Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 23
„Jæja, jæja, þá það,“ sagði hann loks. „Ég ætla þá að lofa ykkur að koma snöggv- ast inn og sjá myndina, en ekki nema ör- stutt andartak, munið það. . . . Komið þá með mér.“ „Þökk, þökk. Filipp,“ sögðu piltarnir allir einum munni og gengu á eftir dyra- verðinum inn í höllina og upp að dyrun- um að vinnustofu meistara Rubens, sem Filipp opnaði mjög hátíðlega. Jafnskjótt og dyrnar lukust upp, þyrptist allur hóp- urinn inn og þusti að nýja málverk- inu, dásamlega fallegri Maríumynd, sem strengd var í stórum myndatrönum inni á miðju gólfinu. Allt í einu ráku þeir upp angistaróp — allir saman. Sá þeirra, sem fremstur var í hópnum, hrasaði og datt beint á mynda- trönurnar. í fallinu ætlaði hann að bera fyrir sig aðra höndina, en kom þá ósjálf- rátt við málverkið með þeim afleiðingum, að höfuðið og hægri handleggurinn á myndinni af Maríu urðu að ólögulegri klessu, vegna þess, að litirnir höfðu ekki náð að þorna. Pilturinn, sem fyrir þessu óláni varð, reis þegar á fætur aftur, og síðan stóðu þeir allir sem steini lostnir og störðu þögulir og dauðskelfdir á skemmd- ina, sem orðin var á hinu fagra listaverki. Filipp gamli sló saman höndunum af of- boði og skelfingu. „Sagði ég ekki,“ stundi hann, „að for- vitnin væri undirrót alls ills. Mikil var sú yfirsjón að leyfa ykkur að koma hingað inn! ... Hvað á ég að gera ? ... Ég er glataður maður. Rubens rekur mig óðara burtu. Það eitt er í það minnsta alveg víst.“ Piltarnir þögðu allir og fundu til sekt- ar sinnar, en svo brosti Anthonis allt í einu. „Það væri synd og skömm, kæri Filipp,“ sagði hann, „ef heimskupör okkar yrðu til þess, að þú þyrftir að missa atvinnu þína. Við skulum sjá til, hvort við getum ekki lagfært það aftur, sem við höfum eyðilagt. Ég ætla að reyna að mála yfir skemmdina. Það ætti að vera hægt að ganga svo frá þessu, að meistari Rubens burfi aldrei neitt um það að vita.“ »>Já, já,“ hrópuðu hinir, „þú ert lang færastur okkar allra. — Þú getur það áreiðanlega, Anthonis.“ Það glaðnaði til muna yfir dyraverðin- um. „Já, það er ráð,“ sagði hann. „Taktu nú á því, sem þú átt til, drengur minn. Ég veit, að þú getur málað. — Nú loka ég ykkur hér inni, þangað til skaðinn er bættur.“ Að svo mæltu fór Filipp sína leið og læsti dyrunum að vinnustofunni á eftir sér. Anthonis tók þegar til starfa og félagar hans reyndu að flýta fyrir honum eins og þeir gátu. Einn náði í litaspjald meist- ara Rubens, aðrir blönduðu saman litum og sumir gættu þess að hafa penslana til- búna og rétta þann, sem við átti til Ant- honis strax og hann þurfti á honum að halda. Drengurinn málaði af kappi og allar taugar í líkama hans voru hástemmdar. Innan skamms var hugur hans orðinn svo altekinn af viðfangsefninu, að hann heyrði ekki einu sinni hvatningar- og aðdáunar- orð félaga sinna. En þegar hann loksins hafði lokið við það og skemmdin var af- máð, færði hann sig lítið eitt aftur á bak heimilisblaðið 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.