Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 27
Ég skal láta vísa yður til vegar ...“ ,,Ef þér viljið senda mig á burt...“ „Ég held gjarnan því, sem ég hef, en ég vil ekki beita neinum brögðum í því skyni. Ef Lára á ekki sök á þessari til- viljun, þá er mér sama, hvað hún heitir. Þér eruð velkominn.“ Hún bauð honum arminn og fór með hann inn í laufskálann. Á borði einu þar inni lá gítar og bók. Það voru kvæði Petrarca. — Þau settust á bekk, og það varð stundarþögn. Að lokum spurði greifa- frúin mjög barnalega. „Um hvað vorum við að tala um dag- inn?“ „Um kvöldfegurðina?" Rinaldo brosti. Greifafrúin hló líka. Samtalið virtist ekki ætla að komast á skrið. Þau stóðu aftur upp, gengu um í garðinum, töluðu um fánýta hluti og komu brátt að sólskýli. Þar fóru þau inn og settust. Nú varð greifafrúin hin kátasta. „Ég er mjög glöð yfir því að hafa fengið að sjá yður svona óvænt, því að það eruð í raun og veru þér einn, sem getið læknað mig af því slæma skapi, sem sífellt þjáir mig.“ „Ég lít á þetta sem óverðskuldað hrós,“ sagði Rinaldo kurteislega. „Það er samt satt.“ „Ég vil halda mig við það, sem satt er, en — ef ég mætti spyrja — hvað er það, sem hefur íþyngt yður svo mjög?“ „Þér munuð komast að því. Óþolandi Oiaður er farinn að gerast nærgöngull við ttúg. Annar vill trana sér fram fyrir fjöl- skyldu mína sem eiginmaður ...“ „Og þér viljið ekki giftast aftur?“ „Að minnsta kosti hvorugum þessara ^oanna." Hönd hennar snerti hönd Rinaldos. Hún kippti henni að sér, en Rinaldo greip hana, brýsti hana blíðlega og fann, að sér var svarað á sama hátt. Þau horfðust í augu og föðmuðust af roiklum innileik. Það var svo auðvelt að veita og þiggja það, sem þau þráðu að gefa hvort öðru. En háværar samræður í trjágöngunum, sem lágu upp að sólskýlinu, hreif elsk- endurna aftur til veruleikans. Þau stukku á fætur og reyndu að jafna sig. Lára gekk inn ásamt nokkrum konum. Hægt er að ímynda sér, hvernig samfund- ir þessir urðu. Allir voru vandræðalegir, unz ökumennirnir komu til að flytja kon- urnar aftur til borgarinnar. Ekki var hægt að koma á neinum raunverulegum sam- ræðum. Rinaldo hjálpaði konunum upp í vagnana, og Lára hvíslaði að honum: „Til hamingju!" Greifafrúin sagði, svo að allir heyrðu: „Við sjáumst þó aftur á morgun, herra riddari?” Hann játaði spurningunni með því að kinka kolli. Vagnarnir runnu af stað, og Rinaldo var heldur niðurlútur, þegar hann kom aftur til íbúðar sinnar. Rinaldo hélt áfram heimsóknum sínum til greifafrúarinnar, og Lára skipaði ekki lengur neitt rúm í hjarta hans. Markgreifinn kom heim úr ferð sinni og talaði mikið um gamla manninn frá Tron- teja og lofaði Rinaldo að þeir skyldu hitt- ast. Spurningunni, hver þessi gamli maður frá Tronteja væri, svaraði hann á þessa leið: „Hann er ef til vill mesti spekingur vorra tíma. Hann er heimspekingur, sem hefur skyggnzt í hina dýpstu leyndardóma og út- skýrt þau efni, sem enginn vissi neitt áreiðanlegt um áður.“ „Ég skil nú ekki,“ anzaði Rinaldo, „hvaða gagn er að því fyrir mig að kynn- ast þessum manni. Ekki er ég fallinn til þess að fara að kafa í leyndardóma tilver- unnar.“ „Markmiðið, sem við vinnum að í sam- einingu krefst þess, að við kynnumst þess- um hlutum.“ Rinaldo þagði, og markgreifinn sá ekki ástæðu til þess að halda þessum samræð- um áfram. Allir heimilismennirnir voru boðnir til seturs greifafrúarinnar þetta kvöld, og Rinaldo kom þangað fyrstur manna. Menn snæddu úti í sólskýlinu, og allir voru í bezta skapi. Að máltíðinni lokinni settust menn á bekki, sem voru á auðu svæði í garðinum og ætluðu einmitt að ^Eimilisblaðið 203

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.