúfri. Aðeins á einn hátt var hægt að bjarga fénu: með því móti að klöngrast niður þverhípt bjarg, komsat þannig fyrir féð og hrekja það inn á fjár- götuna, áður en æði gripi það og það stykki fram af snösinni. Relph lagði þennan vanda á herðar Brights. Það tók hundinn fimm klukku- stundir að þoka sér niður bjargsyllurnar, liægt og hljóðalaust, til þess að styggja <ekki féð. í þann mund sem myrkrið var að skella á, tókst Bright að lokum að reka féð frá hengifluginu og koma því heim á bæ. Relph taldi kindurnar og mælti: „Vel af sér vikið, Bright!“ — en það er stærsta hrós, sem smalahundur getur fengið hjá húsbónda sínum. Kvöld nokkurt í síðari heimsstyrjöldinni sá fjárbóndinn John Dagg í Northumber- landi, hvar stór, bandarísk sprengjuflugvél flaug rakleitt að tindi einum í Cheviot- fjöllum. Vélin hvarf, en skömmu síðar heyrðist ógurleg sprenging. Dagg kallaði á border-hundinn sinn Sheila, og enda þótt tekið væri að snjóa, lögðu þeir þegar af ;stað til að leita uppi flakið í auðninni. Dagg gerði fastlega ráð fyrir, að vélin hefði rekizt á tind einn, sem var í fimm kílómetra fjarlægð. Handan við fjallið hafði bóndinn Frank Moscrop einnig heyrt drunurnar og var á leið á slysstaðinn. Skyggni var svo til ekkert, en af ótrúlegri þefskynjun sinni gat Sheila fylgzt með húsbóndanum, og þannig héldu þeir áfram förinni. Eftir klukkutíma voru þeir komn- 'ir að vélinni. í nánd við flakið lágu fjórir særðir menn. Moscrop og Dagg báru þá niður af fjallinu á börum úr fallhlífum, og Sheila var fararstjóri gegnum auðn snjóbreið- unnar En enn vantaði tvo af áhöfninni. Þess vegna lögðu þau Sheila og bóndinn aftur af stað — í þetta sinn í fylgd lög- reglunnar. Og aftur rataði hún að flakinu. Því miður voru mennirnir báðir látniD þegar hjálpin barst. Dagg og Moscrop hlutu báðir heiðurs- merki brezka ríkisins úr höndum konungs- ins í Buckingham-höll. Og til heiðurs Sheilu sérstaklega héldu ameríski og brezki loftflotinn hátíð. Þar var hundurinn sæmdur Dickin-orðunni (sem er Viktoríu- kross hundanna) -— en hann er eini „borg- aralegi“ hundurinn, sem hefur hlotnazt sa heiður. Á heiðursmerkinu stóð: FYRlH FRÆKNLEIKA. En þar með er sagan af Sheilu ekki búin. Eftir að fyrrnfend björgun átti sér stað, barst Dagg bónda bréf frá frú einni, F. R; Turner í Suður-Carolina, sem misst hafði son sinn í slysinu. Hún skrifaði eftirfai’- andi: „Ég verð að láta mér nægja uð senda yður hjartanlegt þakklæti mitt fyr' ir tilraun yðar til að bjarga lífi sonar mínS- Og ekki er ég síður þakklát hundinum yðar. Ef hann ætti eftir að eignast hvolpn> vildi ég gjarnan mega fá einn þeirra tn minningar um son minn.“ Þann 1. ágúst 1946 flaug R.A.F.-vél til Suður-Carolinu með fyrsta hvolp Sheilu> og þar var hann afhentur frú Turner. Þessi schefer- hundur er eign brezks reiðskóla. Hann er i miklu uppáhaldi, sér- staklega hjá börnunum, ])ví hann heilsar þeim með þvi að rétta fram löppma. 182

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.