Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 34
fara hingað, — og nú er ég kominn, eins og þér sjáið.“ Rinaldo þakkaði henni innilega fyrir hjálp hennar og vernd og fór svo smám saman að búa hana undir að heyra um upp- götvanir hans í höllinni og hlusta á sögu Viölöntu. Greifafrúin varð skelfingu lostin og krafðist að fá að tala við Violöntu. Hún heyrði svo söguna af hennar eigin vörum. Greifafrúin lofaði henni vernd og aðstoð. • Nú varð meira um að vera í höllinni. Hinn forvitni hallarvörður fékk nokkrar upplýsingar, en var jafnframt bent á, að spyrja einskis frekar. Violanta kom fram sém lagsmær greifafrúarinnar. 'Á fögru sumarkvöldi eins og svo oft er á Sikiley sátu greifafrúin og Rinaldo á einum af svölum hallarinnar og héldust í hendur. Bæði voru þau fámál. Loks tók greifafrúin til máls: „Einhvern tíma verður nú að taka af skarið varðandi þetta samband okkar. Hvers vegna frestum við því og gerum þannig lífið dapurlegt fyrir okkur? — Ségið mér í einlægni, hvað þér hugsið yður að gera.“ *;,Það, sem ég hlýt að gera, er að yfir- Sikiley.“ „Hvers vegna? Hafa menn á einhvern hátt sýnt yður fyrirlitningu eða vísað yður á dyr?“ „Já, hvarvetna," sagði Rinaldo. „Hvernig stendur á því? Talið greini- legar. Er la Cintra ekki hið rétta nafn yðar? Hvað heitið þér í raun og veru?“ ;,Þegar ég er kominn burt, þá munuð þér komast að raun um, hverjum þér haf- ið sýnt vináttu og blíðu.“ „Þér gerið mig hrædda. Romano mark- greifi gaf það til kynna, að hann þekkti yður...“ „Já, hann þekkir mig. Þó var mér engan veginn hugljúft að vera með markgreifan- um og félögum hans. Þeir ætluðu að hafa mig að leiksoppi í voðalegum leik. Nú sé ég þetta allt svo ofur vel. Ég komst undan í þetta skipti, enn einu sinni hef ég slopp- ið, en hver veit...“ „Talið skýrar, dularfulli maður.“ „ó, Dianora! Ég þarf ekki...“ „Hvað þá? Ég veitti þér ást mína, mig alla, allt, sem mér var dýrmætt, og samt getur þú dulið mig einhvers. — Ég vil vita meira um þig eins og þú veizt. Ég er reiðu- búin að fara með þér, hvert sem þú ferð.“ „Vertu kyrr! Þú getur ekki fylgt mér í útlegð.“ „Ég býð þér hönd mína.“ „Ó, hönd þín tilheyrir göfugri manni en mér.“ „Hún tilheyrir föður barnsins míns.“ „Guð almáttugur! Hvað varstu að segja? — Láttu barnið þitt bera þitt nafn, þeg- ar þú verður móðir. Nafnið mitt getur það ekki borið með sæmd.“ „Segðu allt af létta. Ég vil vita það.“ „Þegar þú hvíldir í faðmi mínum, Þa varst þú í örmum viðurstyggilegasta manns Italíu. Ég er Rinaldini.“ „Guð minn góður!“ Greifafrúin hneig niður og var nærri fallin í ómegin. Rinaldo fór með hana til herbergis hennar. Snemma næsta dags óskaði hann eftir viðtali við hana. Þá var látið svo heita, að hún svæfi. Skömtnu síðar var honum færður innsiglaður bréf- miði frá greifafrúnni. Hann lauk honum upp og las eftirfarandi: „Þú hefur gert mig ósegjanlega óham- ingjusama. Ég get ekki þolað að sjá þ1®’ aftur. Láttu mig um að mæta mínum örlög- um, og þú verður að taka þínum.“ Fíllinn er þrif- ið dýr, eins og sjá má á mynd- inni líður hon- um vel meðan dýravörðurinn þvær hann. 210 heimilisblaði®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.