Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 17
Gestrisni Smásaga eftir ALEX BERRY. „Julietet!“ segir Anatole Troipeu, þar sem hann stendur og er að raka sig. Það er konan hans, sem hann ávarpar. „Ég hef verið að hugsa um það, að við munum bráðlega neyðast til að bjóða Agötu frænku að heimsækja okkur. Geturðu ekki sent henni línu í dag og beðið hana um að dveljast hjá okkur eins og í einn mánuð?“ „Mánuð! Hvernig hugsarðu, maður! Manstu ekki, hvað hún var með fádæmum erfið, þegar hún var hér síðast? Og hvað hún er tilætlunarsöm. Maður verður að skera þrjár eða fjórar sneiðar af steik- inni áður en hún fær sneið, sem henni lík- ar að öllu leyti við. Og beri maður fyrir hana kökur eða ávexti, stingur hún alltaf einhverju af því í töskuna sína til að jóðla á síðar um kvöldið.“ „Þetta eru allt smáatriði. Mundu það, að hún er mjög rík, og auk þess ósköp ein- mana sál, sem á engan að nema okkur. Hún þarfnast einhverrar vináttu og hjartahlýju. Ef ég á að vera heiðarlegur, finnst mér ekki, að við getum verið þekkt fyrir annað en reynast henni vel.“ „Þá verðurðu að skrifa henni sjálfur. Ég hef sannarlega engan tíma til þess í dag, því ég þarf að sjóða sultu.“ Troipeu hnýtir bindi sitt vel og vand- lega og strýkur af hattinum sínum. I sömu andrá kemur dóttir hans inn í stofuna eins og æðandi hvirfilvindur: „Bless, pabbi, ég er að fara að heiman — ég verð hjá henni Mörtu í allan dag.“ „Bíddu andartak, Lucette, — þú mátt vel vera að því að skrifa henni frænku nokkr- ar línur og biðja hana um að koma og vera hjá okkur í tvær vikur eða svo. Þú veizt, að hún hefur mikið dálæti á þér, og henni bætti fjarska vænt um, ef þú skrifaðir henni.“ „Er þér alvara að fá það fornaldardýr inn á heimilið ?“ svaraði Lucette með and- stuttri hneykslun í rómnum. „Ég get látið þig vita það, að ég læt ekki sjá mig með henni úti á götu. Hugsaðu þér hattinn hennar með páfagauksfjöðrunum. Þar að auki snýr hún sér við og glápir á eftir fólki, sem ekki er klætt eftir hennar eigin smekk — og talar um það upphátt án þess að blygðast sín. Þegar maður fer með henni í verzlanir, reynir hún að fá verðið lækk- að, og veldur afgreiðslufólki mikilli fyrir- höfn án þess að kaupa kannski nokkurn skapaðan hlut... nei takk!“ „Heyrðu nú, Lucette litla, þú verður að minnast þess, að henni gæti komið til hug- ar að skenkja þér álitlegan heimanmund einn góðan veðurdag.“ „Þess þarf ekki. Augu mín eru mín auð- legð — tveir tindrandi gimsteinar. Svo verður hún bara glaðari, ef þú skrifar henni sjálfur. Bless, pabbi minn.“ Frammi á gangi hittir Troipeu son sinn Maurice og segir: „Heyrðu, Maurice, hef- ruðu ekki andartaks-stund aflögu til að skrifa henni Agötu frænku þinni og bjóða henni að dveljast hjá okkur í tvær vikur?“ „Æ, svei því, hvað höfum við að gera við hana? Bolabítur er vingjarnlegt dýr í samjöfnuði við Agötu frænku. Ég vil alls ekki eiga neinn þátt í því að fá þann hryll- ing yfir okkur.“ Síðar um daginn, þegar frú Troipeu er búin að sjóða sultuna og er í ágætu skapi sökum þess hve verkið hefur heppnazt vel, fer hún aftur að hugsa um orð mannsins síns og bréfið. „Ég var satt að segja ekkert sérlega vin- gjarnleg við hann Anatole minn,“ hugsar hún. „Ég veit að hann getur alls ekki skrif- að sendibréf, — svo að líklega ætti ég að hripa fáeinar línur til Agötu frænku . ..“ Um tíuleytið um kvöldið fær Lucette litla einnig samvizkubit. Hún viðurkennir með sjálfri sér að hafa verið viðskotaill við föður sinn og segir við vinkonu sína: „Geturðu ekki hjálpað mér um örk af bréfsefni og eitt umslag? Ég verð að skrifa smá sendibréf fyrir hann pabba. Ég veit honum er þægð í því...“ Heimilisblaðið 193-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.