Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 4
Fundum okkar bar saman í ferðalanga- gististað eða svo nefndu farfuglahreiðri, sem Lovina heitir og Pandji Tisna hafði sjálfur komið upp á Javahafsströndinni á Bali. — Hann brosti, þegar hann heyrði spurningu mína. „Þér hafið komizt að því, að Bali er ekki einungis staður, heldur og sálar- ástand,“ svaraði hann. „Hingað kemur nú orðið margt ferðamanna til eins dags dval- ar eða svo. Þeir fara í skyndi um eyjuna þvera og endilanga, kaupa sér minjagripi, skálma gegn um musterin, koma snöggv- ast á skemmtanir okkar og líta á dansana og smella af ótal myndum. Svo segjast þeir hafa komið til Bali, en með þessu móti verða þeir engu nær um það en áður, hvað Bali er í raun og veru. Það er ekki til neins að taka til að hlaupa og ætla sér að elta Bali uppi til að handsama hana. Enginn fær neina hlutdeild í gæð- um hennar með því móti, fremur en öðru, sem gott er í þessu lífi.“ „En hvernig þá?“ spurði ég. „Hvernig getum við þá tileinkað okkur anda Bali?“ „Menn verða að gefa sér tóm til þess,“ svaraði hann. „Opna hug sinn og hjarta fyrir Bali og leyfa henni inngöngu." Þessi hógværu orð minntu mig á þau al- gildu sannindi, sem við gleymum þó allt of oft, að öll mikilvægustu verðmæti lífs- ins fást sjaldan eða aldrei með því að sækjast eftir þeim með offorsi. Ef við verðum þeirra aðnjótandi, koma þau af sjálfu sér, eins og ágóðahluti eða aukaarð- ur af þeirri viðleitni okkar að vera góðs makleg. Það var um kvöld. Við sátum niðri við sjóinn og horfðum á öldurnar. Það lýsti af þeim, eins og af maurildum, er þær féllu upp að ströndinni og skvettu smágusum af tindrandi glitdropum upp fyrir flæðar- málið. Loftið var mettað af blómailmi og ómar af tónum bárust til okkar langt að. Við töluðum um öll þau ókjör af tíma og orku, sem færu til einskis hér í heimin- um í kapphlaupi mannanna við það að öðl- ast hamingju og lífsgleði, þessi æðstu og mestu lífsins hnoss, sem allir þrá, en eng- inn fær notið nema þeir hafi skilyrði til þess hið innra með sjálfum sér. Pandji Tisna sagði: „Hafa mennirnir nokkurn tíma öðlazt hamingjuna með því að leggja hana í ein- elti? ... Hér á Bali vitum við, að svo er ekki, því að hamingjan er eins og skugg- inn, hann fylgir okkur af sjálfu sér, þegar sól er uppi, en við getum ekki tekið hann með höndunum og haldið honum kyrrum. ... Hamingjan kemur innan að frá mönn- um sjálfum. Mér kom í hug, að ég hefði einhvern tíma lesið fréttagrein þess efnis, að árið 1955 hefði blýhylki verið múrað inn í vegg nýbyggingar einnar, eftir að lögð hefðu verið í það skrifleg svör nokkurra frægra manna við þeirri spurningu, hvernig þeir álitu að lífið hér á jörðinni mundi verða eftir 20 ár. Einn þeirra svaraði á þessa leið: „Árið 1975 munu mennirnir, enn sem fyrr, vera stöðugt í leit að lífshamingju, sem einnig, þegar sá tími kemur, mun hvergi verða að finna annars staðar en innra með þeim sjálfum.“ Pandji Tisna hlustaði með athygli og kinnkaði kolli til samþykkis. „Það er mikið rétt,“ sagði hann, „og svo mun einnig verða 2975 og 4975.“ Ungir elskendur, Balipiltur og Bali- stúlka, gengu fram hjá okkur rétt í þessu. Þau leiddust, hugfangin hvort af öðru og vissu varla í þennan heim eða annan. Neríublómi var stungið niður í fagurlit- an túrbaninn á höfði pilsins. Stúlkan var í sarong (indverskur kvenbúningur), hár hennar sítt og blásvart að lit, bærðist í golunni, og dökk og vökul augu hennar hvíldu stöðugt á andliti unga mannsins. Pandji Tisna hvíslaði: „Gildir ekki líka það sama um ástina? Margsinnis hef ég sagt við unga fólkið okkar: Hver og einn, sem leitar ástarinn- ar aðeins fyrir sjálfan sig, mun aldrei finna hana. Sá, sem þráir að njóta ástar, verður fyrst og fremst að gera sitt til, að hann sé þess virði að vera elskaður. Þa kemur ástin líka af sjálfu sér og ykkur mun veitast það góða hlutskipti að fá not- ið hennar.“ Pandji Tisna var mikið Ijúfmenni og vitur maður. Hann minntist á fleiri verð- mæti mannlífsins, sem hverfa frá okkur, ef við leitum þeirra með röngum hætti eða 224 HEIMILISBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.