Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 22
Tveir um listaverkiS Dag einn árið 1615 söfnuðust nokkrir ungir piltar saman framan við mikið og fagurt skrauthýsi í Antwerpen, sem mál- arinn frægi, Peter Paul Rubens, hafði ný- lega komið sér upp, og stóðu þeir þar í áköfum samræðum. „Þú verður að segja það, Anthonis," sagði einn þeirra. „Filipp gamli dyra- vörður veit, að stjarna þín er hátt á himni hjá meistaranum. Hann lætur okkur ekki synjandi frá sér fara, ef þú biður hann. „Segðu það sjálfur," svaraði hinn, fríð- ur og fagurskapaður unglingur og rík- mannlega búinn, 16 ára gamall. „Þig lang- ar víst til að sjá nýju myndina engu síður en mig.“ „Já, það er auðvitað alveg satt,“ sam- sinnti hinn pilturinn," mig langar ákaf- lega mikið til þess og sama er að segja um okkur alla. En þú verður samt að tala við dyravörðinn — annars verður okkur bara vísað burt.“ „Hvers vegna endilega ég,“ andæfði Anthonis, en hálfhikandi þó. „Ég, sem er þó yngri en þið allir hinir.“ „En þú ert elztur í listinni," greip ann- ar fram í með ákafa. „Þú, sem varst ekki nema 11 ára, þegar þú varst tekinn í mál- araskólann hjá Balen.“ „Já, ég þori að veðja, að Anthonis verð- ur orðinn meistari, áður en hann verður 20 ára,“ sagði sá þriðji. „Og þarna kemur Filipp gamli,“ sagði sá, sem fyrst talaði. „Segðu það nú við hann, Anthonis, gerðu nú það fyrir okk- ur.“ Aldraður maður, feitlaginn og hvítur fyrir hærum í skrautlegum einkennisbún- ingi kom út úr höllinni. Þegar hann sá, að þessir ungu menn, sem þyrpzt höfðu sam- an þarna framan við dyrnar, voru allt saman nemendur húsbónda hans, Rubens málara, varð hann auðsjáanlega forviða, en sagði þó dálítið byrstur: „Hvers vegna standið þið hér og glápið, strákar? Meistarinn var að Ijúka við nýju myndina rétt áðan, en nú er hann farinn út. Þið eigið ekki að fá neina kennslu, það, sem eftir er í dag.“ „Nei, Filipp, við vitum það,“ svöruðu piltarnir mjög stillilega. „Jæja, farið þá ykkar leið,“ rumdi dyravörðurinn. En piltarnir fóru hvergi. Þeir hnipptu í Anthonis og ýttu góðlátlega við honum til að koma honum fram fyrir hópinn. Loks tók hann í sig kjark og vék sér að dyraverðinum. „Heyrðu, Filipp minn,“ sagði hann ísmeygilega. „Við erum komnir hingað af því, að við erum alveg friðlausir. Okkur langar svo óstjórnlega að fá að sjá nýju myndina, sem meistarinn okkar var að ljúka við.“ „Nu-hu, einmitt," svaraði dyravörður- inn. „En Rubens meistari sýnir ykkur hana áreiðanlega sjálfur á morgun.“ „Já, en það er svo ógurlega langt að bíða þangað til. ... Það getum við ómögu- lega. Við erum alveg að farast, okkur langar svo mikið að sjá hana. ... Góði Filipp, lofaðu okkur snöggvast inn í vinnu- stofuna! Við þurfum ekki nema aðeins að líta á myndina andartak, svo getum við strax farið út aftur.“ „Forvitnin er undirrót alls ills,“ muldr- aði Filipp í skeggið. „Mér var sagt, að enginn mætti fara inn í vinnustofuna, fyrr en á morgun. Myndin er alveg ný- máluð — ekki einu sinni orðin þurr enn þá.“ „Æ, vertu nú góður, Filipp minn,“ bað Anthonis. „Lofaðu okkur nú að líta á myndina aðeins andartak. ... Það þarf ekki að láta neinn komast að þessu.“ Dyravörðurinn var á báðum áttum. Drengirnir mændu á hann átakanlega sár- biðjandi. Það var auðséð, að þetta var fullkomið alvörumál hjá þeim. Og þrátt fyrir hryssingin á yfirborðinu, var FilipP gamli undir niðri ekkert nema gæðin. Hann vildi því gjarna verða við bón þeirra. 242 HEIMILISBLAÐIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.