Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 14
hinum undurfagra og stóra kransi, sem þér senduð við útför hr. Grosselets. Það hefur sennilega verið þér, sem stóðuð fyrir söfnuninni?" „Söfnuninni? Hvaða söfnun?“ „Ég á við,“ svaraði Lagnel. „Stóðuð þér ekki fyrir því að safna inn meðal hinna leigjendanna fyrir kransinum, sem ég var aS tala um?“ „Onei-nei,“ svaraði Dutreuil og hló við lítillega. Blessaður maðurinn hafði aldrei neina leigjendur nema okkur hjónin. Við leigjum tvö herbergi hérna fyrir ofan og leigjum þau mjög ódýrt. Ég sé, að þér undrizt það, að við skyldum geta borgað svona dýrmætan krans. Það gátum við heldur ekki. Sannleikurinn var sá, að það var frú Grosselet sjálf, sem borgaði hann. Okkar á milli sagt var Grosselet heitinn maður, sem ekki kunni að fara með pen- inga eða krækja í þá, og þess vegna var hann alltaf í fjárhagslegri klípu. Áður en hann dó, skrifaði hann um það, hvernig hann vildi, að útför sín færi fram — í öllum smáatriðum, einnig það, að hann vildi fá krans með áletrun, og vesalings konan hans varð nauðug viljug að fara að hinzta vilja hans. Grosselet hefur ekki trú- að okkur fyrir neinu, en við höfðum hugs- að margt og mikið um hina kostnaðar- sömu jarðarför, — og niðurstaða okkar, konunnar minnar og mín, er sú, —■ að hann hafi haft dóttur sína í huga ... Þer skiljið: Fólk átti að halda, að hún væri ríkmannlegt gjaforð . . . Sem sagt. . .“ „Þetta áttirðu nú ekki að segja svona hreint út, væni minn,“ sagði þá frú Dutre- uil. „Ég sé heldur ekkert athugavert við þetta, úr því það leiddi til þess, sem það hefur gert. ..“ Lagnel beið ekki eftir því að heyra meira. Hann gekk til sonar síns og dro hann afsíðis. Skjálfandi röddu sagði hann. „Það er þokkaleg saga, eða hitt þó held- ur . . . Ko-konan þín á ekki einu sinni salt- ið út í grautarpottinn!“ „Hvað er eiginlega komið yfir Þ1^’ pabbi gamli?“ spurði sonurinn. „Þú vars nú búinn að segja mér þcið fyrir löngu! „Já, en ég vissi það ekki! Ég hélt.. „Elsku pabbi, segðu heldur að þú hald- ir, að ég hafi fengið yndislegustu konu í heimi, sem alls ekki gæti verið dásain- legri í mínum augum, þótt hún væri klæd í gull frá hvirfli til ilja!“ < Með þessum flöskuhaldara, sem framleiddur er i Japan, get- ur barnið notað pelann án að- stoðar annara. Á eyjunni Jamaica sem er skammt frá Cubu, var þessi stúlka valin fegurðardrottning ár- ið 1958. Hún heitir Adrienne Dup- erly, og er nú farin að leika í kvikmyndum. > 190 HEIMILISBLAÐ10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.