Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 23
< Kvikmyndaleikkonan Haya Harareet frá ísrael var valin til að leika aðaliilut- verkið i kvikmyndinni „An- einea“, sem drottningin á At- iantis. Hér sést hún með kvikmyndaleikaranum - Rab Fulton við kvikmyndatök- una, sem fór fram i Róm. Miss Anna Mitcliell Hedges í Reading, Englandi, er hér með rússneska helgimynd, svarta madonnu, sem er alsett eðalsteinum, 663 demöntum, 158 rúbínum, 150 perlum, 32 smarögðum, 6 safírum. Verð- mæti hess er talið vera um 12 milljónir króna. — Sögu- sagnir herma, að ])að hafi verið máttur þessarar lielgi- myndar, sem hjálpaði Rúss- um að sigra Napóleon. < Franski ambassadorinn i London hefur matsvein frá Vietman, Bni Van Hau, og matreiðslulist lians er mik- ilsmetin í hópi stjórnarer- indrekanna. Fyrir skömmu var honum hoðin staða hjá Kennedy Bandaríkjaforseta, sem hann hafnaði, þvi hann kýs að vera áfram hjá þess- um sömu liúsbændum, sem liann hefur nú í 22 ár þjónað dyggilega. Vinsældir skeggs fara sívax- andi til mikillar ánægju fyr- ir rakarana, sem fá nóg að gera við að snyrta og móta ]>etta skraut karlmannsins. > < Það mundu víst flestir skóburstarar afþakka að bursta skó númer 75. Þessa „pramma" á hinn heimsfrægi trúður Coco, og verður sjálf- ur að bursta þá með aðstoð konu sinnar. Það er orðin venja, að Coco sýni sig á þessum risaskóm, sem eru sérstaklega smiðaðir handa . honum. Þessi stúlka er dýratemjari i fjölleikahúsi, og hefur van- ið eitt af stærstu bjarndýrun- um til að stökkva yfir höfuð sitt. Það er bíræfni, því það gæti haft afdrifarikar afleið- ingar fyrir hana, ef þessari þungu skepnu mistækist stökkið og félli ofan á hana.> ^EIMILISBLAÐIÐ 199

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.