Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 35
Ljúflingur lánsins Barnasaga eftir IJLLU BECKER. Það var einu sinni drengur, sem hafði lagt land undir fót til að sjá sig um í hin- um stóra heimi. Buxurnar hans voru stag- bættar bæði bak og fyrir, skyrtan hans hafði auðsjáanlega átt glæsilegri fortíð. Hár hans var hörgult, augun eins skærblá og hugsazt gat, og nef hans var fallega lagað og benti á sjálfstraust, þótt ekki væri það stærra en gengur og gerist. Ber- ir fætur hans virtust ekki finna fyrir grjóti eða möl vegarins, svo léttilega og jafnt steig hann til jarðar á sólheitum þjóðveg- inum og flautaði glaðlegt lag á göngu sinni. Dag nokkurn mætti hann háaldraðri konu, sem leit út eins og hún bæri á herð- um sér allar sorgir veraldar. Hún dragn- aðist áfram og studdist við kræklótt prik, og aldurinn hafði gert hana bogna og hnýtta. Hvasst nefið var bogið í keng, og auðséð var, að hún naut þess ekki, hversu fagurlega sólin skein á himinhvelinu. „Góðan dag, kona góð!“ sagði drengur- iun. „Hve lánsöm við erum með veðrið á bessum degi. Himinninn er blárri en uokkru sinni; ég sé bara ekki eitt einasta ský, nema fáeina hnoðra langt úti yfir sléttunni. Þau líta út eins og lömb í reif- um, sem hleypt hefur verið á beit við sjálf- an himinjaðarinn. Hugsa sér, hversu dá- samlegt það er að mega hlaupa um í aldin- garði himinsins! Eða haldið þér kannski, kona góð, að þetta séu bara engilbörnin ttieð hrokkinkollana sína, sem koma stund- um og leika sér með okkur jarðarbörnun- um?“ „Hvers konar þvælu ferðu með, dreng- Ur!“ tautaði gamla konan skrækri röddu. Rödd hennar var bæði skræk og hás, er hún opnaði munninn. „Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi séð nein engilbörn, og þessu fagra veðri í dag er svo sem ekki treystandi heldur. Það er skynsamlegast að vera ekki að kætast of snemma yfir neinu í þessum heimi. — En hvers konar flóttastrákur ert þú eiginlega ?“ Gamla konan lyfti höfði nóg til þess að sjá fram- an í sólbrúnt andlit drengsins. „Ég er Ljúflingur Lánsins!“ svaraði drengurinn og hló við. „Sólin skín alltaf að skýjabaki, og skýjaður himinn hefur aldrei getað gert mig leiðan á tilverunni. Sólargeislunum þykir bara svolítið gaman að því að fara í feluleik annað slagið — og þá fela þeir sig á bak við stóru skýin; en maður getur varla talið upp að þremur, áður en þeir brjótast fram aftur og allur heimurinn ljómar af hreinni gleði.“ „Þú kemur mér fyrir sjónir sem kynd- ugur náungi,“ sagði sú gamla og gekk leið- ar sinnar. Hún vissi það ekki, að allt það regn og sá snjór, sem fallið hafði stöðugt á lífsveg hennar, stafaði af því, að engla- börnin grétu og hörmuðu það, að hún vildi ekkert af þeim vita og kunni ekki að gleðj- ast, þegar sólin skein. „Að hugsa sér, að vesalingurinn sá arna skuli leyfa sér að kalla sig Ljúfling Lánsins!“ tautaði hún og hló við, svo að hún virtist jafnvel skemmta sér andartaksstund við tilhugs- unina. Það var nefnilega sólargeislinn frá hjarta drengsins, sem náði að lýsa henni spölkorn á leið. — „Stígðu upp í og aktu með mér spotta- korn! Þú hlýtur að vera þreyttur, aum- inginn!“ — Það var sjálfur hreppstjórinn, sem stöðvaði vagn sinn með góðhestun- um fyrir og tók drenginn upp í á hinum endalausa þjóðvegi. „Þökk þeim, sem býður,“ sagði drengur- inn, klifraði upp í og settist við hlið hrepp- stjórans. „Finnst þér ekki aktygin gljá fagurlega í öllu þessu sólskini?“ spurði hreppstjór- inn. „Og hefurðu nokkru sinni séð svo vakra hesta eða ekið í svona mjúkum vagni? Maður er nú ekki að eiga hlutina, nema þeir séu fullkomnir, karlinn minn!“ HEIMILISBLAÐIÐ 211

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.