Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 7
20 ógnn dregur á opnum bnt Eftir Walter Gibson. WALTER GIBSON var 28 ára gamall, þegar hann lifði þann hörmungaratburð, sem hér segir frá. Atburðurinn var samt ekki heyrinkunnur út á við, fyrr en mörgum ár- um eftir strið, þegar Gibson var leiddur sem vitni í réttarhöldum og látinn skýra frá örlögum Angus MacDonalds höfuðsmanns. Tíu mínÚtum fyrir miðnætti sunnudag- ibn 9. marz 1942 hæfði tundurskeyti skipið Rooseboom. Þrír dagar voru liðnir frá því við yfir- úáfum Padang á Súmötru á flótta okkar undan Japönum. Um borð í skipinu voru liðsforingjar og óbreyttir hermenn, sem tekið höfðu þátt í vörn Singapore, embætt- ismenn með fjölskyldur sínar og ærið mis- iitur hópur annars flóttafólks, alls 500 bianns. Ég hafði legið á þiljum uppi og sofið, en vaknaði við það, að ég hentist út að borðstokknum. Skipið hallaðist þegar svo ^ikið, að ljórhlerarnir voru komnir undir sJó. úg kastaði mér þegar í stað fyrir ^orð. Hvaðanæva að bárust mér til eyrna eálfkæfð neyðaróp. Óttaslegnar raddir h^ópuðu: „Hvar ertu, Mac?“ og „Ert það Pú, James?“ Ég kom auga á nakinn mann, sem hélt áauðahaldi um rekadrumb ekki alllangt paðan, sem ég var. „Má ég ekki fá að halda 1 Plankann með yður?“ hrópaði ég. »Jú, velkomið,“ svaraði hann. ókkur mun hafa hrakið með planka Þessum í um það bil klukkustund, er við komum skyndilega auga á mannverur, sem stóðu uppi í björgunarbát. Er við náðum að bátnum, hrifumst við inn í átakanleg- an harmleik. Fólk barðist hvað við annað um það að komast um borð. Hver á fætur öðrum vorum við dregnir upp í þetta fljót- andi víti, þar sem ég átti eftir að láta fyr- irberast í 26 endalaus dægur. Björgunarbátur þessi var átta og hálf- ur metri á lengd og hálfur þriðji metri þar sem hann var breiðastur. Borðstokkur- inn stóð aðeins nokkra cm upp úr hafflet- inum. Þegar dagaði, töldum við áttatíu manns um borð — en báturinn var ætlað- ur fyrir tuttugu og átta! Flest urðum við að standa upp á endann, hver framan í öðrum eða snúa bökum saman. Ógerning- ur var að skipta um stellingar. 55 manns, sem komizt höfðu af, flutu á sjónum um- hverfis bátinn og gerðu tilraun til að ná handfestu á honum. Skipstjórinn á Rooseboom, knálegur maður og veðurbitinn, stóð í skut og hélt um stýrissveifina. Ég stóð við hlið hans, og skammt þar frá stóð „Archie“ Paris, sem verið hafði fyrirliði 11. indversku her- deildarinnar. Hann stóð þar á skyrtunni einni saman. Þrjár konur voru þarna í bátnum. Ein þeirra var móðurleg og blíð á svip, og ég sá strax, að það var frú Nunn, sem var gift háttsettum embættismanni í Singa- pore. Önnur var gift hollenzka stýrimann- inum og var um þrítugt. Loks var þarna tágrönn kínversk kona, sem starfaði við ensku fréttaþjónustuna og hét Doris Lim.. Fremst í bátnum stóðu margir javaísk- ir sjómenn í þéttum hnapp. ^EIMILISBLAÐIÐ 183.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.