Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 9
Sólin brenndi hörundið svo, að það sprakk, og margir rifu það síðasta utan af skrokknum á sér, difu því í sjóinn og lögðu yfir höfuð sér. En saltvatnið jók aðeins sársaukann. Og nú tók heilbrigð skynsemi að bregð- ast okkur. Við sáum sýnir „Það getur ekki Hðið á löngu, áður en flugmaðurinn kem- ur aftur,“ sagði undirliðsforingi einn úr Highlander-liðinu við mig einn morgun- inn. „Hvaða flugmaður?“ spurði ég. „Sá, sem var hér í nótt,“ svaraði hann. >.Hann, sem sótti konurnar og þá særðu.“ Hermaður einn hallaði sér út yfir borð- stokkinn og saup græðgislega sjó. „Þetta er ferskt vatn!“ hrópaði hann UPP. „Þetta er ferskt vatn — sem ég er heill og lifandi!“ Ég tók að sjá ofsjónir — áleitnir vöku- draumar um mat og drykk og viðkunnan- iegt umhverfi. En í hvert skipti' vaknaði eg þó upp við rugg bátsins og ölduganginn. Smátt og smátt varð að engu sú félags- iega samheldní, sem hafði tengt okkur öll 1 byrjun. Við vorum á verði gagnvart öðr- Um, fylgdumst hver með öðrum, tortryggð- Um hver annan. Frá því fyrsta daginn Hafði maturinn og vatnsbirgðirnar verið Undir stöðugri gæzlu. „En hver gætir hans, Sem á að gæta þess arna?“ tókum við að sPyrja, hver af öðrum. Við vorum eins og nópur soltinna úlfa, þegar úthluta átti birgðaskammtinum. Það var líka fleira, sem benti í þá átt, Sem þróunin myndi fara. Yfirliðsforingi Slnn, sem nýbúinn var að liggja sína fjóra Hma í sjónum, og hafði um sig björgunar- Pelti, því hann var ósyndur, neitaði að nta beltið af hendi við manninn, sem tók Vl$ af honum og líka var ósyndur. Loks að taka það af honum með valdi. Hann hélt dauðahaldi í það, eins og það v®ri hið eina lífakkeri hans. Eftir að °ngu var skollið á myrkur, heyrðum við aun enn vera að tauta yfir þeim órétti, Sem hann hefði verið beittur. Síðan heyrð- Urn Vlð líka, að einhver gaf honum utan udir. Og næsta morgun sást hann hvergi. Hvern einasta morgun hafði fækkað 1 atnum. Menn hurfu hljóðalaust, og eng- hEi inn spurði, hver orsökin hefði verið. Innst inni var rödd, sem hvíslaði að hverjum og einum, að einum manni færra þýddi stærri skammtur og meira svigrúm í hinum of- hlaðna bát. Það var um þetta leyti, að við tókum eftir því, að smáhópur, um það bil fimm menn, héldu sig mikið út af fyrir sig. Þeir töluðu alltaf saman í lágum hljóðum og gáfu okkur hinum hornauga. Auðséð var, að þeir ætluðust eitthvað fyrir, sem ekki var af betra taginu. Nótt eina gerði ofsarok, og mikinn sjó gaf á bátinn. Á meðan við stóðum að austrinum, heyrðum við stanzlaust hróp og hálfkæfð neyðarköll, og um morguninn höfðu tuttugu manns horfið. Ég þóttist nú fullviss um, að fimmmenningarnir hefðu afráðið það sín á milli að losa sig við okk- ur hina með tölu. Dagarnir liðu, og alltaf varð útlitið ískyggilegra. Stýrimaðurinn hollenzki lá í móki. Andlit hans var eitt svöðusár. í tvo sólarhringa lá hann með höfuðið í skauti konu sinnar. Hún raulaði lágt yfir honum, hjalaði í eyra hans orð, sem eng- inn heyrði. Og á nóttunni heyrðist hún hálfhrópa „Neen, neen,“ eins og hún reyndi að fá hann til að hætta við einhverja fjar- stæðu. En hann sleit sig burt frá henni að lokum og hrópaði: „Ég verð að komast burt — eitthvað burt og sækja hjálp!“ Síðan steypti hann sér fyrir borð og synti burtu. Það sem eftir var nætur heyrðum við bældan grát kon- unnar. Og allan næsta dag... Undir sól- arlag var sem báturinn kipptist eilítið við, og við sáum, að hún var horfin. Paris ofursti var nú að mestu með- vitundarlaus orðinn og kraftar hans voru á þrotum. Ungur flokksforingi, Mike Blackwood að nafni, annaðist að mestu um hann — jafnvel þótt aðeins væri um að ræða hinn knappa vatnsskammt, sá hann til þess, að hann væri geymdur handa hon- um. Svo var það einn dag, að Paris ofursti lyfti höfði fyrirvaralaust og vingjarnlegt bros lék um andlit hans. „Hvað segið þér um það, að við förum saman í klúbbinn Milisblaðið 185'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.