Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 21
múrhúðunin, sem ber við dökkan berg- vegginn, er leiðarmerki farmönnum og sést langt utan frá sjó. í hinu raka sjávarlofti vex grasið, og þar heyjast vel. En sléttan hjá klaustur- rústunum er orðin að mýri aftur, eins og hún var áður en munkarnir komu til eyj- arinnar og gerðu hana að ræktarlandi. 0g fólkið á meginlandinu lætur fé sitt ganga í eynni, rétt eins og á dögum Sunn- evu. Mest er þar um sauðfé. Það bítur grasið, þar sem áður var kirkjugólf og súlnagöng klaustursins. Fram hjá klausturrústunum liggur veg- urinn upp brattann að upphleðslunni, sem enginn veit hve gömul er nú. Vegur þessi verður lakari með ári hverju. Hann ligg- ur í mörgum stöllum, en meðfram honum rennur lækur, sem á upptök sín uppi í hellinum. Þetta vatn gæti trúlega verið gætt yfirnáttúrlegum mætti. Enda mun það ennþá eiga sér stað, að fólk sæki það handa sjúkum. Yfir allt gnæfa rústir Sunnevu-kirkj- unnar, en að baki henni tekur við hellis- munninn — elzta krikjuþak í Noregi og það eina, sem ennþá stendur af þeim, er Ólafur helgi hefur kropið undir. Hann tók land á Selju, þegar hann kom heim til að vinna Noreg og halda áfram kristni- boði Ólafs Tryggvasonar. Frá hellismunnanum er ágætt útsýni til hafsins og strandarinnar fyrir neðan, þar sem hvítt brimlöðrið þvær skerin án af- láts. Sumardaga þá, er ég dvaldist þarna fyrir nokkrum árum, var veður mjög gott. Sólin brauzt fram úr þykkum en ljósum skýjum, og geislarnir merluðu á hafflet- inum. En skyndilega kom regnskúr, og vatnið draup niður yfir hellismunnann, þétt eins og kögur af glitrandi dropum, og gegnum þetta hélt sólin áfram að skína inn í hellinn, svo að mosinn á gamla alt- arisstaðnum varð fagurgrænn, en gamalt og þykkt lag af lambaspörðum á hellisgólf- inu virtist mjúkt flos. — Gegnum regnnið- inn og brimhljóðið frá ströndinni heyrð- ist seytlið í uppsprettu þeirri, sem kennd er við Sunnevu, og það voru margbreyti- legir, lágværir tónar. Nokkrar sauðkind- ur, sem ekki þorðu inn í hellinn af því þær sáu ókunnuga þar á ferð, héldu kyrru fyr- ir í kirkjurústunum skammt frá. Lítið lamb hoppaði upp á steinpallinn, þar sem áður hafði staðið skrín heilagrar Sunn- evu. Þar lagðist það niður, hvítt og fag- urt — rétt eins og það hefði vitneskju um, hve táknrænt það var á þessum stað. Framhald af bls. 236 Mennirnir hafa ævinlega reynt að gera sínar eigin yfirbyggingar yfir einföldustu sannindi og lagað þær eftir sínu eigin höfði, þegar hin einföldu sannindi, ein út af fyrir sig, koma þeim ekki sem bezt, að einhverju leyti. Þannig hefur verið far- ið með kenningar Jesú. Sá, sem vill kynn- ast hinni óviðjafnanlegu fegurð og hinum undraverða þrótti, sem í þeim býr, verð- ur fyrst að rýma burtu allri þeirri miklu yfirbyggingu af orðlengingum og kenni- setningum, því að annars er hún líkleg til að dylja þær fyrir okkur. Ég mundi gizka á, að allur sá guðfræði- legi lærdómur, sem safnazt hefur saman 0g hlaðizt upp allt fram á þennan dag, geti jafnazt á við lögmálið og spámennina á dögum Jesú. En það var hann sjálfur, sem skar til kjarnans, þegar hann kenndi, að við ættum að elska guð og náunga okk- ar, og bætti síðan við: „Á þessum tveim- ur boðorðum byggist allt lögmálið og spá- mennirnir." Ég spyr ekki framar: „Er hugsanleg nokkur lífsskoðun, sem hugsandi nútíma- maður getur aðhyllst til fulls og gert að undirstöðu lífs síns.“ Minni leit er lokið. Ég hef fundið það, sem ég leitaði að. — Ég er kominn heim aftur. kemur út annan hvern mánuð, tvö tölublöð saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 50.00. f lausa- sölu kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er 14. apríl. — Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti 27. Sími 36398. Pósthólf 304. — Prentsm. Oddi h.f. HeÍÉnilishlaSiS heimilisblaðið 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.