Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 11
út úr stofunni, greip hattinn minn og hljóp niður stigann. Úti á götunni beið okkar leigubíll, en bílstjórinn sá mig ekki. Hins vegar steig ég upp í fyrsta spor- vagninn við Victoríu-stöðina. Ég var með vegabréf mitt í vasanum og næga peninga — allt, sem þurfti til brúðkaupsfararinnar. En þennan dag fór ég til Ostende. Ég hugsaði mikið um það, hvernig fólkinu liði, sem biði mín í kirkj- unni. Og Emily! Ég hugsaði um alla þá skelfilegu auðmýkingu, sem þetta væri fyrir hana. En ég hafði gert það eina, sem hægt var að gera. Ef ég hefði farið til kirkjunnar, hefði það verið sama og að myrða Emily vísvitandi. Dauði prestsins hafði verið einum of mikið fyrir mig. Nú hafði ég, hvað sem öllu leið, séð svo um, að endir draumsins gat ekki rætzt. Það gerði hann heldur ekki. Nú er Emily gift kona. Ég las það í „Times“. Hún á tvö börn. — Ég, hins vegar, hef verið í fríinu síðan. Ég hef ekki verið í Englandi og ætla mér ekki að fara þangað aftur. Ég ferðast um. Og nú er ég búinn að jafna mig. Það er ég í rauninni. Maður jafnar sig af þess konar, skiljið þér.“ „Þér hafið þó skrifað henni og útskýrt málið?“ spurði Anna. „Ekki strax. Eftir fjörtán daga skrif- aði ég Bill. Ég sagði aðeins, að ég hefði það á tilfinningunni, að ég ætti ekki að gifta mig. Ég gat ekki skrifað og sagt frá draumnum. Ég sendi ekki utanáskrift mína, svo ég fékk aldrei neitt svar.“ Richard henti sígarettustubbnum út á vatnið. Þau Anna og Richard sátu grafkyrr. Þau gátu aðeins greint andlit hvors ann- ars óljóslega. Svipur Önnu var hugsandi og alvarlegur, næstum því strangur. — Richard var nánast skömmustulegur, ekki vegna þess sem hann hafði gert — heldur vegna þess trúnaðar, sem hann hafði sýnt þessari ókunnu stúlku. Hæg gola fékk vatnið til að gárast. Anna tók að róa, hægum áratogum í átt- ina að ströndinni. Richard kveikti sér í nýrri sígarettu og var taugaóstyrkur. „Þetta var hryllilega sorgleg saga,“ mælti Anna lágt. „Þér dæmið sem sagt ekki framkomu mína hart?“ „Ne— nei,“ svaraði hún, reyndar ör- lítið hikandi. „Jú, það gerið þér.“ „Mér finnst, að þér hefðuð annað hvort átt að halda yður fjarri Emily strax frá byrjun eða segja henni allan sannleikann. — allt frá upphafi,“ sagði Anna þá kulda- lega. „Ég gat hvorki gert eitt né annað. Ég beinlínis gat það ekki.“ „Örvænting hennar hlýtur að hafa ver- ið skelfileg. Og — eins og þér sögðuð sjálf- ur — auðmýkingin, sem hún varð að þola!“ „En hún varaði ekki lengi,“ svaraði Richard. „Nú er hún gift kona og á börn. Ég bjargaði lífi hennar. Og gleymið því ekki, að ég var í aðstöðu, sem enginn ann- ar maður hefur komizt í.“ Anna hélt áfram að róa, án þess að svara. Ljósin í gistihúsinu urðu æ greini- legri. Litla bátabryggjan kom í ljós í þokubakkanum við ströndina. Báturinn leið hægt og mjúklega að landi. Richard stökk upp á bryggjusporðinn og rétti fram höndina. Hún greip í hana, og í næstu andrá stóð hún við hlið hans. En hún sleppti henni ekki strax, heldur þrýsit hana vel og lengi. „Hver er ég, að ég skuli leyfa mér að gagnrýna yður?“ sagði hún þýðlega, full samúðar og skilning. Hreimurinn í rödd hennar kom honum gjörsamlega á óvart. „Þér gátuð ekkert aðhafzt, því þér voruð til neyddur, og samt höfðuzt þér rétt að. Þetta var ekki yður að kenna. Þetta var hræðileg lífsreynsla. En hún var þó ynd- isleg öðrum þræði, var það ekki?“ Hún hélt enn í hönd hans, í senn þétt og lauslega. Richard kinkaði kolli. „Þakk fyrir,“ sagði hann. „Ég kenni í brjósti um yður,“ mælti Anna. Og þá sleppti hún loks hendinni. Þau gengu eftir hvítum, rykmettuðum veginum í áttina að garðinum. „Ég held ég verði að fá mér sæti. Ég hef aðkenningu af svima,“ sagði Anna. Hún settist á bekk. Richard stóð fyrir heimilisblaðið 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.