Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 13
Nokkru eftir þetta fóru þeir Lagnel- feðgarnir í samhryggðar- og kurteisis- heimsókn til frú Grosselets. Ungfrú Nicole var heima, og Lagnel gamli veitti því at- hylgi, sér til mikillar ánægju, að Raymond sendi hinni ungu og yndislegu stúlku hýr- legt auga. Á meðan ungmennin voru nið- ui'sokkin í eitthvert samræðuefni, notaði Lagnel tækifærið til að segja við frú Grosselett: „Þér getið verið stoltar af að eiga svona fallega og vel uppalda dóttur. Hefur hún hugsað sér að gifta sig bráðlega?“ „Æ!“ svaraði móðirin og stundi. „Það er nú einmitt mitt stóra áhyggjuefni.“ „Áhyggjuefni, segið þér! Hún myndi ekki geta valdið yður áhyggjum með slíku, °g auk þess ...“ Þarna varð hann að hætta, því að ung- Uiennin komu á vettvang.------ Tveim vikum síðar kom Lagnel aftur í heimsókn til frú Grosselets og fann hana eina heima. Er hann hafði haft orð á jhnsum ómerkilegum atriðum fyrir siða- sakir, kom hann að því efni sem var til- gangur heimsóknarinnar. „Það hryggir mig, að ég skuli ekki fá tækifæri til að kasta kveðju á dóttur yðar, "-ená hinn bóginn sakar það ekki, vegna hess, að mig langar til að ræða við yður Urn hlut, sem liggur mér mjög mikið á hjarta. Þér minnizt þess kannski, að þeg- ar ég var hér síðast, spurði ég yður, hvort dóttir yðar væri að hugsa um að giftast. Ég er hingað kominn í dag á vegum s°nar míns — til að biðja yður um hönd Ulrgfrú Nicole.“ »Ó,“ stundi frú Grosselet og greip and- anrr á lofti. „Ég er yður innilega þakklát. ^onur yðar er ungur og upprennandi verk- tyæðingur og mikið mannsefni, og ég hefði ekkert á móti þessu. En það er einn hlut- Ur» sem ég verð fyrst að segja yður: Ég ... eg er alls ekki vel stæð fjárhagslega.“ „Ojá,“ svaraði Lagnel hugsi. „Hver er Sv° sem vel stæður, ef út í það er farið?“ »Þér skiljið mig líklega ekki. Ég get a s ekki látið dóttur mína fá hinn minnsta ueimanmund.“ »Verið ekki að hugsa um það, kæra frú. °nur yðar er ungur og upprennandi verk- Heimilisblaðið og ef þau verða ákveðin í því að gifta sig eftir hálft ár eða svo, finnst mér, að við hin gömlu ættum ekkert að hafa á móti því. Sem sagt: — ég þurfti aðeins að fá formlegt samþykki yðar — allt hitt sé ég um.“ Lagnel fór heimleiðis í bezta skapi. Hann néri hendurnar í sælli ánægju. — Frú Grosselet var sem sagt mjög skynsöm kona, sem hafði vit á því að halda vel í þær milljónir, sem maðurinn hennar hafði örugglega látið eftir sig. Nei, það var engin hætta á því, að peningunum væri kastað á glæ, svo lengi sem hún var ofar moldu. Og viðskipta-hæfileika átti hún díka til að bera, úr því hún hugsaði sér að gifta burt dóttur sína án þess það kostaði. hana grænan eyri. Þannig átti fólk ein- mitt að vera! Og þeim mun meira myndi falla í hlut Raymonds. Það yrði honum óvænt undrunarefni, og hann gæti á viss- an hátt verið föður sínum þakklátur fyrir það, — fyrir framsýni gamla mannsins. En það hyggilegasta af þessu öllu saman var þó einmitt að láta sem maður tryði öllum fullyrðingum ekkjunar um það, að hún ætti ekkert til. Það myndi einmitt gleðja Raymond, kjánan þann arna, því að hann vildi nú einu sinni alls ekki kvænast til fjár. Það fór eins og Lagnel hafði grunað. Raymond lék á als oddi, er hann heyrði fréttirnar. Ákveðið var, að brúðkaupið ætti sér stað strax að umliðnum sorgar- árinu; og enn néri Lagnel gamli hendurn- ar af sjálfsánægju og feginleik. Að kvöldi brúðkaupsdagsins bauð frú Grosselet nánustu vinum til kvöldverðar. Við það tækifæri kynnti hún Lagnel fyrir gömlum og virðulegum hjónum. „Kæri vinur,“ sagði hún. „Mig langar svo til að kynna yður fyrir hr. og frú Dutreuil, leigjendum mannsins míns — og nú mínum eigin —, gömlum og góðum vin- um okkar, sem ég vona, að eigi eftir að verða vinir yðar líka.“ „Gleður mig að kynnast yður, hr. Dutr- euil,“ sagði Lagnel um leið og frú Grosselet gekk frá. „Frúin hefur sagt mér, að þér séuð leigjandi hennar, og ég man enn eftir 189»

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.