Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 24
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI Framhaldssaéi Þegar hlé varð á dansinum, gekk hún fram og sagðist óska eftir góðum dans- manni í spánskan dans. Hún þaut svo um gólfið í trylltum dansi, en hafði jafnan auga með Rinaldo. Hann stóð við hlið Láru, sem varpaði fram þessari spurningu: „Hvernig lízt yður á dansinn?“ „Ég mundi fyrir engan mun leyfa unn- ustu minni að dansa þennan dans við ann- an mann.“ „Jæja,“ sagði Lára brosandi. „Það er gott, að það snertir hvorki yður né greifa- frúna.“ Dansinum var lokið. Greifafrúin varp- aði sér niður á stól, notaði vasaklútinn fyrir blævæng og benti Rinaldo að koma til sín. „Hvernig fannst þér ég dansa þennan spánska dans?“ „Sérstaklega vel fyrir þann, sem þér dönsuðuð við,“ svaraði hann. „Jæja, þá skuluð þér dansa hann við mig.“ Greifafrúin brosti. Hann ætlaði að svara, þegar dansmaður greifafrúarinnar kom þar að og álasaði henni fyrir að reyna svona mikið á sig. „Gerir það yður nokkuð til?“ spurði greifafrúin ólundarlega. Rinaldo beið ekki eftir svari hins kvíða- fulla dansmanns, heldur sneri frá og fór að tala við Romano markgreifa. Nokkru síðar kom greifafrúin aftur og bað hann að fylgjast með sér. Þau gengu inn í hliðarherbergi. Lára veitti þessu at- hygli og gekk að dyrum herbergisins og fékk sér þar sæti eins og af tilviljun, en var á hleri. „Riddari,“ mælti grefafrúin. „Mér hef- ur verið fengið í hendur bréf til yðar, sem ég nú fæ yður. Þér getið lesið það hér í einrúmi, ef þér viljið.“ „Hví þá?“ „Vegna umhugsunar um hitt og þetta — eða um hina eða þessa stúlku.“ „Ég veit ekki, hvað ...“ „Hvað stúlkan heitir. Áreiðanlega ekki Martagno. Hún hlýtur að bera miklu fallegra nafn. Kannski Lára eða eitthváð í þá áttina. Ég heiti aðeins Dianora. Það er ekkert skáldlegt við það nafn né held- ur nein mýkt yfir því. En látið mig ekki trufla yður.“ Hún fór út, og Rinaldo opnaði bréfið, sem var frá Olimpiu. Því fylgdu bréf til Romanos markgreifa og Malventos baróns. — Rinaldo las bréfið: „Kæri riddari! Ég vona, að þú sért við góða heilsu. Þú ert að minnsta kosti í hinum beztu hönd- um. Samkvæmt skriflegu loforði þínu, Þa bið ég þig að auðsýna mér þakklæti þitt með því að fara að ráðum Romanos mai’k- greifa í einu og öllu. Hann mun segja þer> að tækifæri gefist til að kynnast þeim gamla frá Fronteja. Þú skalt ekki van- rækja það. Ef til vill getum við brátt talazt við. Ég get sagt þér það í fréttum, að ræningja- flokki hins alræmda Rin'aldins hefur ver- ið algjörlega útrýmt. í gær voru níu félag- ar hans skotnir í S. Sucito. Þeir hefðu boi- ið það allir, að sjálfur Rinaldini hefði fallið við hlið þeirra. Menn eru nú mjög fegnir, að þessi hættulegi maður hefui þannig lokið lífi sínu. Hann átti heldui einskis annars úrskota, því að litli hópui' inn hans var umkringdur af 400 mönn- um. Eintio á þó að hafa brotizt í SeSn 200 heimilisblað1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.