Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 30
„Hvað hefurðu séð?“ „Greifafrúin ætlaði að koma hingað ár- ið sem leið, og þá gerðum við hreint í höll- inni. — Hún kom nú að vísu ekki. — Ég várð að sópa stóra salinn, en úr honum liggur stigi upp — ég veit ekki hvert — og er hann lokaður með góðri læsingu hérna megin, en göngin, sem liggja niður, eru líka lokuð hinum megin frá.“ Hallarvörðurinn tók fram í fyrir henni og: sagði: „Enginn hefur gert sér það ómak, meðan ég hef verið hér, að rannsaka þetta nánar, enda kemur enginn hingað til okkar. Greifafrúin hefur aðeins komið hingað einu sinni og dvalizt hjá okkur í þrjá dága.“ „Jæja, haltu áfram, Lisberta," sagði Rinaldo. „Þegar ég var einmitt um það bil að Ijúka við að sópa salinn, stóð ég kyrr litla stund á meðan ég fægði veggljósastiku eina. Þá heyrði ég fótatak. Ég hélt að það væri faðir minn, eða einhver annar, og skeytti ekkert um þetta. Þar sem hljóðið kom sífellt nær, sneri ég mér við og sá þá standa við opnar dyrnar að göngunum niður, hávaxna, holdgranna veru með skegg. Meira get ég ekki sagt, því að ég hné vanmegna niður á gólfið. Þegar ég kom aftur til sjálfrar mín, var veran horf- iri. Ég er alveg sannfærð um, að ég sá þetta. Ég gæti staðfest það með eiði.“ „Þetta er afar undarlegt!“ sagði Rin- aldo. „Já„ finnst þér ekki?“ sagði Giorgio. „Við skulum rannsaka þessa reimleika þegar á morgun, þar eð við höfum nógan tíma til þess,“ sagði Rinaldo. Hallarvörðurinn hristi höfuðið. „Ég verð ekki með. Ég hef enga krafta til þess.“ „Við Lodovico gerum það einir, en Gi- orgo verður samt að fylgja okkur. Hann er líka gamall hermaður,“ sagði Rinaldo. 1 Giorgio ljómaði af ánægju. „Já, ég skal fara með. Ég skal berjast með ykkur.“ „Verið ekki að þessu, herra barón. Það ér ekki að vita, hvernig fer, sagði Lisberta aðvörunarrómi. „Verið áhyggjulaus. Ég kann að kveða riiður drauga ...“ Rinaldo brosti. Lisberta svaraði: „Ef þið væruð nú að- eins vissir um, að það fari ekki eins fyrir yður og hettumunkinum, Bonifaz, sem ætl- aði að kveða niður afturgöngur, en var sjálfur lúbarinn . . .“ Lodovico hló hátt: „Það hljóta að hafa verið áþreifanlegir draugar.“ „Já, vissulega,“ sagði Lisberta. „Sá góði maður varð að liggja þrjá mánuði í rúm- inu. Hann er enn á lífi, og þið getið sjálf- ir spurt hann um þetta.“ Við óttumst ekki höggin. Við höfum líka hnefa og berjum frá okkur, ef á okkur er ráðizt,“ sagði Lodovico. „Guð gefi, að til þess komi ekki,“ sagði Lisberta. Rinaldo brosti: „Þú munt annast um mig og hjúkra mér, ef ég kem aftur blár og blóðugur — er það ekki?“ „Já, að sjálfsögðu. Þér og Lodovico mun- uð þola eitt högg, en ég veit ekki, hvernig' færi fyrir Giorgio, ef hann fengi högg a feyskin beinin ...“ Vertu ekki svona spotzk, stúlkukind. Beinin í mér eru sterk að því fráteknu, að ég var svo óheppinn að fá kúlu í mjöðm- ina á mér hjá Barcelona. Ég er járnsterk- ur að eðlisfari. En ég hef að vísu orðið fyrir þessu skoti hjá Barcelona og högg fékk ég í hægri öxlina hjá Bellegarde og slíkt getur gert mann magnvana. Svo fékk ég litla hjúkrun, eins og títt er í hernaði- Ég finn fyrir þessu við veðrabreytingu. -y' Ég fer nú með, hvað sem hver segir, til að reyna að hafa upp á afturgöngunum 1 höllinni. Sverð mitt er enn óryðgað.“ Hvaða gagn er að því?“ spurði Lis- berta.“ Ég skal útvega ykkur vígð kerti- Þau munu reynast miklu betur. Ég á enu eftir kerti úr síðustu pílagrímsför. Sóknai- presturinn hefur sjálfur vígt þau, og ÞaU munu áreiðanlega reynast miklu betur en ryðgaða sverðið yðar. Jafnvel þótt Þa væri gljáandi, þá gerir það ekki hi minnsta gagn gegn draugum . . Þannig voru umræðurnar. Rinaldo vai ákveðinn í því að hefja rannsókn á þessu dularfulla fyrirbrigði þegar næsta dag> hvað og varð. Stóri hengilásinn var tekinn frá salar- dyrunum, og þá féll slagbrandurinn niðu1- 2Ó6 heimilisblað1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.