Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 15
Italska írelsisbetjaii Garibaldi 17 marz í VOR minntust Italir 100 ára afmælis sameiningar landsins, sem kon- ungsríkis undir stjórn Victors Emanúels. Aðalhetjan í sameiningarbaráttunni var Giuseppe Garibaldi. Hann var fæddur 4. júlí 1807 og dáinn 2. júní 1882. Hann kynntist ungur sjónum, var í flota Sard- íníumanna, fór til Suður-Ameríku 1836 og tók þar þátt í byltingu í Brasilíu, þar sem hann fékk á ýmsan hátt svalað ævintýra- löngun sinni. Árið 1848, er honum barst til eyrna fréttin um frelsisstríðið heima fyrir, sneri hann þegar í stað til Italíu og gekk í her Sardíníumanna. En þar eð hann var lýðveldissinni, var þénustu hans brátt hafnað, og fór hann þá til Lombaríu og barðist sem sjálfboðaliði í Como-héraðinu. í desember sama ár hélt hann til Rómar °g var kjörinn í ráðgjafanefnd grundvall- urlaganna, og var þar með einn af þeim, sem grundvölluðu hið rómverska lýðveldi. Hann tók þátt í vörn Rómar gegn her Frakka og var þar í fylkingarbrjósti. En eftir að borgin féll, fór hann til norðurhér- aðanna og stóð þar fyrir andspyrnuhreyf- *n£u, en átti þó við að etja ofurefli Aust- Urríkismanna. I San Marino leysti hann UPP lið sitt og neyddist til að flýja til Genúa. Þaðan var honum vísað brott af sardíniskum stjórnarvöldum, og fór þá bessi dugmikla og bjartsýna frelsishetja Sem landflóttamaður til Norður-Ameríku °£ gerðist skipstjóri á Kyrrahafsskipum. Árið 1854 sneri hann heim aftur, festi kaup á hluta eyjarinnar Caprera og var yaraforseti þjóðþingsins 1857. Þegar stríð- 'ð brauzt út 1859, hófst hið ógleymanlega sevintýri Garibaldis, sem varla á hliðstæðu ^Eimilisblaðið í sögunni. Sem leiðtogi sjálfboðaliða frá Ölpunum tók hann bæinn Como. Skömmu síðar kom honum í hug að sækja að Kirkju- ríkinu, en hætti við það með tilliti til Frakklands. Árið 1860 var hann kjörinn til fulltrúadeildar þingsins og lét þar óspart í ljós hryggð sína yfir falli Nizzu (fæðingarbæjar síns) í hendur Frökkum. Upp frá því bar hann haturshug til Napó- leons III., jafnframt því sem hann botnaði ekki í stjórnarathöfnum Cavours, er voru rómversku eðli hans óskyldar á ýmsan hátt. Hatrið í garð Napóleons III. átti að miklu leyti þátt sinn í næstu athöfnum Garibaldis: herförinni til Sikileyjar. Ca- vour, sem vildi gjarnan friðmælast við Giuseppe Garibaldi 191

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.