Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 29
í’unna. — Kom þá ekki einmitt karlasninn höfuðsmaðurinn. Ég lá á hleri, heyrði hvert orð, sá blika á korðann — og þá — ég skaut, og þorparinn féll til jarðar. Ég hafði hitt hann. Ef hann er ekki dauður, þá er það ekki mér að kenna. En fjand- inn hafi það — ég var fljótur að koma mér út úr garðinum. Ég duldist í trjá- göngunum fyrir utan garðinn og sá, hvernig uppnámið hjaðnaði smám sam- an, og enn fremur sá ég, þegar komið var með reiðhestinn. Mér datt strax í hug, að hann væri ætlaður foringjanum, og ég hafði rétt fyrir mér. Svo stiguð þér á bak. Ég fór í humátt á eftir til að sjá, hvert förinni væri heitið. Ég ætla að fylgja yður, hvert sem þér farið, ef þér leyfið það. — En ef þér viljið ekki fylgd mína, þá látið mig fá nokkra gulldali...“ „Þú kemur með mér. Ég fæ múldýr handa þér við fyrsta tækifæri.“ „Þökk fyrir,“ sagði Lodovico. „Bara það væri bráðum kominn dagur og hér í nánd væri veitingahús, svo að ég gæti stillt sárasta sultinn. Sjáið nú til! Við er- um nú tveir saman, og þá gengur allt bet- ur. Ég er með ágætar skammbyssur, og enginn getur unnið á yður, meðan ég get hreyft hönd eða fót.“ Lodovico hélt áfram að gorta í þessum dúr, unz dagur rann og þeir komust til þorps eins, þar sem þeir höfðu viðdvöl. Þeir fengu sér mat og drykk, og Rinaldo keypti múldýr handa Lodovico. Brátt héldu þeir ferð sinni áfram. Eftir sex daga ferð um hættuslóðir komust þeir heilir og höldnu til ákvörðun- arstaðar síns án þess að lenda í nokkrum ævintýrum. Höllin var byggð á háum fjallstindum og umlukt virkisveggjum og síkjum. Yfir þau lágu vindubrýr. Var þarna allgott vígi. Hallarvörðurinn var gamall, nokkuð þumb- aralegur, en góðhjartaður náungi, og hafði hann áður fyrr verið bryti hjá föður greifafrúarinnar. Þegar hann hafði lesið bréfið, sagði hann þurrlega: „Herra baróninum stendur til boða um- ráð allrar hallarinnar eins og greifafrúin hefur óskað eftir.“ Lodovico fór með reiðskjótana í útihús, en Rinaldo tók sér bólfestu í tveim her- bergjum með gamaldags húsgögnum. Hallarbúum hafði nú fjölgað mjög óvænt með komu þeirra Rinaldos og Lodo- vicos, en þeir voru annars þessir: hallar- vörðurinn, kona hans og dóttir, stúlka og örkumla maður, sem áður fyrr hafði verið þjónn hjá föður greifafrúarinnar á Spáni, en naut nú hér umbunar fyrir dygga þjón- ustu. Matarbirgðir hallarinnar voru alls ekki nægar, og tók Rinaldo sér þegar fyrir hendur að koma því í lag. Lodovico var sendur út til innkaupa ásamt Giorgio öryrkja og stúlkunni, og komu þau brátt aftur með asna hlaðinn birgðum og fylltu eldhús og birgðageymsl- ur hallarinnar alls konar matföngum. Ali- fuglar spígsporuðu nú um hallargarðinn. Víngeymslunni var komið í viðunandi horf. Hallarvörðurinn lét í té lykil að vínkjall- aranum. Nú færðist meira líf í hallarbúa, og hinir fyrri íbúar hallarinnar urðu kát- ir og upprifnir. Rinaldo sat um kyrrt í þessu forna f jalla- virki, rannsakaði umhverfið, fór í göngu- ferðir, las forna annála, hlustaði á ævin- týri úr héraðinu af vörum hallarvarðarins og lét Giorgio segja sér sögur úr herförum sínum. Einu sinni sátu þeir saman niðursokkn- ir í ævintýralegar frásagnir, þegar hallar- vörðurinn tók að segja frá yfirnáttúrleg- um viðburðum úr héraðinu og höllinni sjálfri. „Það er ekki allt með felldu i stóra salnum, þar sem stóri lásinn hangir fyrir dyrunum." „Það er umgangur þar inni.“ skaut Gi- orgio inn í. „Hvað er það?“ spurði Lodovico. „RotL ur og mýs?“ „Það er nú allt annað en rottur og mýs, sem þar er á ferli,“ sagði Giorgio hugsandi. „Hafið þið séð eitthvað?“ spurði Lodo- vico. „Ekki ég,“ svaraði Giorgio, „en ég hef heyrt nóg. En dóttir hallarvarðarins, Lis- berta, hefur séð eitthvað." „Er það, Lisberta?“ spurði Rinaldo. „Já,“ sagði hún. Heimilisblaðið 205

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.