Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 25
ásamt nokkrum félögum sínum. Hans er nú leitað. Það er og í fréttum, að höfuðsmaðurinn, sem þú þekkir vel, hefur nærri verið stunginn til bana. Ástand hans er alvar- legt. Maður nokkur að nafni Lodovico var þar að verki, en hann komst undan. Kærar kveðjur. Þín elskandi Olimpia." Rinaldo stakk bréfinu í vasann, um leið og Lára gekk inn. Hún sagðist vera að leita vinkonu sinnar, en hún var samt kyrr þarna inni, þótt hana væri þar ekki að finna. Þau fóru að tala saman og voru þá allt í einu alveg á óvænt komin í málverka- safnið. Þau héldu áfram og komu 1 fagran sal, þar sem veizlan skyldi haldin. „Það verð ég að segja, að greifafrúin hefur búið hér vel um sig,“ sagði Lára. »Hús hennar er efalaust eitt hið fegursta í Messína.“ »Úr því get ég ekki skorið.“ „Þér megið trúa því. Greifafrúin hef- Ur yfirleitt góðan smekk, og hún er sér- lega elskuleg. Sagt er, að hún ætli að gift- ast manninum, sem hún dansaði við sPánska dansinn. »Einmitt það! Ég óska henni hamingju 1 hjónabandinu,“ sagði Rinaldo. »Hvers vegna eruð þér enn ókvæntur ?“ »Það er nóg fyrir mig að hugsa um sjálf- an mig. Tekjur mínar mundu ekki hrökkva fyrir mig og konu.“ »Þér verðið að fá yður ríkt kvonfang." »Ég verð þá að vinna ástir slíkrar konu.“ »Það er mikilvægast. — Hversu lengi verðið þér í Messina?" spurði Lára. »Eins lengi og mér sýnist.“ »Kunnið þér þá vel við yður hér?“ »Já, ágætlega," sagði Rinaldo. Nú voru þau aftur komin í hliðarher- ^ergið. Hún hvarf þaðan út. Rinaldo skil- aði bréfunum frá Olimpiu, hvarf síðan aft- ú!’ inn í hliðarherbergið, lagðist þar fyrir a legubekk og var hugsi. Þarna var hann óáreittur, þangað til úðurhljómurinn boðaði hann til veizlunn- ai’- Þar sem hann var ókunnugur, var hann látinn sitja við hlið húsmóðurinnar, greifafrúarinnar. Lára sat gegnt honum. Hann var dapur í geði eftir allar hugleið- ingarnar, og hann var mjög hátíðlegur í framkomu við sessunaut sinn. Lára skemmti sér vel yfir því. Malvento barón skemmti gestunum með frásögn af endalokum Rinaldos í Kala- bríu. Út af því spunnust miklar umræður. Lára leit svo á, að dauði þessa göturæn- ingja hefði verið alltof heiðursríkur. Hann hefði verðskuldað hina þyngstu refsingu. Rinaldo fékk sting í hjartað, þegar hann heyrði þetta. Þessi miskunnarlausa stúlka tapaði þegar að nokkru þeirri velvild, sem hún hafði unnið hjá honum. — Greifafrú- in sagði aftur á móti, að Rinaldini hefði verið mikilmenni, sem orðið hefði að standa í fararbroddi sinna manna til þesss að tryggja sér góðan orðstír. Greifafrúin hlaut við þetta þann stað í hjarta Rinald- inis, sem Lára hafði áður skipað. Romano markgreifi kynnti vin sinn fyr- ir gestunum. Hann kvað herra riddarann hafa sagt, að hann hefði þekkt Rinaldini. Gestirnir tóku þá að spyrja hann spjörun- um úr. Lára spurði: „Hvað finnst yður um þennan ræningjaforingja?" „Hann hefur komið mjög göfugmann- lega fram við mig,“ sagði Rinaldi. „Ég var á valdi hans, og það misnotaði hann engan veginn." „Hvernig leit hann út?“ spurði greifa- frúin. „Hann var göfugmannlegri ásýndum en iðja hans gat gefið til kynna,“ svaraði Rinaldo. Lára úthúðaði Rinaldini, unz samtalið beindist að öðrum efnum. Um nóttina var dansað. Um dagmál hélt Rinaldo ekki til herbergja sinna, held- ur gekk út fyrir borgina, þar sem gaf að líta garða og bændabýli, til þess að geta sem bezt notið hinna fögru morgun- stunda, sem nú runnu upp yfir þessum frjósömu dölum. Spor hans sáust í dögg- votu grasinu, og hann stefndi í átt til hæð- ar einnar, þar sem hann mundi hafa gott útsýni yfir hið fagra hérað. Sólin varp- aði ljóma sínum um himin og jörð og ^Eimilisblaðið 201

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.