Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 9
Draumurinn hafði verið svo ljós og langdreginn, að ég þurfti langan tíma til að átta mig, að það hafði verið draumur. Mig hafði aldrei dreymt svona ljósan draum, og heldur ekki síðar. Það var ekki fyrr en ég hafði drukkið teið mitt, að ég jafnaði mig svo vel, að ég gat hlegið að honum.“ „Þessi draumur var ekki til að hlæja að,“ sagði Anna. „Mér finnst þetta hafa verið fjarska sorgleg saga.“ „Æ“, gegndi Richard léttilega, „þetta var þó ekki sagan sjálf. Aðeins draumur- inn. Nú kemur sagan.“ Anna greip áratak, en hætti í miðjum klíðum. Báturinn mjakaðist skamman spöl, en stóð svo grafkyrr á vatninu. Ekki bærðist hár á höfði. „Næsta dag,“ hélt Richard áfram, „tak- ið eftir því, að það var strax daginn eftir — barst mér síðbúið boð til veizlu það sama kvöld. Ég bjóst ekki við þessu og hafði gert ráð fyrir að vera heima hjá mér um kvöldið og lesa í bók. En ég fór í veizluna. Þegar ég heilsaði frúnni, hafði hún orð á því, að ég væri óvenju fölur og spurði mig, hvað amaði að — ég væri með svo starandi augu. Ég svaraði og sagði, að mér liði prýðilega og væri ekki að stara á neitt sérstakt. En þetta var ekki satt. Ég hafði strax komið auga á unga stúlku, sem minnti mig á Emily í draumnum. Hún var með há kinnbein og jarpt hár. Hún var hvít- klædd og forkunnar fögur. Ég var reynd- ar ekki viss um, að hún liti nákvæmlega út eins ög Emily, en hún líktist henni mik- ið. Var að furða, þótt ég fölnaði? Mér kom til hugar að fara leiðar minnar þegar í stað. En ég fór ekki, heldur tók að rabba við nokkra kunningja mína. Eftir skamma stund kom frúin og sagði, að sig langaði til að kynna mig fyrir vinkonu bróður- dóttur sinnar, Adeleide að nafni. Næstum áður en ég vissi hafði ég svarað: „Er það ekki vinkona dóttur yðar?“ Hún svaraði: >,Þér vitið vel, að yngsta dóttir mín er í rauninni bróðurdóttir mín. Ég og maður- lnn minn tókum hana að okkur, þegar foreldrar hennar dóu.“ Ég var kynntur fyrir stúlkunni, og þar sem ég hafði áður ekki heyrt hana kallaða annað en Adelaide, sagði hún: „Fullt nafn mitt er Adelaide Emily Britten. Sumir vinir mínir kalla mig alltaf Emily.“ Rödd hennar var hljómfögur og róleg. Ég varð dauðskelkaður. Enda þótt ég væri mjög hrifinn af stúlkunni þegar í stað, ákvað ég með sjálfum mér að kynn- ast henni ekki nánar. Ekki fyrir nokk- urn mun. En — þér megið bóka það — hún var alltaf að þvælast fyrir mér, hvert sem ég fór. Ég hafði aldrei séð hana fyrr en þarna, en upp frá þessu fór ég að sjá hana hvar og hvenær sem var. 1 leikhús- inu, á veitingahúsum, við íþróttakeppnir. Enda þótt ég hefði reynt að forðast hana, hefði ég ekki getað það. En ég efast líka um, að ég hefði reynt það. Mér fannst hún nefnilega dásamleg. Við urðum beztu vinir. Stöðugt var ég óttasleginn, en ég sagði við sjálfan mig, að slíkt væri í rauninni hlægilegt. Draumar gætu ekki haft neina merkingu. Þetta væri einskær tilviljun allt saman. Kvöld eitt var ég á hljómleikum. Hún var þar einnig, ásamt foreldrum sínum, og ég heilsaði þeim. Þegar hljómleikarnir voru afstaðnir, rakst ég á þau í anddyr- inu, og faðir hennar bauð mér að koma út með þeim og borða. Ég hefði átt að segja, að ég væri vant við látinn, því ég væri búinn að lofa að fara annað, — en ég gat það ekki. Ég fór með þeim. Þetta kvöld nefndi hún mig í fyrsta skipti með fornafni. Að sjálfsögðu veitti hún mér þar með leyfi til að nefna sig með fornafni líka. Við urðum sem sagt dús. En þegar ég ætlaði að segja Adelaide, varð það ósjálfrátt Emily. — Upp frá þessu komst vinátta okkar á nýtt stig. Ég snæddi oft kvöldverð á heim- ili hennar. En við vorum svo til aldrei ein saman, Emily og ég, og þá sjaldan það kom fyrir, töluðum við aldrei um nokkurn skapaðan hlut, sem allir hefðu ekki mátt heyra. Svo var það kvöld eitt, að ég tók glæsi- legu heimboði í höfðingjaheimili í Chelsea, og þar var fjöldi manns saman kominn. Smám saman varð svo heitt og mollulegt í salarkynnunum, að ég ákvað að ganga Heimilisblaðið 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.